Blaðamannaspeki um PÍTSU - sem er ódýrt flatbrauð ekki lúxusvarningur!

Tengd frétt er um pítsur í Norður Kóreu og segir m.a.:"Ekki er talið að margir Norður-Kóreumenn hafi efni á að fá sér pítsur enda flestir bláfátækir"

Vita blaðamenn þeir sem tóku þessa frétt til uppfyllingar úr erlendum miðli ekki að flatbrauð er og hefur verið fátækrafæða um alla veröldina í aldaraðir? Ástæðan sú að baksturinn þarfnast lítils eldiviðar - Ítalska flatbrauðið pítsa er þar engin undantekning. Fantasíur um að þjóð sé of fátæk til að þar sé bökuð og borðuð flatabaka er í besta falli byggð á vanþekkingu og fréttaskorti - annars feilskot á illþýðið  í N-Kóreu.

Nefni þetta vegna þess hve ómerkilegar, illa grundaðar og illa skrifaðar blaðafréttir eru tíðar.


mbl.is Kim vill fá sínar pítsur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir hversu fátækt fólk er í N Kóreu...

Fólk sem þarf að stóla á erlenda mataraðstoð, hefur væntanlega ekki efni á því að hringja og panta eina pizzu....

Nefni þetta vegna þess hve ómerkileg, illa grunduð og illa skrifuð blogg eru tíð.

Kristín (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Hlédís

"hringja og panta eina pitsu" ! Er þetta ekki soldið 2007 OG  íslensk-ammrískt ? Aragrúi fólks er um og undir hungurmörkum í téðu landi - en ekki allir. Þú veist e t v ekki, Kristín, að ódýrara er að baka flatbrauð en flest annað, eigirðu fáeinar lúkur af mjöli og smá eldivið. Það var grunnurinn og ástæðan fyrir að ítalskir fátæklingar "fundu upp" pítsuna.  N-Kóreanska þóðin væri horfin með öllu hefði ekki allverulegur fjöldi fólks þar aðgang að einhverju hráefni til matargerðar.

Hlédís, 17.3.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Fjarki

Pítsur(Pizza) er ódýr matur í sjálfur sér! Ef þú gerir hana sjálf/ur!

Blaðamaðurinn er væntanlega að tala um veitingastaða pizzur!

Pizza í dag er sjaldnast bara mjölið eitt og sér, dýrustu liðirnir eru osturinn og kjöt sem var sjaldnast á fátækra pizzum á Ítalíu þar urðu til Pizzu tegundir eftir svæðum og þá oft lítið annað en brauðið og það sem fáanlegt var í hvert sinn á því svæði.

Það er ekki sú almenna (skyndibita) Pizzugerð sem við þekkjum í dag. 

Verðlag á Pizzum er þó orðið allveg fáranlega hátt, sérstaklega á Íslandi ef keypt er frá Pizzastöðum, hvað þá heimsent! Geri ráð fyrir að blaðamaðurinn sé að miða við þann markað. 

Fjarki , 17.3.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Hlédís

Góð úttekt, Fjarki! Blaðamaður gerir of miklu skóna, eins og sagt er. Það var ástæða minnar ganrýni.

Að mínu viti eru pítsur sjaldan lúxusmatur - þó þær séu seldar sem fáránlega dýr skyndibiti víða um heim - þó sennilega hvergi dýrar en á Íslandi. Hvað ofanálegg á brauð varðar, fer það alltaf eftir efnum og smekk. Yfirhlaðið getur allt orðið dýrt - tökum til dæmis flatböku með rússsneskum kavíar á 120.000 kr/kg

Hlédís, 17.3.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Hlédís

gagnrýni á blaðamenn átti að standa

Hlédís, 17.3.2009 kl. 14:43

6 identicon

Íbúar Norður-Kóreu hafa ekki efni á að kaupa sér Pítsu á veitingastöðum. Það kemur fram í fréttaskotinu og er í takt við þann raunverulekia sem kunningi minn upplifði er hann heimsótti landið.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:22

7 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur góð innlegg, Atli og Elvar. Ég hefði aldrei kvartað undan frétt um N-Kóreu, hefði hún verið um mikilvæg mál, eins og þið báðir nefnið. Útgangspunkturinn frá pítsunum þótti mér of tómlegur. Ég skal gagnrýna blaðamenn enn minna sem geri sjadan, ef þið trúið því að mér þykjr ástand í N-Kóreu  hæðilegt.  Útrýmingarbúðir verða einmitt til í svona jarðvegi og vanmáttur umheimsins er mikill.

Hlédís, 17.3.2009 kl. 22:21

8 identicon

Oft er ýmislegt að  athuga  við fréttaskrif Morgunblaðsins. Það er  er hinsvegar ekkert  athugavert við þessa frétt, - segir   sá sem  heimsótt  hefur landið  tvisvar og  viðað að sér fróðleik um landið og þjóðina. Það er til dæmis mikil líofsreynsla að panta það sem kallað er  steik á matseðli helsta ferðamannahótels í Pyongyang.

Upphaflega  athugasemdin er fljótaskrift og virðist ekki byggð á traustri þekkingu .

Eiður (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:07

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Rétt hjá Fjarka: „Verðlag á Pizzum er þó orðið allveg fáranlega hátt, sérstaklega á Íslandi ef keypt er frá Pizzastöðum“

Held það séu mistök þess er ritar fréttina að ætla að pitsuverðlag um heim allan sé eins fáránlegt og hér. Á N-ítalíu fékk ég, í haust, pitsu og bjór á 4 - 7 evrur, eftir áleggi. Mín, með papriku og sterku salami var á € 5, með hálfslítersöllaranum. á S-ítalíu er verðið enn lægra.

Brjánn Guðjónsson, 18.3.2009 kl. 11:39

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

N.B. þetta var veitingahús þar sem þjónað var til borðs

Brjánn Guðjónsson, 18.3.2009 kl. 11:40

11 identicon

Vil taka það fram vegna gagnrýni, að verð á pizzum á Íslandi er ekki hátt miðað við gengi krónunnar og er sambærilegt við verð í USA t.d.

Einnig er pizza líklegast ódýrasti skyndibitinn þar sem stór 16" fæðir 2-3 fullorðna fyrir 1000-2000 heildina. Hérna á ég við um þegar sótt er á staðinn, enda orðið óheyrilega dýrt að halda úti rekstri á bílaflota með tilheyrandi kostnaðarliðum. Berðu verðið saman við hamborgarastaði eða kjúklingastaði.

Verðið sem þið gagnrýnið er ekki vegna álagningar frá pizzustöðunum, enda margir ef ekki flestir að berjast í bökkunum og nokkrir á leiðinni á hausinn. Verð á pizzum, ólíkt flestum öðrum matartegundum hefur ekki hækkað frá því í sumar, amk á þeim stöðum sem ég fylgist með og þvert á móti er allt vaðandi í tilboðum, alla daga, alla mánuði.
Innkaupaverðið á hráefni í pizzur er orðið óheyrilega dýrt og hefur hveiti og ostur hækkað um mörg tugi prósenta sem hefur ekki skilað sér út í verðlagið.

Pizzan (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:57

12 Smámynd: Hlédís

Takk Pizzan! Ég hef tekið eftir að verð á auglýstum pítsum hefur hækkað minna en flest annað jafnvel staðið í stað- og víst er að ofanáleggið hefur hækkað gífurlega sl. eitt ár.  það er leitt að heyra eintómar kvartanir - líka þegar reynt er að gera vel :)

Hlédís, 19.3.2009 kl. 12:59

13 Smámynd: Skaz

Það hvort um dýrt eða ódýrar bakstursleiðir séu notaðar skiptir náttúrulega töluverðu máli. Hvort sé verið að brenna eldsneyti eða að nota rafmagn.

En já ég held að það sé rétt það sem standi þarna að minnihluti N-Kóreubúa muni nokkurn tímann gæða sér á pizzum enda ástandið þar það slæmt að mannát á að vera ekkert ólagengt á erfiðustu stöðunum. Efast um að á þannig stöðum sé hægt að nálgast hráefni hvað þá eldsneyti til að baka pizzur.

Skaz, 19.3.2009 kl. 16:29

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Blaðamaðurinn er með þreyttan N-Kóreufréttaflutning. Alveg afleitur fréttaflutningur, mat fréttamannsins út um allt. Þótt fátæktin og skortur sé mikill í N-Kóreu er þetta slúður af lökustu sort. Eins og fólk sé vélmenni í þessu fjölmenna landi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.3.2009 kl. 17:16

15 identicon

Mér þykir oft ástæða til að gagnrýna fréttamenn mbl.is, en ekki get ég sagt það um þessa frétt. Hún er í fyrsta lagi birt sem almennur fróðleikur undir liðnum fólk/veröld, ekki sem einhver hardcore fréttamennska. Í öðru lagi sé ég ekki nema að þarna sé ekkert sagt nema sannleikurinn.. Þar sem verið er að tala um opnun á veitingastað þá hugsa ég að ólíklegt sé að meirihluti N-Kóreumanna eigi nokkurntímann eftir að leggja leið sína þangað til að smakka það sem boðið er upp á. Sem miklum pizzuaðdáanda finnst mér það samt afskaplega sorglegt. En kostnaðurinn við að elda "flatbökur" er málinu algerlega óviðkomandi, því pizza er svo miklu meira en bara flatbaka!

Í sambandi við hina umræðuna, þá er það rétt að pizzastaðirnir á Íslandi hafa verið furðu staðfastir í verðlagningu í kreppunni og þeir eiga lof skilið fyrir öll tilboðin sem þeir eru að bjóða. Aftur á móti þykir mér allt í lagi að taka fram að jafnvel fyrir kreppu þá var verð á pizzum á Íslandi óheyrilega hátt miðað við framleiðslukostnað!! Og hvaða fásinna er það að rukka mann 450 kr. fyrir auka grænmetisálegg?? Ég hef meira að segja verið rukkuð 450 kr. fyrir að skipta papriku út fyrir ananas!!

E.G (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:07

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Come on maður - Það er verið að ýja að því að fólk kunni ekki að baka úr hveiti í Norður Kóreu. Hversu mikill kjáni þarf maður að vera til að trúa því eða finnast það sniðugt? Þetta er oft það fyrsta sem óharðnaðir unglingar matreiða hér á Íslandi. Eða matreiddu á meðan þeir höfðu efni á þessum ótrúlega lúxusvarningi sem ómögulegt er að finna nógu dýrt hráefni í... bleh!

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.3.2009 kl. 05:03

17 Smámynd: Hlédís

Sæll Rúnar! Í kommentunum tveim kemur þú einmitt inn á það sem ergði mig við upphaflegu fréttaklausuna. Takk ;)

"Birt sem almennur fróðleikur" er ef til vill aðalgallinn á svona klausuvesaling. Eru Íslendingar, td, hamingjusamastir og óspilltastir í heimi - búa í snjóhúsum og róa eina ferð í kring um eyna fyrir háttinn - eða búa þeir í einkaþotum og lifa á lofti, Kók og prettum? - Býð bara upp á tvær "staðal-ímyndir" sem birst gætu í "Almennum fróðleik" af líkum toga erlendis.

Um íslenskar pítsu-sjoppur og þeirra afurðir vil ég sem minnst hugsa, hvað þá skrifa.

Hlédís, 20.3.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband