mán. 22.12.2008
Smáfrétt með kaffinu ;)
Margir hafa verið einstaklega heppnir síðustu ár. Þetta bréf gengur nú á Netinu:
"Heppni?
Hans Petersen er fyrirtæki sem stofnað var í
upphafi síðustu aldar. Fyrirtækið gekk ágætlega
um áratuga skeið en uppúr 1980 fór að syrta í
álinn.
Fyrirtækið sérhæfði sig í ljósmyndavinnslu,
framköllun og sölu á filmum, ljósmyndavörum og
slíku. Byggt var stórhýsi í Höfðahverfinu sem
var nokkuð sérhæft, þar var eins konar
framköllunarverksmiðja sem framkallaði filmur og
myndir fyrir fjölmarga afgreiðslustaði
fyrirtækisins. Þar var stór lager og einnig
skrifstofur. Á árinu 1985, að mig minnir, var
opnuð í Reykjavík framköllunarþjónusta,
"Framköllun á stundinni", en þar voru vélar í
versluninni sem framkölluðu myndir á innan við
einni klukkustund. Þessi tækni breiddist hratt
út og voru settar upp all margar svona stöðvar.
Þessi nýja tækni kippti fótunum undan
ljósmyndaverksmiðju Hans Petersen og húsnæðið og
öll tæknin varð úrelt. Síðar kom svo stafræna
ljósmyndatæknin sem gerði endanlega út af við
fyrirtækið.
En á þessum tíma voru góð ráð dýr fyrir
eigendurna sem áttu þetta dýra húsnæði og
rekstur sem hafði verið blómlegur en stefndi
einungis niður á við. En þessi eigendur voru
heppnir. DeCode fyrirtækið hafði nýlega hafið
starfsemi á Íslandi og það bauðst til að kaupa
af fyrirtækinu húsnæðið á afar hagstæðu verði
fyrir seljendurna, mörg hundruð milljónir.
En þetta var ekki eina heppnin, svo ótrúlega
vildi til að fyrirtæki sem aðeins hafði stundað
innflutning á olíu og bensíni og dreifingu á
þessum vörum til þessa vildi allt í einu bæta
við sig þjónustu í framköllun. Það þótti mörgum
skrítið að fyrirtækið Skeljungur vildi allt í
einu borga mörg hundruð milljónir fyrir, að
margir töldu, dauðadæmdan rekstur.
Meðal þessara ótrúlega heppnu eigenda Hans
Petersen voru systur, afkomendur Petersen. Önnur
þeirra var og er vel gift manni í áhrifastöðu,
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Stuttu eftir
þessi kaup fékk DeCode og Kári Stefánsson,
spilavinur Davíðs, ábyrgð frá íslenska ríkinu
til að taka afar hátt erlent lán. Bankar, sem
enn voru í eigu ríkisins, keyptu svo hlutabréf í
fyrirtækinu sem leiddi til mikillar
hlutbréfabólu sem margir muna.
Forstjóri Skeljungs sem keypti rekstur Hans
Petersen er giftur konu sem óvænt fékk stöðu
dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Síðar þegar olíufélögin vor sökuð um samráð
sluppu allir vel frá því, enginn fékk dóm og
aðeins smá vinstrilegur borgarstjóri þurfti að
segja af sér.
Leggi nú hver fyrir sig saman tvo og tvo.
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta virkar! Meira af svona! Ekki einhver kjánaleg mótmæli! Þetta bítur!
Himmalingur, 22.12.2008 kl. 16:32
Þetta er nú ein langsóttasta samsæriskenning sem ég hef heyrt lengi..... en hún er skemmtileg þrátt fyrir það
Jón Jóns (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:33
Mér sýnist samhengið blasa við! Jón Jóns er annaðhvort soldið tregur, eða getur ekki trúað að DO spili svikamyllu-spilið!
H G, 22.12.2008 kl. 16:40
Læt þetta ganga ;)
H G, 22.12.2008 kl. 16:41
Já, merkilegt að þú skulir leggja saman tvo og tvo og fá út 14, ég held að þetta hafi verið án efa ein mesta tímasóun mánaðarins að lesa þessa blessuðu færslu þína, þetta eru 90 sekúndur sem ég fæ ekki aftur.
Magnús V. Skúlason, 23.12.2008 kl. 09:18
Góða skemmtun á landsdfundinum, Magnús minn! Gott fyrir gömlu refina, ef fáeinir eru eftir í stuttbuxna/-pilsna- liðinu
Hlédís, 23.12.2008 kl. 12:12
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 13:10
Gleðilega hátíð, Sigrún, Steini - og Magnús líka!
Hlédís, 25.12.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.