"Þetta er nú sett í annað samhengi og gefin önnur merking en var í okkar samtali, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spurður út í viðtal sem hann átti við blaðamann Financial Times Deutschland.Það sé ekki rétt að hann hafi alfarið hafnað því að þýskum sparifjáreigendum verði bætt tap. " segir í tengdri frétt.
Á nú að trúa túlkun blaðamanns "Financial Times Deutschland" á samtali fremur en orðum ÓRG ? Það sé ég þegar mjög víða í bloggi, enda er áróðri nú mjög beint að forsetanum allt frá stjórnarslitum - m a fullyrt af háttsettum í Flokknum Eina að ÓRG "standi að baki" myndunar núverandi ríkisstjórnar!
Ég fullyrði að orð DO í hinu fræga "Kastljós"-viðtali sl. haust voru mis/of-túlkuð og tekin úr samhengi - þó margt sé annars hægt að álasa DO fyrir. Sama gildir hér! Persónurnar DO og ÓRG eru spurðar um margt, af mörgum. Fáist ekki svör má saka um dónaskap, sé svarað er það vanvirða og misnotkun á embætti. VANDLIFAÐ! Í þokkabót er hvorugur maðurinn stjórnandi Íslands.
Finnið alvörumál að leysa. Nóg er af þeim! Snakk um Forsetaembættið og ásakanir á hendur forseta nú er hjá flestum leið til að þyrla upp ryki í því skyni að leyna alvöru-afglöpum og tefja björgunarstörf sem eru brýn. Fyrst og fremst áróður fyrir komandi kosningar. Ja- svei!
Viðtalið tekið úr samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alvörumál Hlédís, það er rétt, og þau eru ekki Ólafur Ragnar, þó að Sjálfstæðisflokkurinn reyni hvað hann getur til að rugla athygli fólks.
hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 13:36
Dóra litla! Ég veit ekki alveg hvað þú meinar, en sértu að hugsa þér að ég sé með áróður þá er það rétt hvað varðar að ég rek harðan and-áróður gegn aðferðum Flokksins Eina. Veit ekki hvort þú kannast mikið um þær. Ég hef aldrei verið flokksbundin og veit svei mér ekki hverja ég kýs í vor. Vona að verði persónukosning a m k að hluta - því ekki er hægt að búast við sterku Nýju lýðræðisframboði svona fljótt:
Gef þér hér aðeins sýnishorn af því hvað skýtur upp kollinum sé D-áróðursvélin gagnrýnd.
http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/786142/
Ef þú opnar lestu þá athugasemd nr 6
Hlédís, 10.2.2009 kl. 13:57
Ég veit ekki aðstæður þínar, Dl, en mér sýnist Davíð þessi sannarlega hafa haft ástæðu til að kvarta yfir stjórn-leysi landsins þarna 17. jan sl. - Verði þér að góðu, ef ert laus undan okinu sem lagt er á marga nú! Það er þessi ungi maður auðsjáanlega ekki. Fyrir samhygð með öðrum færðu lága einkunn
Hlédís, 10.2.2009 kl. 15:51
Þess ber að hafa í huga ... að 2 hagfræðingr hringdu í Eigil Helgason eftir Kastljósviðtalið og sögðu báðir að þetta viðtal væri upphaf á einhverri rosalegri skelfingu sem og varð raunin. Þannig að Davíð kallinn hefði nú kannski átt að þaga þegar allt kom til alls þó svo að mér fyndist hann virkilega sannfærandi og sammála honum varðandi það að láta fjármálaóreiðupakkið greiða þær skuldir sem það kom sér í sjálft.
Brynjar Jóhannsson, 10.2.2009 kl. 17:56
Sæll Brynjar! Vissulega var þetta ekki skynsamlegt viðtal - Stjórnandi "hélt ekki", eins og sagt er, mjög vel "utan um" aðalatriði. Mér þótti bara viðtalið of-túlkað og vil geta þess mitt í annarri, rökréttri , gagnrýni á (fyrrverandi) S-bankastjóra.
Hlédís, 10.2.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.