Hér gefst færi á athugasemdum við skrif Einars K. Guðfinnssonar um hvernig ráðherrar eigi að að haga sér!

Sá hvimleiði vani stjórnmálamanna Flokksins Eina að "drita í riti" yfir menn og málefni hér á blogginu og leyfa ekki athugasemdir, veldur því að hér birtist nýr pistill eftir einn slíkan:

"

9.2.2009 | 10:05

Tilskipanaríkisstjórnin kynnir verklagið sitt

Einu sinni var stjórnmálaflokkur sem sagði að árangursríkast væri að stjórnmál byggðust á samræðum en ekki átökum. Þess vegna ætti að leita lausna á grundvelli pólitískra umræðna, en ekki tilskipana. Þessi flokkur hét Samfylking.

Svo var það annar flokkur sem lagði líka í umræðum, áherslu á mikilvægi þess að menn ættu þess kost að ræða málin, undirbúa þau vel og gefa sem flestum kost á aðkomu við undirbúning mála. Þessi flokkur hélt upp á tíu ára afmæli sitt nú um helgina og heitir Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Nú vitum við að það var ekki orð að marka þetta. Þessir flokkar eru í ríkisstjórn - í minnihlutaríkisstjórn - og hafa ekkert gert með fyrirheit sín, en stjórna þess í stað í tilskipana og "vér-einir-ráðum" stíl.

Tökum tvö dæmi.

Þegar lögum um Seðlabanka hefur verið breytt, að minnsta kosti í veigamiklum atriðum, þá hefur jafnan verið leitast við að skapa um það góða sátt. Þannig var það síðast til dæmis og þau lög sem þá voru sett, byggðust á starfi þverpólitískrar nefndar. Það var tvímælalaust til góðs.

Nú er hins vegar öldin önnur. Nú er illa unnið frumvarp lagt fram, án nokkurs samráðs, enda er tilgangur þess fyrst og fremst pólitískt sjónarspil. Og það sem verra er. Forsætisráðherrann hefur í hótunum um að þetta þingmál eigi að afgreiðast hratt, svo að samráðið verði sem minnst á vettvangi þingsins.

Hitt er þó jafnvel ennþá verra að nú á sýnilega að hafa sömu háttu varðandi mögulegar breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Slíkar breytingar hafa ævinlega haft góðan fyrirvara, þær hafa ævinlega verið undirbúnar af þverpólitískri nefnd, með tilstyrk sérfræðinga og  þær hafa ævinlega byggst á pólitískri niðurstöðu í bærilegri sátt.

En ekki núna.

Nú skal hafa sama háttinn á og er orðið aðalsmerki þessarar nýju tilskipana-ríkisstjórnar. Engin tilraun til þverpólitískrar sáttar, engin aðkoma stjórnmálaflokkanna. Undirbúningurinn á að fara fram í hópi þriggja sérfræðinga, algjörlega án aðkomu annarra en þeirra sem ríkisstjórninni stýra.

Þetta er ótrúleg óskammfeilni, en sem er þó að verða daglegt brauð  í minnihlutastjórninni.


mbl.is Ákvörðun Steingríms í vikulok?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Það er athugandi - Þeim er stillt fram upp í "Umræðuna" sí og æ! - og einn, að minnsta kosti skráist sem vinsæll bloggari - af því margir líta á hvað sé messað! - Umræða - það var þá!

Hlédís, 9.2.2009 kl. 17:22

2 identicon

Ég sé ekkert athugavert við það ef menn vilja ekki hafa svarfærslur við skrif sín.  Það er bara mál hvers og eins sem menn gera upp við sig.

Það getur kannski verið að menn hafi ekki nægjanlegan tíma til að svara og ákveði því að fara þessa leið.  Ekkert athugavert við þetta.  Ég geri þetta stundum sjálfur hreinlega bara útaf tímaleysi.

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:30

3 identicon

Ég ráðlegg fólki að hunsa algerlega einræðubloggin, sérstaklega hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Hverjum dettur í hug að þeir fjalli af óhlutdrægni um málin?

Þingið ætti að eyða tímanum í þarfari hluti en hvalræður, en það er önnur saga. Það kemur úr nokkuð harðri átt að tala um tilskipanastíl hjá manni sem batt næstu þrjár ríkisstjórnir á síðasta degi sem ráðherra og hafði ekki einu sinni samráð við samráðherra sína, hvað þá þingið.

Umræðan um hvalveiðarnar er óttalegt rugl, alltaf talað um 200 störf án þess að það sé skýrt. Hvernig geta 200 störf myndast um veiðar og vinnslu á 30-50 hvölum, tveimur hvölum á mánuði? Hvað kostar að gera út hvalveiðibáta til að veiða 30-50 hvali á ári, fyrir utan hvað það kostar í skaddaðri ímynd á alþjóðavettvangi?

Við erum bundin af alþjóðasamþykktum um þessi mál og getum lent í vandræðum í markaðssetningu fiskafurða og landsins sem ferðamannastaðar ef við virðum þær að vettugi. Ég hélt að ímynd okkar út á við væri ekki mjög beysin eins og er. Verið er að fórna miklum hagsmunum fyrir litla með því að leyfa hvalveiðar.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:39

4 Smámynd: Hlédís

Þú segir nokkuð, Theodór!   Þeir tala þarna við sjálfa sig í turnunum sínum og fer sennilega best á því!

Ég sé skynsemi í rökum á allar hliðar í hvalveiðimálum, en finnst í sjálfri hið besta mál að veiða og nýta hval, hvað mannúðarhlið varðar. Þykir og gott hvalkjöt.

Hlédís, 9.2.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hafið þið líka tekið eftir því hvernig þessir sjálfstæðisflokksgaurar þurfa alltaf að hnýta í „hina“. Mér finnst það innsigla best hrokann sem kemur fram í því að leyfa engum að svara fyrir sig. Þeir segja eiginlega. Ég má kasta skít í pakkið en það má enginn kasta skít í minn heilagleika! Heitir þetta ekki bara að loka sig af inni í sínum skítkastaraturni?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 06:35

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Theódór! Veistu nokkuð um álit annarra þjóða á Íslandi? Mafíulandið, "Sikiley Norðurssin". 'að er álit grannþjóða okkar.

Veistu nokkuð um áhrif hvalveiða sem fiskivernd fyrir nytjafisk? Ég myndi selja kvóta til Japans og Rússlands á þá 100.000 hvali af öllum tegundum í einum grænum og hvorki spyrja kón eða prust um leyfi til þess.

Ef þú værir hænsnabóndi, myndirðu vilja hafa friðaða tófu eða mink ínn í hænsnabúinu þínu?

Viltu að Paul Eatson stjórni fiskveiðum á Íslandi? Hann gerir það óbeint! Það myndi borga sig að skjóta hvern einasta hval innan 200 mílna lögsögunnar og bara láta þá sökkva, eða gefa kjötið til sveltandi þjóða.

Þetta komment þitt er algjör hörmung. Íslendingar kunna EKKERT í fiskivernd! Nákvæmlega ekkert!

Sel væri hægt að eyða með sprengjum. 'essar röksemdir um 200 störf og ferðamenn ásamt ímynd landsins, er bara löngu búið að hrekja og eru meira í ætt við trúarbrögð enn heilbrigða skynsemi.

Það þarf að eyða hval og sel af landgrunni Íslands með öllum tiltækum ráðum. Þéu ert bara að tala um hluti sem þú hefur ekki vit á. Og það fer þér ekki. Nó hard feelings, því þú ert með skynsöm rök í bæði færslum og kommentum, um allskonar mál.

Ferðammanstrumur myndi aukast verulega ef setta yrðu hvalveiðar í gang í stórum stíl og "No limit veiðar" seldar í kvótaformi. Það eru til kaupendur og skuldum Íslendinga væri hagt að eyða ÖLLUM eingöngu með þessari aðferð.

Þú ættir að styðja þjóðina frekar enn að vera meðmæltur svona áróðri sem þú hefur smitast af.

Taka lán erlendis frá til að geta gefið hvölum og selum að éta! Er fólk ekki með réttu ráði eða hvað? 

Óskar Arnórsson, 10.2.2009 kl. 14:28

7 identicon

Óskar, heldur þú að það muni mikið fyrir fiskistofna að drepa 250 af 100.000 hvölum í landhelginni? Samspil fisktegunda í hafinu er flókið. Ef hrefnan étur eina milljón tonn af ári af fiski verður ekki endilega 50 milljón tonnum meira af fiski í sjónum.

Ef við drepum nokkur hundruð, ætli það verði ekki bara meira æti fyrir þá sem eftir eru og þeir fjölgi sér hraðar!

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:20

8 identicon

Ef hrefnan étur eina milljón tonn af ári af fiski verður ekki endilega 50 milljón tonnum meira af fiski í sjónum ef við veiðum 50 hrefnur á ári. Átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:22

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lastu ekki kommentið Theódór! Ég sagði að það þyrfti að EYÐA ÖLLUM hvölum á landgrunninu, enn ekki bara 250 stykkjum!

Þess vegna þarf þessa "aðstoð" frá Rússum og Japönum sem myndu kaupa hvalakvóta og eru með svo mikil risaskip að íslenskir hvalveiðibátar gætu hangið í davíðum eins og björgunarbátar! Svo stórir eru þeir.

Landhelgisgæslan gæti séð um að handtaka hvalfriðunnarsinna og gera báta þeirra upptæka eða sökkva þeim bara.

Þetta eru verksmiðjuskip sem Rússar og Japanir eru með! Það þarf að hreinsa sjóinn algjörlega og gæti samt tekið einhver ár, enn ekki mörg. 

Enn seldur hvalveiðikvóti og hrefnukvóti eru greiddir fyrirfram af þessum þjóðum. Og það yrði líklegast hægt að borga sig út úr þessu Íslenska skuldarugli.

Aftur dæmisagan um friðaðan mink í hænsnabúi bóndans. Ef það koma 10 "friðaðaðir" minkar inn í hænsnabúið, myndi bóndinn skóta bara 2 "hinum minkunum til viðvörinnar"! Nei, hann myndi skjóta þá alla eins fljótt og hann gæti.

Sama á við um fiskibúskap. "Lífið í hafinu er flókið samspil" er bara rugl-klisja beint frá HAFRÓ, sem má leggja niður. Þeir eru óþarfi.

Þú veist væntanlega að Norðmenn eru að setja upp risavaxið þorskeldi og er talið að það muni skila meira enn tvöföldum afla Íslendinga.

Mér skilst líka að þeir ætli ekki að hafa hvali eða hrefnu í þessum fiseldisstöðvum sínum. Þetta verður tilbúið inn nokkurra ára. Svo fara þeir á sömu markaði og Íslendinga selja á.

Hvað er að fólki sem skilur ekki einföldustu lógik í fiskivernd? Að verna þessar risaeðlur og skrýmsli hafsins sem éta allan þennan fisk virðist fólk ekki skilja. Og einmitt þetta skilningsleysi á eftir að kosta meira og meira.

Bara alþjóðlegt uppboð á hvala og hrefnukvóta og og koma þessum fjármálum á koppinn aftur. Er þetta eitthvað óskýrt? Hefurðu annars eitthvað  verið eitthvað að fást við sjómennsku Theódór?

Eða erum við bara svona heimskir, látum útlendinga stjórna fiskveiðum og allt þar fram eftir götunum. Þetta átti að sjálfsögðu að bera búið að gera fyrir löngu. Enn núna er það efnhagslíf og afkoma sem er í veði.

Og við erum með alltof lítil og gömul hvalveiðiskip til að geta þetta einir.

Við svoleiðis aðstæður á ekki að hlusta á neina aðra. Gera bara það sem er bráðnauðsynlegt. Selja og selja hvalakvóta! STRAX!

Óskar Arnórsson, 11.2.2009 kl. 17:21

10 identicon

Sæll aftur Óskar. Ég las athugasemdina þína og veit að þú leggur til að stúta hvalastofninum, en þú ert ekki á hinu lága Alþingi, sem lætur duga veiðar á 250 hvölum.

Tillögur þínar eru róttækar, segi ekki meira.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband