Vilhjálmur bætir grófri móðgun við atvinnulausa og lágtaxtafólk ofan á þvinganirnar!

"það var nauðsynlegt að hækka tekjutrygginguna (úr 145 þús í 157 þús. kr) til þess að tryggja að það væri ótvríræður hvati fyrir fólk til að vera í vinnu, frekar en að leita í atvinnuleysið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.  Bætir hann þar grófri móðgun við atvinnulausa og lágtaxtafólk ofan á hótanir þvinganir.     LEITA Í ATVINNULEYSIÐ!

SVEI ATTAN, VILHJÁLMUR!

Tekjutrygging eru nú 7,500 kr hærri atvinnuleysisbótum á mánuði,  sem svarar 38 mínútna launum þeirra ASÍ- og SA- forkólfa sem "þiggja" 2 milljón kr mánaðarlaun - að vísu allt að hálfs annars klt. kaupi hjá launallægstu formönnunum.

150 þús - 157 þús.króna mánaðargreiðslur (13 klst. laun 2 milljón króna manna) - sem auk þess þarf að skila skatti af -, eru til skammar. enda langt undir lágmarksframfærslukostnaði reiknuðum af Hagstofu Íslands.

 

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"

 


mbl.is Samið um frestun kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta eru skelfileg laun og duga alls ekki til framfærslu, hvað þá húsnæðiskaupa.  Hvað ætla Framsóknarmenn svo að gera fyrir þetta fólk þegar hinir efnameiri hafa fengið 20% niðurfellingu á sínum húsnæðisskuldum......jú hækka skattana hjá öllum, líka þeim tekjuminnstu.

Vilhjálmur er náttúrulega veruleikafirrtur ef hann heldur að fólk "leiti í atvinnuleysið".

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: TARA

Ég held að fæstir kjósi að vera atvinnulausir...hélt ekki að Villi væri svona vitlaus !!

TARA, 25.2.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ótrúlegt að heyra þessi fífl tala. Fara nú stjórnvöld kannski að tala um að almenningur nenni ekki að vinna. Sé ekki að Vilhjálmur Egilson hafi gert mikið af viti um daganna. Væri ekki vit í að borga honum 157000 fyrir að halda sér frá vinnuni og vera einhversstaðar þar sem hann er ekki að láta svona skaðræði út úr sér við almenning.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það hefur lengi verið sjónarmið atvinnurekenda að atvinnuleysisbætur eigi að vera það litlar að fólk leggist ekki í leti. (þeir nota að visu annað orðalag sem þýðir það sama) Það skrýtna er, að fjölmargir verkalýðsrekendur eru þeim sammála í þessum efnum.

Lengstum hafa þessar bætur fylgt ákveðnum launataxta í fiskvinnslu. Það er í raun plat launataxti sem er mjög lágur og er til þess ætlaður að vera viðmið fyrir ýmsar bætur eins og atvinnuleysisbætur, örorkubætur og ýmsar aðrar tilfærslutekjur.

Þessir aðilar eru m.ö.o. áhugasamir um að halda fátæku fólki niðri í launum sem er háð bótum ýmiskonar.

Kristbjörn Árnason, 26.2.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur fyrir innlegg!   Kristbjörn! - ég var búin að gleyma orðinu verkalýðsrekendur. það er næstum of jákvætt orð yfir 80 prósentin sem lyppuðust niður fyrir atvinnurekendum núna. Gott orð samt um yfirmenn verkalýðsins sem ekki eiga lengur samleið með lýðnum sem "semja" fyrir.

Hlédís, 26.2.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Hannes

Lágmarkslaun eiga að duga fyrir framfærslu og að þau dugi ekki fyrir því er hneisa. Fyrirtæki sem geta ekki greitt sæmileg laun sem duga fyrir framfærslu er best að fari á hausinn.

Hannes, 26.2.2009 kl. 01:01

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðismenn lifa í öðrum heimi og það kemur alltaf vel í ljós þegar kreppir að.

Árni Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 09:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alvelg sammála Hlédís ótrúlegur dónaskapur hjá Vilhjálmi, alveg eins og þegar Davíð þá forsætisráðherra sagði að fólkið leggði jeppunum sínum fjarri mæðrastyrksnefnd meðan það færi og sækti sér í matinn.  Þessir menn eru ekki í raunveruleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 10:36

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er núna lykilatriði að koma atvinnulífinu og tekjuöfluninni á réttan kjöl. Nægar eru skuldirnar til að greiða.  Legg til að krókaveiðar verði gefnar frjálsar og þingmenn láti af andstöður hvalveiðar.  Það þyrfti að vera til burðugur flokkur með svipaða stefnuskrá og FF.  

Sigurður Þórðarson, 26.2.2009 kl. 10:40

10 Smámynd: Einar Ólafsson

„Fráleitt er að verkalýðsstéttin og aðrir hópar alþýðufólks taki á sig ábyrgð og sýni hófsemi í kjaramálum sem býður upp á kjaraskerðingu ef ekki er tryggt að þeir sem betur mega taki á sig byrðarnar að sama skapi. Frestun kjarasamninga verður að vera með því skilyrði að allt bókhald fyrirtækjanna sé opið almenningi, allri launaleynd eða tekjuleynd sé aflétt og klárt sé að gróði af atvinnurekstri eða fjármálastarfsemi skili sér til samfélagsins á einhvern hátt, í formi skatta, með atvinnuuppbyggingu eða á annan hátt.“

http://notendur.centrum.is/~einarol/stefnaforvalvgsv09eo.htm

Einar Ólafsson, 26.2.2009 kl. 11:34

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það eru launamennirnir sem bera birgðarnar

Það er algjörlega nauðsynlegt að átta sig á þeirri staðreynd í lífinu. Það hafa alltaf verið launamenn sem hafa axlað ábyrgð á mistökum í efnahagsmálum. Þannig mun það einnig verða til framtíðar. Því er mjög mikilvægt að launamenn átti sig á þeirri staðreynd að þegar þeir greiða atkvæði í kosningum, eru þeir einnig í kjarabaráttu og réttindabaráttu ýmiskonar.

Helsti munur á sjónarmiðum hægri og vinstri manna í kjaramálum er eftirfarandi:

·         Hægri menn vilja hafa almenna launataxta lága og einkum lægstu launaflokka. Þá vilja þeir að í gangi séu svonefnd „markaðslaun“. Þ.e.a.s., því þá geta atvinnurekendur haft þá menn sem þeir kjósa á hærri launum en aðra á lægri launum. Jafnvel þó um laun sé að ræða fyrir sömu vinnu. Þá vilja hægri menn hafa skatta almennt mjög lága, en hafa þjónustugjöld fyrir alla þá þjónustu sem almenningur þarf að njóta.   Þá vilja þeir hafa sérstaka skatta fyrir sértækar tekjur, þá gjarnan miklu lægri og eða jafnvel enga. Hægri menn eru almennt á móti fasteignagjöldum og segja að skatttekjur sveitafélaga eigi koma  af útsvörum og þjónustugjöldum. 

 

·         Vinstri menn vilja hafa almenn laun frekar há og lítið bil milli lægstu  launaflokka og hæstu. Þeir eru á móti hverskonar markaðslaunum og eða einstaklingsmiðuðum og ógegnsæjum launagreiðslum. Þeir segja að slíkt fyrirkomulag mismuni fólki og vegna hluta sem komi störfum mannsins ekkert við. Þá vilja vinstrimenn hafa skatta tiltölulega háa en þó í hófsemd. Þeir vilja tryggja það að skattkefið sé gegnsætt og að allir greiði skatta af öllum tekjum. Þeir vilja nota skattkerfið til jöfnunar á lífskjörum fólks. Vinstri menn eru andvígir þjónustu-gjöldum opinberra stofnana almennt séð.

 

·         Nú eru háir skattar á íslandi fyrir alla venjulega launamenn. Mjög stór hluti skattteknanna fer í kosnað sem koma félagskerfi þjóðarinnar ekkert við. Á ég þá við eins og félagskerfiðð sjálft, heibrigðiskerfið og t.d. skólakerfið. Þá á ég við bæði beina styrki til einstakra atvinnugreina og óbeina styrki sem felast í því, að mega fénýta auðlindir þjóðarinnar sér að kosnaðarlausu. Þá njóta einstaka atvinnugreinar skattfríðinda ýmiskonar. Þá eru hvarvetna há þjónustgjöld hjá stofnunum vegna þjónustu sem almenningur verður að nýta.

 

 ·         Þetta er auðvitað afrakstur þess að í landinu hafa hægri stjórnir ráðið lofum og lögum í 18 ár.

Kristbjörn Árnason, 26.2.2009 kl. 12:33

12 Smámynd: Hlédís

Þakka ýtarlega umfjöllun, Kristbjörn.  

Hlédís, 26.2.2009 kl. 12:45

13 identicon

Dísa!. Ég tek undir thín ord.

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband