Nýtt kvennaframboð til að tryggja að flokka-hagsmuna-kerfið standi áfram?

"Neyðarstjórn kvenna hefur í kvöld boðað til stofnfund nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna sem áformar að bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Í samtölum blaðamanns mbl.is við nokkra femínista í dag mátti ljóst vera að ekki er einhugur um það hvort nú sé réttur tími fyrir kvennaframboð. " Segir í tengdri frétt! 

Gott er að heyra að ekki er einhugur um ofangreinda hugmynd!  Konur þessar gera sér væntanlega grein fyrir, að komi fram 2 eða fleiri ný "grasrótar"-framboð nú, er öruggt að þau geri ekkert gagn í þá veru að hrófla við gamla Flokka-hagsmuna-kerfinu! Tel ekki einu sinn þurfa að rökstyðja svo augljós sannindi.

Undirrituð þykist geta deilt á þessa vitleysuhugmynd án þess að verða sökuð um and-femínisma! Á að baki 43 ára sögu sem yfirlýstur femínisti - það hét raunar kvenréttindakona hér áður OG var, m a,  í fyrsta hópi ungra, íslenskra femínista, er kallaðist 'Úurnar' - fyrir tíma Rauðsokka á Íslandi. Hætti hér upptalningu á eigin femínisma ;) - en lýsi yfir þeirri von að sem flestar konur sameinist  körlum í nýrri lýðræðisbaráttu. Þar er á ferðinni miklvæg jafnréttisbarátta! 


mbl.is Fréttaskýring: Er tíminn réttur fyrir nýtt kvennaframboð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ufff.. þegar ég sá þetta í imbanum í gær eða fyrradaga fékk ég svona afturhvarf til fortíðar !  ég meina kynjaskiptur flokkur ?? 

en ég tel að' þú hafir rétt fyrir þér Hlédís þetta er framboð til þess að tryggja fjórflokkunum áframhaldandi völd !! 

Óskar Þorkelsson, 29.1.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Fullkomlega sammála þér Hlédís - mikilvægasta jafnréttismálið er baráttan um réttlátara samfélag. Það fæst eingöngu með því að brjóta upp flokkshagsmuni að innan og setja fram ný og réttlát kosningarlög. Öll grasrótarframboð eru vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins og hann - einn flokka mun aldrei taka þátt í að breyta lögunum enda byggir spillingarveldi hans á þessum óréttlæti og flokksræði.

Þór Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Æ er nú kynjakvótaruglið byrjað aftur....nei ég styð ekki kvennaframboð, er á móti því að velja, ráða, styðja, hjálpa og kjósa FÓLK eftir kyni.....mér er alveg sama af hvoru kyninu fólk er, bara að það sé hæft.

Mér er líka sama um hárlit, skóstærð, hæð, þyngd, kynhneigð...og allt hitt, fólk er fólk.

Við erum ÞJÓÐIN, verum EIN þjóð.

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta með þér Hlédís. Þetta framboð er tímaskekkja. Nú er tími samstöðu og tími þess að tefla fram okkar hæfustu körlum og konum. Ég er mikil jafnréttiskona og óska eftir réttlæti til handa öllum.

Samstaða og réttmætt mat á hæfni þarf að vera leiðarljós okkar núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.1.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Hlédís

Tímaskekkja er orðið, Jakobína!  Kvennalistinn gerði mikið gagn í jafnréttisbaráttunni á sínum tíma.

Hlédís, 29.1.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Hermann Óskarsson

Er þér hjartanlega sammála Hlédís, þú hefur lög að mæla. Við þurfum að halda saman til að spila ekki stjórn landsins í hendurnar á Sjöllunum, nóg er komið af þeirri endemis vitleysu.

Hermann Óskarsson, 30.1.2009 kl. 00:07

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er alltaf réttur tími fyrir konur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.1.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín von er sú að skipað verði tafarlaust í stjórnlagaþing. Það taki til starfa og vinni hratt sem ætti að verða auðveldara vegna þess að nú þegar liggur að baki mikil vinna og ýms drög að samþykktum frá stjórnarskrárnefndinni sem ekki komst að niðurstöðu vegna pólitísks flokkaágreinings. Ég vænti þess að þetta geti komið undir þjóðaratkvæði áður en langur tími líður. Þegar eftir að breytingarnar verða samþykktar- sem ég leyfi mér að vona- tel ég að undirbúa eigi nýjar kosningar til Alþingis. Það væri mikið slys ef við þyrftum að bíða enn eitt kjörtímabil eftir nýju lýðræði.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 00:18

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þessum pistli Hlédís. Það var margt gott við Kvennalistann og jafnréttisbaráttuna. Samt voru ýmsar hliðar á því máli sumar glansandi og aðrar vel mattar. Það var alls ekki út í bláinn þegar Guðmundur J. Guðmundsson (Stóri-Jaki) kallaði jafnréttissíðu Þjóðviljans kynlífssíðuna. Ég hafði alltaf talið mig jafnréttissinnaðan og las jafnan þessa síðu. Sá mig samt knúinn til að kvarta undan einni frétt sem  bar það með sér að vera uppdiktuð.  Þetta tiltekna mál snemma á árinu 1980 varð til þess að síðunni var lokað fyrir fullt og allt.  Þetta mál var óverjandi en þeir voru þó til sem sögðu að ég hefði skaðað jafnréttisbaráttuna.

Sigurður Þórðarson, 30.1.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband