FL-okkurinn er ekki einn um krossfestingar

PASSÍUSÁLMUR NR. 51

Á Valhúsahæðinni

er verið að krossfesta mann.
Og fólkið tekur sér far

með strætisvagninum

til þess að horfa á hann.

Það er sólskin og hiti

og sjórinn er sléttur og blár.

Þetta er laglegur maður

með mikið enni

og mógult hár,

Og stúlka með sægræn

augu segir við mig:

Skyldi manninum ekki leiðast

að láta krossfesta sig?

(Steinn Steinarr)


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Hlédís

Og í dag hengdu þau svo lítinn bakaradreng fyrir smið. Hversu seinheppið getur þetta fólk orðið í yfirklórinu? 

Hlédís, 10.4.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kókaín hefur þá eiginleika að gera fólk siðlaust...Það falla fleyri í stríðinu um þau mál enn bæði í Afganistan og Írak samanlagt..

hehe...Ég gæti alveg látið Valtýr Ríkissaksóknara játa á sig að hafa myrt Hallgrím Pétursson. Myndi bara hafa gaman af því...

Bakara fyrir smið? þÚ ættir bara að vita að sem ég veit!

Óskar Arnórsson, 10.4.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Hlédís

 Óskar!

Valtýr og hans lið eru á fullu að upplýsa 22 eða 24 ára gamalt morðmál!  Hvað skyldi löggæslan hafa verið að hilma yfir þar og þá?

es sendu mér e-mail um það sem þarf að Vita ;)

Hlédís, 10.4.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geri það. Enn ég er með takmarkaðar upplýsingar í ferðatölvunni... 

PS. Sendu mér á maili hvað þig langar að vita nákvæmlega....

Óskar Arnórsson, 11.4.2009 kl. 03:23

6 Smámynd: Hlédís

Hallgrímur Pétursson - úr passíusálmum:

Sjá hér, hvað illan enda

ótryggð og svikin fá;

Júdasar líkar lenda

leiksbróður sínum hjá;

andskotinn íllsku flár

enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna,

sem fara með fals og dár.

--

Ábending til Óskars um snilli Hallgríms ;)

Hlédís, 11.4.2009 kl. 08:58

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki fjandinn sjálfur líka snillingur? Ég gubba bara þegar ég heyri minnst á þennan Hallgrím vitleysing.

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 08:09

8 Smámynd: Hlédís

Fylgja þessu verkir, kæri Óskar?

Hlédís, 13.4.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

nei, slæmar minningar eftir pyntingar Passísálmanna..

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 09:42

10 Smámynd: Hlédís

"Víða til þess vott ég fann,

þó venjist tíðar hinu,

að Guð á margan gimstein þann

sem glóir í mannsorpinu."

Þessi er eftir annan snilling - Bólu-Hjálmar (1796-1874) -sem var líka soldið ódæll, og því líkur þér. í æsku ;)

Hlédís, 13.4.2009 kl. 09:57

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe þú ert sjarmur eins og alttaf. Ætli mitt má yrði ekki kallað"trauma" enn ég nenni ekki að eyða svona minningum. Búin að gera mitt besta í þeim málum....

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 10:34

12 Smámynd: Hlédís

 Bólu-Hjálmar var merkilegur maður og gott skáld.  Hann var fæddur á vergangi og tekinn sama dag og hann fæddist og fluttur af stað í heimasveit móður sinnar. Á leiðinni tók góð kona drenginn af kerlingunni sem send var með hann. Sú kona, Sigríður, fóstraði Hjálmar vel fyrstu æviár hans, en hún dó meðan hann var enn talsvert undir 10 ára aldri (man ekki hve gamall hann var) - og var hann á flækingi milli bæja sem niðursetningur þar til fór að sjá fyrir sér sjálfur.

Bólu-Hjálmar stríddi stórbokkum og ýmsum öðrum með háðvísum og jafnvel níði. Kynntist hann mjög breytilegu viðmóti um ævina -  þér  hefði trúlega líkað við kallinn ;)

Þessi vísan er minning um látinn mann!!

Þarna liggur letragrér,

lýðir engir sýta.

Komi nú allir hrafnar hér

hans á leiði að skíta.

Þú verður að viðurkenna að þessi er í þínum stíl!

Hlédís, 13.4.2009 kl. 10:57

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er nú ekki svo vitlaus vísa! ;)

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband