Færsluflokkur: Dægurmál
"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti nú fyrir stundu að hún hygðist hætta í stjórnmálum." segir í tengdri frétt.
Þetta er stórfrétt! Vonandi þýðir þetta eingöngu að Ingibjörg Sólrún sá hve kolrangt það fyrsta mat hennar var að hún ætti nú að hanga í formannssæti SF eftir minnst 2 mánaða of langt droll í vanhæfri Jólafrís-ríkisstjórninni. Með þrjósku sinni kom ISG voninni um nýja stjórn JAFNAÐAR-manna í verulegt uppnám um tíma. Nú hefur hún bætt þar um - SF til mikillar styrkingar í komandi kosningum.
Vonandi batnar Ingibjörgu Sólrúnu hratt og vel - og vonandi kemur hún aftur sterk til starfa, því hún er mjög hæf kona.
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
![]() |
Ingibjörg Sólrún hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fim. 5.3.2009
Heldur Sturla, gagnslítil strengbrúða "JÓLAFRÍS-STJÓRNARINNAR" að Íslendingar hafi gert uppreisn að gamni sínu?
"Tilefnið var blaðagrein Sturlu þar sem hann segir ríkisstjórnina hafa komist til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi" segir í langri tengdri frétt. Íslendingar sýndu fyrrverandi stjórn undarlegt langlundar-geð í alvarlegri kreppu. Hvað margra vikna JÓLAFRÍ tók þingið sér frá að reyna að tjónka við stórhættulegt ástandi? - Við vitum að þeir sem þar fóru í frí eru flestir, ef ekki allir, vel efnaðir, m a vellauðugar persónur úr Flokkseigendafélaginu sem sett hefur fjármálareglur í landinu í áratugi. Á meðan beið almenningur, sérlega yngsta, elsta fólkið og öryrkjarnir - missti atvinnu, jafnvel húsnæði, en verðtryggðar skuldinar uxu.
Þegar Aðallinn kom úr Jólafríinu sínu þriðjudaginn 20. janúar 2009 hafði fjöldi fólks ákveðið að nú, 4 mánuðum eftir HRUN, væri ekki hægt að halda áfram hljóðlátum bænum til ráðamann! Með Búsáhöld og raddir sínar að vopni safnaðist það þúsundum saman við Alþingishúsið og mótmælti aðgerðaleysinu og spillingunni hástöfum.
Almennt lögreglulið stóð að sjálfsögðu vörð við húsið í þessum hávaðasömu, en friðsamlegu aðgerðum - en hálftíma eftir að mótmælastaðan hófst - kl 13:30 -var óeirðalögregla send á staðinn!
Eftir að þessi vígvæddi hópur sem hafði meðal annarra á að skipa þekktum föntum, hafði með pústrum og hrindingum egnt mótmælendur til reiði, voru sömu menn komnir með "tilefni" til piparúðunar í augu almennings og ljósmyndara, handahófskenndrar, klaufalegrar handtöku margra persóna, jafnvel barna og síðan til kylfubarsmíða! Til er vitnisburður bæðu munnlegur og myndaður um afhæfi óeirða-lögreglumanna.
Einhver yfirvöld héldu ef til vill að lýðurinn yrði þannig kúgaður í eitt skipti fyrir öll - svo var ekki. það var ekki fyrr en næsta kvöld, táragas-kvöldið alræmda, er kröfuaðgerðarsinnar höfðu varið lögreglu með eigin óbrynjuðum líkömum gegn reiðum, utanaðkomandi múg (m. a. fólki undir áhrifum áfengis og fleiri fíkniefna) að meginhluti lögreglumanna og mótmælenda áttaði sig á að lögreglu hafði verið beitt sem peðum til varnar kóngum. Í raun eiga almennir lögreglumenn og annar almenningur sameiginlegan málstað gegn þeim sem rúið hafa þjóðina! Eftir það var ekki lengur hægt að etja þeim saman og ekkert eftir fyrir Sjálfstæðisflokk en viðurkenna vanhæfni ríkisstjórnarinnar og víkja - en meirihluti Samfylkingar hafði lýst því sama yfir nokkru fyrr. Ekki er beint líklegt að fráfarandi valdhafar hrópi húrra fyrir uppreisninni!
Nú halda menn, jafnvel þeir sem njóta góðs af því að vanhæfum valdhöfum var velt úr sessi, að þeir geti gert lítið úr uppreisn þessari, svonefndri Búsáhalda-byltingu. Bíðið þið bara eftir dómi sögunnar um "Jólafrís-stjórnina" í hruninu mikla 2008-2009 og hlut umræddrar byltingar í að koma henni loksins frá!
Ekki má sleppa föstum lokaorðum:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
![]() |
Deildu hart í þingsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 7.3.2009 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
sun. 1.3.2009
Á Austurvelli voru vitni að lögregluofbeldi - Þurfum óháð innra eftirlit löggæslu - Áfram Ísland!
"Saksóknarar í Seattle í Bandaríkjunum hafa birt myndskeið, sem sýnir lögreglumann slá 15 ára gamla stúlku og beita hana ýmiskonar ofbeldi inni í fangaklefa." Segir í tengdri frétt.
Eitthvað kannast Íslendingar sem mest hafa verið ásakaðir um skrílslæti upp á síðkastið - og því miður margir fleiri - við svona hluti. Munurinn er sá, að hérlendis er bara svarið fyrir lögregluofbeldið og rudda-rækt haldið áfram innan liðsins. Til hamingju Bandaríkjamenn! Seint hefði ég trúað að þið yrðuð okkur til fyrirmyndar í aðhaldi við eigin lögreglulið.
http://www.youtube.com/watch?v=yDg_IFHEau0
Lokaorð um verðtryggingar-ósómann eiga ekki við hér.
![]() |
Lögreglumenn réðust á 15 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.3.2009 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (216)
fös. 27.2.2009
Þriðjungur þjóðarinnar kaus ÓRG forseta - þriðjungur er ánægður enn - Hvað er annars í fréttum?
"Innan við þriðjungur landsmanna, 31%, er ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup" segir í tengdri frétt. Hvaða nöldur er þetta í fólki ? Fjöldi Íslendinga vildi Endilega fá umdeildan stjórnmálamann í forsetastól - og fékk hann!
Segi bara: Ekki datt mér í hug að kjósa manninn, en hef vanist honum - takk svona bærilega ;) - og Dorrit bætir hann verulega upp!
Ekki má sleppa föstum lokaorðum:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
![]() |
Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.2.2009 kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
"það var nauðsynlegt að hækka tekjutrygginguna (úr 145 þús í 157 þús. kr) til þess að tryggja að það væri ótvríræður hvati fyrir fólk til að vera í vinnu, frekar en að leita í atvinnuleysið, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Bætir hann þar grófri móðgun við atvinnulausa og lágtaxtafólk ofan á hótanir þvinganir. LEITA Í ATVINNULEYSIÐ! -
SVEI ATTAN, VILHJÁLMUR!
Tekjutrygging eru nú 7,500 kr hærri atvinnuleysisbótum á mánuði, sem svarar 38 mínútna launum þeirra ASÍ- og SA- forkólfa sem "þiggja" 2 milljón kr mánaðarlaun - að vísu allt að hálfs annars klt. kaupi hjá launallægstu formönnunum.
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
![]() |
Samið um frestun kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.2.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
þri. 24.2.2009
DO, áratuga Íslandsmeistari í pólitíkskum skylmingum - verst fimlega! Auðvitað á Sigmar ekki roð í slíka fádæma útúrsnúninga!
"Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins, að ......" o s frv, segir í tengdri smáfrétt - eftir að gerð var tilraun til að tala við manninn í Kastljósi í kvöld!
Flækjutækni og útúrsnúninga-brellur mannsins eru með ólíkindum.
Sá fer nú létt með að gera svart hvítt - með handaupplyftingum.
Hann ætti að fara í sirkus með atriðið!
![]() |
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.2.2009 kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
þri. 24.2.2009
Á Höskuldur þessi vanda til misskilnings?
"Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann segir ekkert annað skýra fjarveru sína á fundi viðskiptanefndar en eigin misskilning. " segir í tengdri frétt.
Jæja, þá ertu kominn á blað sem Framsóknarmaður, Höskuldur! Sé ríka klíkan að hræra í þér, áttu ekki mikillar viðreisnar von. Því máttu trúa.
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
![]() |
Misskilningur skýrir fjarveruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
"Reikna má með því að tæplega fjórðungur af ráðstöfunartekjum heimilanna hafi á síðasta ári farið í afborganir og vextir af lánum" segir í tengdri frétt
Hér er verið í meðaltalsleik! Eru ekki ráðstöfunartekjur ofurlaunafólks, ræningja og alls þess ríflega miðaldra fólks og þaðan af eldra, sem slapp undan Verðtryggingar-lögunum inni í dæminu? Svona má reikna hvað sem er - meira að segja "barn í konu" eins og kallinn sagði.
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
![]() |
Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og tollheimtumaður, sá sami sem bað Flokkinn sinn þess lengstra orða í Mogga-bloggi fyrr í vetur að fara nú að gera eitthvað, skundar í prófkjör í Suðurkjördæmi. Hann mun vilja leggja gjörva hönd á plóg. Samantekt á hugsjón mannsins fyrir Flokkinn Eina sýnist vera:
"ALLAR STÉTTIR SAMEINIST - GEGN FÉLAGSHYGGJU!"
Undirrituð segir á góðri íslensku: " I rest my case!"
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
![]() |
Guðbjörn fer í prófkjörsslaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
"Valgerður Bjarnadóttir biður um stuðning í eitt af fjórum efstu sætunum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. " segir í tengdri frétt
SF! Tryggið ykkur Valgerði Bjarnadóttir á þing! Þar fer frambjóðandi sem er treyst - og fengi mikið fylgi í persónukosningu!
![]() |
Valgerður vill eitt af fjórum efstu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |