ÍSLAND Í DAG: Verðtryggingu valda ólög - Gengistrygging er ó-lögleg og raunvaxta-OKUR viðgengst!

"Skuldsetning íslenskra heimila hefur .... vaxið hratt og eru
samanlagðar .. nú um 2.000 milljarðar króna. . um 1.400 milljarðar verðtryggð lán  370 milljarðar gengistryggð lán.  .Skuldir hækka, greiðslubyrði eykst og ráðstöfunartekjur lækka. Þetta er veruleikinn í heimilisbókhaldi flestra fjölskyldna í dag. Staðan veldur mörgum heimilum verulegum vanda         . Sá hópur sem við þurfum sértæk úrræði fyrir til þess að forða frá gjaldþroti,  ... á þrítugs- og fertugsaldri sem eru viðkæmastir. ...... með hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina og flest börn á framfæri"
segir í tengdri frétt.

það er litlu við að bæta hér nema ábendingu um að íslenskt þjóðarbú lifir ekki af að halda þessum vitleysisgangi áfram. Byssuleyfi banka og annarra lánastofnana á yngsta fólkið í landinu verður að afturkalla strax. Þá þarf að ógilda alla gengisviðmiðun lána, enda stenst hún ekki lög -OG gera ráðstafanir til að létta verðbótahækkun af öllum lánum að minnsta kost 1 ár aftur í tímann, eða til þess tíma er gengisfall hóf að hækka lánin. Þetta ER hægt - Vilji og vit er allt sem þarf!     Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur þegar sýnt fram á færa leið.

 

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  

 


mbl.is Heimilin skulda 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kato hefði frekar mátt velja sér þessa endingu á ræðum fyrst hann ákvað að enda þær allar á sama máta. Það var að vísu engin verðtrygging en þar voru okrarar sem gengu hart að fólki og aðhylltust ónefnd trúarbrögð 

Sigurður Þórðarson, 19.2.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Ingibjörg SoS

Frábærlega skeleggt og skorinort hjá þér, Hlédís. - Sannleikur í hnotskurn. Mikill harmleikur, sem ekki er viðunandi.

HELVÍTIS FOKKING FOKK! þar til kippt hefur verið í liðinn.

Ingibjörg SoS, 19.2.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarfur pistill: Ef þessi gengistrygging stenst ekki lög þá verður að ganga í það mál af hörku. Ég hef auðvitað enga þekkingu til að tjá mig um það efni, en hinu hef ég komist að sem er, að allar fésýslustofnanir ganga eins langt og þær komast upp með. Og okkur er gjarnt að láta allt yfir okkur ganga vegna þess að við trúum engum til að brjóta á okkur lög. Sem er þó líklega algengara en margur hyggur.

Pólitísk stefna stjórnvalda hefur of lengi verið sú að fólkið sé akur fésýslustofnana.

Þeirra skal vera mátturinn og dýrðin!

Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 17:05

4 Smámynd: Hlédís

Sigurður, Ingibjörg og Árni og fleiri! Vona að þið hafið hlustað á viðtal við Gunnar Tómasson hagfræðing í Silfri Egils fyrir um 3 vikum. þar skýrir hann á mannamáli frá 30 ára rökum gegn vísitölutryggingu lána og mögulegum hliðaraðgerðum við niðurfellingu þeirra laga. Lára Hanna var/er með upptökur af viðtalinu á síðu sinni fyrir rúmri viku - annars á það að finnast víða.

Hér er slóð á umræðu um gengistryggð lán og engan/lélegan lagagrunn fyrir þeim.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/803345/#comments

Hlédís, 19.2.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Verðtrygging launa var afnumin fyrir nokkrum árum, með einu pennastriki.

Má ekki gera slíkt hið sama í dag.

Nú er þörf.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Hannes

Það á að afnema verðtrygginguna því að það er hún sem er að ganga frá mörgum heimilum í dag. Þegar ég tók mitt íbúðarlán þá var ekki gert ráð fyrir núverandi verðbólgu og það sem er lang verst er að heimilin eru látin taka alla ábyrgð á ástandinu þó að þau ráði ekki við það mörg hver.

Hannes, 19.2.2009 kl. 20:12

7 Smámynd: Hlédís

Einmitt, Anna! Sérlega þar sem misræmið á neysluvísitölu og launaþróun gerir ránið frá lántakendum enn grófara.

Hlédís, 19.2.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Hlédís

Já Hannes, þetta er ógnvæglegt, ekki saklaust smáatriði!  Ég endurtek nú orð skrifuð í pisli 8. feb. sl - Tel þar koma fram upplýsingar sem margir eldri vilja gleyma og margt yngra fólk veit ekki um:       

"Þeir sem hæst messa til varnar verðtryggingunni og þrástagast nú á óráðsíu skuldsettra heimila hafa annað hvort gamlan, erfðan (eða nýfenginn!), aur í vösum og/eða fæddust fyrir 1955!           Elsta kynslóð enn í starfi á Íslandi og eldra fólk, hlaut menntun sína ókeypis. Íslenskir stúdentar erlendis gátu jafnvel grætt á svartamarkaðsbraski með niðurgreiddan gjaldeyri á haftaárunum!  Þetta sama fólk fékk húsnæðislán niðurgreidd með sparifé annarra. Svo var einnig um ATHAFNAMENN er byggðu stórhýsi fyrir fyrirgreiðslu-lán á verðbólguárum fyrir 1979!        Árið 1979 Ætluðu gegnir og velmeinandi menn að snúa þessu rangláta fjármálakerfi við með lögum um verðtryggingu - en sú aðgerð HJÓ þar sem HLÍFA skyldi og hefur gert æ síðan, með stigmögnuðum, ógnvænlegum afleiðingum! 

Er ráðamönnum Íslands fyrirmunað að skilja þetta eða hentar þetta þeim? "

Hlédís, 19.2.2009 kl. 20:39

9 Smámynd: TARA

Ætli þeir vilji ekki að við flytjum út í Hrísey og höldum kjafti !!

TARA, 19.2.2009 kl. 22:51

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gunnar Tómasson er góður, ekki spurning um það.

Sigurður Þórðarson, 20.2.2009 kl. 07:41

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu góða pistli Hlédís mín.  Niður með verðtrygginguna, beltin og axlaböndinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:09

12 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Hvað segir þú ert þú úr Víkingslækjarætt ég líka.Á þá að sega hæ frænka og velkominn sem bloggvinur

Blíðlegt knús til þín frænka

Ætti að bæta þessu í frontið mitt einsog þú

Hafðu það sem best

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:55

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Væri rkki hægt að fækka þessum bönkum eitthvað, hætta að henda þessum 5 miljörðum í Þjóðkirkjunna, hafa enga vexti í bönkum, hvorki á innlánum, né útlánum, og reka allt fjármálkerfið í gegnum Seðlabanka og setja upp almennt útboð fyrir einhverja verktaka sem fá þá greitt af ríkinu ákveðna upphæð á ári fyrir reksturinn.

Nóg að hafa einn svona banka, og einhvern netbanka. Getur ekki verið svona mikið mál að reka banka. 

Vextir ERU verðbólgann! Og verðtrygging er glæpamennska á hæsta plani. Landráð segir stjórnarskráin.

Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 10:31

14 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, Guðrún - gott þú tekur upp baráttuna við verðtryggingar-bölið!

Sammála þér, Óskar, um banka, raunvexti og ríkiskirkju. Hið heitt ríkiskirkjutrúaða fólk getur sjálft haldið Karli biskupi á oflaunum, prestum yfir meðallaunum í landinu, byggt nýjar kirkjur á annarri hverri þúfu, o s frv, með því að greiða tíund - einn tíunda tekna sinna - til kirkjunnar! Það hefur tíðkaðist og tíðkast enn víða um heim. Ætli hljóðið breyttist ekki í strokknum hjá stöku persónu er kæmi að tíundargreiðslunni?

Es: Til að bíta höfuðið af skömminni halda framámenn ríkisreknu Lútersku kirkjunnar á Íslandi því fram að sú kirkja eigi fornan ránsfeng Katólsku kirkjunnar í landinu! Ósvífnin ríður sjaldan við einteyming.

Hlédís, 20.2.2009 kl. 11:09

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á meðan þessi verðbólga er verður þá ekki að hafa verðtryggingu ? segjum td

ef þú værir að vinna fyrir ríkið, sendir inn óverðtyggðan reikning fyrir 100 stunda vinnu en þegar greiðsla berst þá er eingöngu greitt fyrir 80 stundir þar sem verðbólga hefur hirt mismuninn, grófur samanburðir en er þetta ekki nokkurnveginn svona ?

Jón Snæbjörnsson, 20.2.2009 kl. 14:20

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott komment Jón Snæb.! Þetta er akkúrat svona. Enn það eru bara bankar sem hafa einkaleyfi á þessu. Prófaðu að reikna eða lata reikna fyrir þig t.d símareikning sem þú færð sendan:

Og draga síðan af eftirfarandi kostnað: Verðbólga 989.- opna umslagið 50.- labbitúr út í banka með bið eftir afgreislu, 700.- tími fyrir að hlusta á leiðinlega símsvara plús bið, 1895.- og svo eins senda þeim svo mismuninn.

Ef allir gerðu þetta myndi það hafa feikna jákvæð áhrif.

Ef bara einn maður gerir þetta, fer málið í innheimtu ásamt tilheyrandi kostnaði.

Bankar og afborgunarskilmálar fyrtækja virðast hafa einir rétt á að nota þetta. Enn það er ekki rétt. ALLIR hafa sama rétt!

Þannig að laun sem eru útgreidd ÆTTU að fylgja nákvæmlega þessu sama kerfi! Enn að sjálfsögðu aldrei gert.

Hvað á Íslenska þjóðin, þ.á. m. Ríkisstarfsmenn inni hjá Ríkinu vegna vitlaust útreiknaðra launa?

Takk fyrir þarfan og góðan pistil Hlédís. Það eru margar hliðar á þessu máli sem þyrfti að fara í saumanna á.

Þetta með prestanna: Síðasta smurninginn, og brestirinn einn með landeiganda sem er á dánarbeði: " Og áfram gefur hann blessaður" segir þá prestur sveitarinnar við fjölskyldunna!

Og aldrei þorði neinn á þeim tíma þegar landi og búi var stolið svona á færibandi.

Þannig urðu ágætlega efnuð fjölskylda allslaus og sett á sveitininna sem var hin mesta skömm sem hægt er að hugsa sér á þeim tíma.

Og svona mætti telja upp endalaust. Ég þekki gamalt fólk á Íslandi sem frekar fer til Mæðrastyrksnefndar enn félagsmæalastjórnan, þó það hafi fullan rétt á stuðningi þeirra samkv. lögum.

Allt út að innrætingu "skammarinnar" sem prestar kemur frá þessum prestum hins illa.

Er ekki hægt að nota t.d. Hallgrimskirkju sem spilavíti fyrir ferðamenn? Hún er alveg upplögð í það!

Svarta Daculakirkjan, landakotskirkirkja ætti að rannsaka sem skipulagða kaðólska glæpastarfsemi. Kúmen!  

Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 15:36

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Brestirnir áttu að sjálfsögðu að verða "prestarnir" í den..sorry

Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 15:41

18 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Jón!  Löglegir dráttarvextir afgreiða rukkunarmál jafnvel og séríslenska Vísitölu-viðmiðunin, ef dregst að borga.  Nokkra daga bið á greiðslu reiknings lækkar, tel ég, ekki verðmæti greiðslu um 20%. Kannast þú við að rukkað sé með neysluvísitölu-álagi núna?

Hlédís, 20.2.2009 kl. 15:44

19 Smámynd: Hlédís

Sæll Óskar! Alltaf jafn hress ;)  Ég var nú mest að hugsa um það sem kaþólska kirkjan sölsaði undir sig áður en kóngur lét hálshöggva Jón Arason árið 1550 til að sölsa ránsfeng kirjunnar undir sig - í nafni Lúthers!   Mér vitandi er kaþólskur söfnuður á Íslandi ekki á ríkisjötunni. Þá hafa kaþólskar nunnur líknað Íslendingum lengi án hálaunakröfu til ríkisins.  Mér hugnast Landakotskirkja vel og allt sem gert hefur verið á hennar vegum og mér er kunnugt um.

Hlédís, 20.2.2009 kl. 16:01

20 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Óskar, eins og þið hin þá sé ég þetta á reikningunum sem mér berast inn um lúguna heima og skil svo oft hvorki upp né niður í því hvernig þetta má vera eða getur staðist.

Hlédís, miðað 20% á ársgrundvelli - en auðvitað er þessi verðtrygging ósanngjörn - heyrðu sjáðu nú til - ég og dóttir mín söfnum og skilum inn til endurvinnslu dósum og þh vörum og seldum núna um daginn stykkið á 20% hærra verði en við gerðum í haust, ekki slæm ávöxtun það.

Annars hefur íslenska krónan fallið um ca 2500% síðastliðin hva 40 ár - ekki nokkrum manni bjóðandi að búa við svona ástand

love you all

Jón Snæbjörnsson, 20.2.2009 kl. 16:13

21 Smámynd: Hlédís

Þakka gott innlegg, Jón og þú færð knús héðan!   

Rýrnun krónunnar er voðalegt mál!- og vissulega þurfa vextir lána og allra skuldbindinga að miðast við hækkanir á hverjum tíma - eins og tíðkast í öðrum löndum.  Faglegur Seðlabanki á að gæta þess og hindra þarf sjálftekt lánastofnana . Gott mál með endurvinnsluna!

Hlédís, 20.2.2009 kl. 16:34

22 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

 Er þetta hlédís mín sem ég talaði allt um við

Bíð spent eftir svari

Blíðlegog 

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:36

23 Smámynd: Hlédís

Sæl aftur Guðrún P.!   Við höfum margt rætt saman.     Bið að heilsa Sóf.... mínum

Hlédís, 20.2.2009 kl. 17:14

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þér er Kató gamli hugleikin eða hans fleygu lokaorð hverrar ræðu, ekki er það nú slæmt!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 22:12

25 Smámynd: Hlédís

Ágæti  Magnús Geir! Vissslega er gamli Kató með hér! Hann mun hafa haft mjög rétt fyrir sér - því Rómarveldi var nauðsyn að leggja Karþagó undir sig. Skrýtnst þótti mér að aö fregna að OLÍVUR voru það sem skipti sköpum!

Hlédís, 20.2.2009 kl. 22:30

26 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem er verst er að valdhafa ganga nú fram og reyna að telja fórnarlömbum trú um að þetta sér þeirra eigin sök. Hér er við lýði kerfi sem brýtur mannréttindi fólks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:44

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ættfræði Tröllatúnguættar, sem ég er víst í, byrjar einmitt á því að Jón Arason og tveir synir hans eru hálshöggnir ef ég man rétt. Aldrei vitað fyrir hvað. 

Hef samt engan áhuga á ættfræði. Tröllatúnguætt eru 5 bindi og ég hef aldrei nennt að lesa þessar bækur nema á "hundavaði".

Tek undir með Jakobínu.

Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 02:36

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir góða færslu og þú ferð svo aftur í tíman og er þörf á því að fólk viti hvað um ræðir frá langa löngu.
Ég er aldrei að skilja af hverju þetta er allt svona, enda ekki von erum við ekki vita vitlaus í huga ráðamanna.
Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 17:40

29 Smámynd: Hlédís

Sæl Guðrún E.G,!    Visslega "erum við vita vitlaus í huga ráðamanna" eins og þú segir. Enda hafa þeir lengi getað treyst á stutt minni okkar og langlundargeðið sem líkja má við undirgefni  almúga við aðal.  Stuttbuxna- og-pilsa-lið gömlu flokkanna komst alltaf að bitlinga-borðinu um og fyrir miðjan aldur. Er nema von það sé ahyggjufullt nú, ef Veislu flokkanna skyldi vera að ljúka - rétt er umbunin fyrir skítverk og rassa-sl...... var í sjónmáli?

Hlédís, 21.2.2009 kl. 18:36

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú kemur orðum að hlutunum  Hlédís. Undirgefni almúga við aðal, mikið rétt og ég man þennan tíma vel einnig bitlinga borðið, tók meira að segja þátt í að pakka þeim inn 11 ára eða svo.

Veislu flokkanna skal ljúka ég trúi ekki að okkar unga fólk hætti að mótmæla.

Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 19:05

31 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Þetta er frábær færsla hjá þér Hlédís og mörg góð komment líka.

Það eina sem vantar hér er að fólk taki ábyrgð á sínum hlut í sínum málum. Ég er líka dr...fúl út í ráðamenn, bankamenn og útrásarvíkingana, þeir kollkeyrðu Ísland allir saman. EN erum við ekki að gleyma að við vorum flest meira eða minna með þeim í þessu!! Ég skal segja mína sögu:

Eftir að húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi árið 2007 sá ég í hendi mér að það væri ódýrara fyrir mig að kaupa en leigja.

Ég keypti litla 4 herb. blokkaríbúð á 10,5 millj. (fyrir 6 manna fjölsk.) úti á landi, á ísl. verðtryggðum lánum. Nú, 1 og 1/2  ári síðar standa lánin mín í rúml. 12 millj. Í fyrra haust "dó" gamli bíllinn minn og ég eyddi mánuði á netinu til að finna bíl sem kostaði það sem ég hafði efni á, ekki of gamlan, ekki of mikið keyrðan, sem eyddi ekki of miklu. Mér fannst ég fara skynsamlega og varlega í fjárfestingar, en .....Shit happens!!

Verðtryggingin er glæpur, ég er sammála því!

En, vitum við ekki Í ALVÖRU að Ísland er "tæknilega" gjaldþrota!!? Hverjir eiginlega byggja þetta land?? Eigum við, almenningur, ENGA SÖK???

Þrátt fyrir allt ofantalið, þá veit ég og viðurkenni fúslega að hefði ég farið ennþá sparlegar með peningana mína og hugsað hlutina lengra fram í tímann þá væri ég sennilega betur stödd í dag!!

Auðvitað erum við reið! EN....við megum ALLS EKKI gleyma að líta í eigin barm!!

Fyrr en við áttum okkur á því að við eigum ÖLL meira eða minna okkar "sök", blindu, óráðsíu, hvað sem það kallast, fyrr getum við bara ekki rétt úr kútnum!! Það er allt of auðvelt að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér!

Við þurfum að standa saman og breyta okkar hegðun, gildismati og hugsunarhætti.

Erla Einarsdóttir, 22.2.2009 kl. 04:52

32 Smámynd: Hlédís

Kæra Erla! þakka þér mjög góða lýsingu á "eyðslusemi" 6 manna fjölskyldu sem nú mun ein af þeim sem EIGA SÖK á fjármálahruninu! Það eina sem þú nefnir af eyðslu er lántaka vegna íbúðarkaupa og bílkaupa. Húslánið hefur hækkað á 1 og 1/2 ári um ríflega nettóárslaun verkamanns, sýnist mér í fljótu bragði - meðan þú hefur, væntanlega, borgað fullar greiðslur af því. Ekki veit ég á hvaða verði né hvort þú gætir selt húsnæðið nú. Svo keyptirðu notaðan bíl - og segir "en.. shit happens" sem hljómar eins og prangað hafi verið upp á þig myntkörfuláni! Til að kóróna það hvernig lánastofnanir virðast fá að ræna þig og þína með "löglegum" og ólöglegum hætti er búið að selja þér þá hugmund að þú berir "sök" á ástandinu. Fórnarlömb nauðgana eru enn heilaþvegin svona víða um lönd - jafnvel líflátin vegna sakar sinnar. Almenningur á Íslandi sem á annað borð átti eithvað aflögu, en það voru alls ekki allir, eyddi meiru en ella sl. nokkur ár, vegna þess að gengi krónunnar var ranglega skrá of hátt. Gengið var skráð of hátt vegna rangra ákvarðana Seðlabanka Íslands. Tombóluverðið á gjaldeyri gerði að hann var keyptur fyrir slikk og þeir sem á sölsuðu undir sig milljarða  króna gátu flutt ránsfenginn í "skattaskjól" en skilið skuldir eftir í gjaldþrota hlutafélögum sem þeir þurfa ekki að ábyrgjast.
Hvort skuld þinnar 6 manna fjölskylddu, vegna "ábyrðar" á banka-víkingunm erlendis, er 12 eða 42 milljónir ísl núkróna virðist vefjast fyrir hagspekingum um þessar mundir, en eitt er víst að mikil er hún!
Baráttukveðja!

Hlédís, 22.2.2009 kl. 11:42

33 Smámynd: TARA

Erla, þó margt sé gott í færslu þinni, þá get ég ekki fallist á að ég beri nokkra sök á hruni þjóðarinnar, ég er bara eitt lítið peð og kom ekki nálægt þessari valdabaráttu og peningagræðgi nokkurra manna og kvenna.

Þú mátt játa þig seka ef þig langar til þess en það geri ég aldrei, ég er ekki sökudólgurinn í þessu máli , ég er fórnarlamdið eins og þorri þjóðarinnar.

TARA, 22.2.2009 kl. 15:57

34 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Erla!

Hvers vegna ertu að taka á þig sök á hruninu.  Telur þú að íbúðakaupendur beri almennt sök á hruninu.  

Íbúðakaup eru ævisparnaður fólks og þessvegna þurfa þeir lán fyrir íbúðum, því annars kæmu kaupin ekki að gagni fyrr en maður væri dauður eða þaðan af verra.

Það þjónar ekki tilgangi annarra en glæpamannanna að vera taka á sig sök sem maður á ekki.

Hættu þessum leik og snúðu þér að því að skamma þá sem sökina eiga í stað þess að vera í einhverju píslarvætti um það að þú eigir sök fyrir þá viðleitni þína að vilja skaffa fjölskyldu þinni þak yfir höfuðið. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.2.2009 kl. 16:08

35 identicon

Erla, ef þú hefðir séð það fyrir að allar forsendur fyrir íbúðar- og bílalánum voru upplognar, hvernig hefðir þú þá hegðað þér? Hefðir þú haldið áfram að leigja og verið á strætó í stað bíls? Ef við hefðum öll gert það, hefði þá fjármálakerfið ekki hrunið? Nei, líklega ekki. Ekki ef við hefðum ÖLL gert það.

En málið er að sum okkar voru að hamast við að falsa verðgildi fyrirtækja, sum okkar voru að hjálpa þeim við það með því að setja vini sína í valdastöður og undirrita lög sem gerðu þá ósnertanlega, sum okkar voru bankastjórar sem lánuðu þeim hundruð milljarða, vitandi að þeir gætu ekki endurgreitt þá, sum okkar unnu við að hafa eftirlit með þeim en sváfu á verðinum, og já, svo voru sum okkar sem vissu þetta ekki og kusu frekar að búa við það öryggi sem þeir héldu að eigin íbúð veitti, en að leigja til eins árs í senn.

Finnst þér í alvöru að allir þessir hópar beri jafna ábyrgð?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:23

36 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Verðtryggingin er rán......og ég harðneita að ég beri ábyrgð á ástandinu þótt ég hafi þak yfir höfuðið og eigi flatskjá

Hólmdís Hjartardóttir, 22.2.2009 kl. 17:01

37 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Hlédís, sem betur fer tók ég ekki myntkörfulán fyrir bílnum og hann er góður og þjónar sínum tilgangi. Það sem ég meinti með "shit happens" var að þrátt fyrir mikla varúð og nægjusemi í fjárfestingum erum við samt "focked" eins og allir hinir. Ég er ekki að taka á mig persónulega ábyrgð á hruninu. Endurtek: "að fólk taki ábyrgð á SÍNUM hlut í SÍNUM málum.

Ég tek fúslega ábyrgð á mínum hlut í mínum málum, það er ýmislegt sem ég hefði getað sleppt að kaupa/leyfa mér og haft vit á að spara meira. Hefði ég haft vit á því væri ég kannski betur stödd í dag. Gildismatið var ekki í lagi hjá okkur mörgum Íslendingum síðustu ár. Við tókum, mörg hver, allsnægtar- og útrásarhugsunarhættinum fagnandi, þó að sjálfsögðu höfum við almenningur ekki "valdið hruninu"! Við eigum að sjálfsögðu þá kröfu á stjórnvöld að þau sjái til þess að fólk haldi heimilum sínum og geti fætt og klætt sig og börnin sín.

Ég veit, ég veit...það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.

Takk fyrir gott blogg Hlédís mín, það er alltaf áhugavert að lesa það ;c)

Erla Einarsdóttir, 22.2.2009 kl. 17:06

38 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er í alvöru hægt að taka ábyrgð á hluta hrunsins bara með því að hafa verið til??

Er virkilega hægt að skrifa það sem synd og kalla það að hafa "verið með í kapphlaupinu" af því að fólk keypti sér þak yfir höfuðið og bíl?

Heiða B. Heiðars, 22.2.2009 kl. 17:28

39 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Erla, ég er bara alls ekki sammála þér.. það sem þú gerðir var bara að lifa og þínar skuldir voru bara brot af því sem vitleysingarnir í bönkunum eyddu DAGLEGA. Þú og þín fjölskylda eyddu ekki um efni fram, þið lifðuð eftir þeim reglum og þeim hefðum sem ríkja í þessu landi.

Ég á engan þátt í þessu hruni.. ekki eitt sent .. á ekki flatskjá á ekki íbúð og á ekki bíl.. öll húsgögnin gefins eða úr góða hirðinum.. 

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 17:50

40 Smámynd: Dunni

Verðtryggingin er ekkert annað en rányrkja og ekkert hefur farið verr með íslenskan almenning en þeir sem komu henni á og settu síðan samfélagið á hausinn eftri að þeir höfðu komið ránsfengnum í "öruggar" geymslur.

Ef Erla vill endilega taka á sig einhverja sök vegna hrunsins má hún það mín vegna.  Ég kem hins vegar ekki auga á hvað hún gerði rangt.  En ef hún vill vera sjálfri sér samkvæm færir húnvæntanlega samfélaginu bæði bílinn og íbúðina.  Þá getur hún alla vega huggað sig við það að hún axlaði ábyrgð.

Dunni, 22.2.2009 kl. 18:07

41 Smámynd: Hlédís

Erla!    Vonandi dvín sjálfsásökun þín við lestur annarra kommenta hér!  Ég tel að þessu tali um "sök almennings" hafi vísvitandi verið komið af stað til að drepa á dreif, sem sé gera sem minnst úr ALVÖRU-SÖK valdhafa og (annarra) glæframanna.

þakka fjölda athugasemda um þetta mikilsverða mál!

Hlédís, 22.2.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband