Byggja, byggja! - Fleiri byggingar sem höfum ekki efni á að nýta - Íðilsnjallt!

Nú er tilvalið að ráðast í  mannaflsfrekar framkvæmdir, svo sem byggingu nýs Háskólasjúkrahúss, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns - segir í tengdri frétt.

Hvernig væri að huga að:

1) skipulagningu heilbrigðiskerfisins,

2) fjáröflun til greiðslu aðhlynningar og lækninga,

3) fullnýtingu núverandi sjúkrahúsrýmis og endunýjun nauðsynlegs búnaðar  --- ???

                                                         ......

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Háskólasjúkrahús á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!!!  Nú þegar er engan veginn verið að fullnýta tækjabúnaðinn á Landspítalanum (sem er hátæknibúnaður!).  Þetta snýst oft um að ekki eru til legurými eftir aðgerðir, en það er hægt að leysa t.d. með sjúkrahótelum.  Sú aðferð, að færa sjúklinga sem ekki þurfa stöðuga ummönun og eru því lagðir inn á þess konar hótel, tíðkast víða í nágrannalöndum okkar og sparar miklar fjárhæðir.  Þessi hótel eru þá staðsett í göngufæri við sjúkrahús.

siggalar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við erum alltaf að hugsa í húsum. Mér er málið skilt og við búum við óskapleg þrengsli. En nýtt hús er ekki málið heldur innihaldið.

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, siggalar og Finnur! Þakka innlegg - sérlega voru orð siggu ljós:) Fróðlegt væri að vita á hvern hátt þér er málið skylt, Finnur - fyrir nú utan að það er okkur öllum bráðmikilvægt að hugað sé fyrst að aðalatriðum - innihaldi!

Gistideild sjúkrahúss, eða sjúkrahótel, innan sjúkrahúsmarka, m a með aðgangi að matsal, hefur verið fastur hluti af rekstri sjúkrahúsa á Norðurlöndum á annan áratug, að minnsta kosti. Nú er lag á Íslandi! Nóg er að starfsfólki til að þjóna á gistideildun sjúkra og sængurkvenna - nóg er ónotað og þegar BYGGT, húsrými.

Hlédís, 18.3.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: TARA

Bara bruðla nógu mikið...

TARA, 18.3.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Hlédís

Fínt skal það vera, óháð fjáráðum og allt í stíl. Tónlistarhöll úr sömu "línunni" á smíðaborðinu. Ekki má nú vera eftirbátur annarra.

Hlédís, 19.3.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband