lau. 29.11.2008
Löggjafarþingmenn! STÖÐVIÐ RAUNVAXTA-OKRIÐ STRAX!
Fyrst þið (ríkisstjórnin) eruð að leggja höfuð í bleyti um varnaraðgerðir, verðið þið að skilja, að nú þarf að lækka RAUNVEXTI, þ.e okurvexti á verðtyggðum lánunum, strax - og þó fyrr hefði verið.
Bankar hafa hækkað raunvexti gífurlega síðastliðin fá ár - meðal annars vegna hárra styrivaxta í "lítilli" verðbólgu. Nú lafa stýrivextir rétt í verðbólgunni, en raunvextir eru samt enn gjarna 10 - um 14%!! Slík vinnubrögð og slikt okur þekkist trúlega hvergi á byggðu bóli nema á Íslandi. Mafíur blóðmjólka þó e.t.v. fórnarlömb sín svona.
Alþingi getur og verður að setja ÞAK á raunvexti. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur varla haft neitt á móti því!
Eins og nú háttar stunda bankar 'löglega' sjálftekt á vöxtum verðtryggðra lána. Ef þið skiljið ekki þetta, er ekki von á góðum árangri aðgerða á öðrum sviðum.
Óska ykkur góðs í erfiðu starfi - og að hlutlausari og menntaðri aðilium verði smám saman hleypt meir að björgunaraðgerðum.
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verðtyggt vaxtaokur! - Hvernig eiga venjulegir Íslendingar að standa undir mafíu-okri á sama tíma og þeim er gert að borga skuldir Svikamillu-víkinganna?
H G, 29.11.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.