Gleðilegt ár, umsjónarmenn blog.is! Hér er fyrirspurn til ykkar.

Ég - nýkomin i mbl-bloggið - kemst ekki hjá að sjá tvennt sem kemur undarlega fyrir.
1) - Í dálki nefndum; UMRÆÐAN standa tímunum saman pistlar frá fólki sem ekki gefur kost á athugasemdum við pistla sína, þ e a s umræðu!   Nafngreini hér tvo slíka aðila: Fyrst skal frægan telja,  Björn Bjarnason sem virðist hafa þar fastan sess fyrir einkadagbók sína - og hleypir aldrei öðrum að með athugasemd, hvað þá umræðu -   Nú í morgun var þar blogg frá manni er heitir, má ég segja, Gísli Freyr, sem hefur uppi heilmikla gagnrýni á utanríkisráðherra - einnig ÁN umræðumöguleika! Á svona lagað með réttu heima í "Umræðu-hluta" blog.is?  

 2) - Athugasemdir eru felldar burt - td  sl. gamlársdag er nafngreindir ríkisstarfsmenn sjáust í mbl-frétt, ráfa og ryðjast um í miðbæ Reykjavíkur með munnlegar og verklegar árásir á kyrrstætt fólk.- Var þá sagt að umsjón eyddi bloggi tengdu fréttinni vegna slæms orðfæris BLOGGARA!?  Vel að merkja má víða sjá klám og ruddamálfar standa óáreitt annarsstaðar í blogginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkuð góðar athugasemdir hjá þér.. verður gaman að sjá hvort mogginn svari þessu hjá þér.  En þú verður sennilega að senda þeim bréfið beint.

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Hlédís

Takk Óskar! Sendi þeim bréfið áðan!  Sé nú að Gísli Freyr hefur skrifað pistilinn sinn í gær, sunnudag! - sá hann í "UMMRÆÐUNNI"  í morgun - svo hvarf hann um stund - en er nú kominn aftur ! Jahjerna!

Hlédís, 5.1.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: H G

Einhver Friðriksson var rétt áðan í "Umræðunni" með pistil frá í gær um PARANOJU! Of varkár/nojaður til að leyfa umræðu

H G, 5.1.2009 kl. 12:53

4 identicon

Hehe,,,velkominn til leiks, þú átt eftir að sjá svo margt "óvænt" hérna á hinu ritstýrða MOGGA bloggi.

Joe (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Halla Rut

Sömuleiðis er athugavert að sjá dálkinn "vinsæl blogg". Það er ansi margir aðeins með lágmarks lesningu en eru kannski þekktir í samfélaginu. Þeir ættu þá heldur að nefna dálk sem héti "VIP færslur".

Svo eru það auðvitað aðeins útvaldir sem komast á forsíðuna. Engar reglur heldur handvalið.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 15:21

6 Smámynd: Hlédís

Halla Rut!  Mér sýnist þarna vera í gangi ákveðin uppskrift:     Eins margir HEIÐBLÁIR gæðingar og mögulegt er + nokkur kurteis VIP í öðrum litum - svo bætt við uppskriftina fáeinum mikið lesnum,  fremur þægilegum einstaklingum, svona eins og kardimommudropum í deigið - svo ekki sé hægt að segja.... .. eða þannig

Hlédís, 5.1.2009 kl. 15:56

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég held að þetta sé e-s konar tölvuval eftir aðsókn að viðkomandi bloggi. Gæti verið sama span-kerfi og launafyrirkomulag bankastjóra gömlu bankanna fór eftir.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.1.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband