lau. 29.11.2008
Næsti fundur á Arnarhól 1. desember. Vel við hæfi!
"Einu sinni fyrir langa löngu".. komst Seðlabankinn fyrir í skúffu niðri í Landsbanka.. segir sagan. Síðan var hann heldur betur stækkaður og fluttur utan í Arnarhólinn. "Elstu menn" - og jafnvel aðeins yngri - muna að það kostaði íslenskan almenning hörð mótmæli að hindra þá ósvinnu að Seðlabankinn stæði sem hár pýramídi á hvolfi gnæfandi yfir Arnarhól! Þetta er satt, en sjaldan talað um. Stendur það í sögubókum?
Læt fylgja tilvitnun úr Heimsljósi HKL. Sjötíu ára - enn sem ný:
Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum. Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka Bánkanum.
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú stöndum við upp og viljum uppgjör
Góða helgi
Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.11.2008 kl. 17:32
Fyrirtækið hjá mér lokar KL 14:00 1 des svo allir starfsmenn þess komast á mótmælin
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.