Gangi þér allt í haginn, Eiríkur!

"Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, hyggst láta af störfum fyrsta júní næstkomandi. Þetta kemur fram í bréfi, sem Eiríkur hefur skrifað Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hann fagnar því að hún ætli að tryggja að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðlabankans við fyrirhugaðar breytingar. " segir í tengdri frétt.

Það hlýtur að vera léttir að komast burt úr skugga 'MIKIL-mennisins.'


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hversu sanngjart er að missa vinnuna sína vegna "mikilmennisins"

Hólmdís Hjartardóttir, 11.2.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Hlédís

Sæl nafna!     Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort lúffaði maðurinn fyrir DO og þá var hann vanhæfur í starfið - eða hann átti þátt í aðgerðum Seðlabankans og þá var hann vanhæfur!  Kanntu þriðja möguleika?

Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Sigurbjörg

Það er ekkert sanngjarnt við það, en hvernig getur fólk starfað við hlið "mikilmennisins" og hylmt yfir með honum þegar um hag heillar þjóðar er að ræða?

Sigurbjörg, 11.2.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Hlédís

Sammála Friðarsinni! hreinn smáþjóðarderringur að "gera út" 3 Seðlabankastjóra, 63 þingmenn og tylft eða meira af ráðherrum. Gleymum ekki Sendiráðahrúgunni o s frv!    Bruðlið er algert!

Hlédís, 11.2.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eiríkur er jafnsekur og Davíð.. sennilega meira sekur því Eiríkur á að kunna til verka þarna inni.. Davíð hefur fyrir lifandis löngu viðurkennt að vera mesti vitleysingurinn í Seðlabankanum.. það gerði hann í viðtali stuttu eftir að hann hafði sett sjálfan sig í embætti seðlabankastjóra...

Eiríkur er embættismaður og hefur brugðist hlutverki sínu sem bankastjóri seðlabankans og ætti því að vera REKINN án eftirlauna... 

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Hlédís

Æ, Óskar! Komdu ekki út á mér tárunum með því að ræða eftirlaunaklikkunina. Að vísu er þetta þyngra en tárum taki, - nema þá reiðitárum. Auðvitað hefur þú á réttu að standa um Eirík.

Hlédís, 11.2.2009 kl. 21:58

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með þér Hlédís..ekki myndi ég treysta mér til að "vinna" við hliðina á DO (eða ÓRG)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband