Seðlabankastjórinn hógværi var ALLTAF að vara við - Ekki getur það verið ósatt.

"Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson segja í skýrslu, sem þeir hafa skrifað um hrun íslenska hagkerfisins, að svo virðist sem íslensk yfirvöld hafi veðjað á að endurlífgun bankakerfisins myndi eiga sér stað, en tapað. "

Hljóðlátur og auðmjúkur Seðlabankastjórinn með skugga-stjórana tvo - var langalengi búinn að toga í pilsin á tveim forystumönnum ríkisstjórnarinnar og hvísla þessu að þeim. Þau muna ekki almennilega eftir því og hann þorði ekki að gera málið opinbert - reyndi meira að segja að bera sig borginmannlega út á við.      "Aumingja, blessuð manneskjan"!


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Getur ekki verið a Hlédís að blessaður seðlabankastjóri sé orðin veikur! Er þetta ekki komið yfir mörkin hroki frekja valdasíki og þar fram eftir götunum. Alla vega finnst mér vinir Davíðs ekki merkilegir að ráða honum ekki heilt að fara í fríið. Sveini Andra hefur tekist betur upp að verja harðsvíraðan glæpamann, heldur en Seðlabankastjóra í Kastljósinu í gær.

Rannveig H, 10.2.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Hlédís

Sæl Rannveig! Maðurinn hefur strítt við margvísleg veikindi. Hrædd er ég um að erfitt reynist að fá hann til að taka ráðum. Kemur þar til eðli veikindanna og grunneðli sjúklings.

Hlédís, 10.2.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Rannveig H

Það hefur alltaf verið erfitt að vera aðstandandi og við höfum verið verið það í mismiklu mæli. Mér finnst allavega vinir seðlabankastjóra þurfi einhverja ráð eða meðferð til að taka á þessu vandamáli. Fórnalömb þessara veikinda eru of mörg.

Rannveig H, 10.2.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband