Heldur Sturla, gagnslítil strengbrúða "JÓLAFRÍS-STJÓRNARINNAR" að Íslendingar hafi gert uppreisn að gamni sínu?

"Tilefnið var blaðagrein Sturlu þar sem hann segir ríkisstjórnina hafa komist til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi"  segir í langri tengdri frétt. Íslendingar sýndu fyrrverandi stjórn undarlegt langlundar-geð í alvarlegri kreppu. Hvað margra vikna JÓLAFRÍ tók þingið sér frá að reyna að tjónka við stórhættulegt ástandi? - Við vitum að þeir sem þar fóru í frí eru flestir, ef ekki allir, vel efnaðir, m a vellauðugar persónur úr Flokkseigendafélaginu sem sett hefur fjármálareglur í landinu í áratugi. Á meðan beið almenningur, sérlega yngsta, elsta fólkið og öryrkjarnir - missti atvinnu, jafnvel húsnæði, en verðtryggðar skuldinar uxu.

Þegar Aðallinn kom úr Jólafríinu sínu þriðjudaginn 20. janúar 2009 hafði fjöldi fólks ákveðið að nú, 4 mánuðum eftir HRUN, væri ekki hægt að halda áfram hljóðlátum bænum til ráðamann! Með  Búsáhöld og raddir sínar að vopni safnaðist það þúsundum saman við Alþingishúsið og mótmælti aðgerðaleysinu og spillingunni hástöfum. 

Almennt lögreglulið stóð að sjálfsögðu vörð við húsið í þessum hávaðasömu, en friðsamlegu aðgerðum - en hálftíma eftir að mótmælastaðan  hófst - kl 13:30  -var óeirðalögregla send á staðinn!

Eftir að þessi vígvæddi hópur sem hafði meðal annarra á að skipa þekktum föntum, hafði með pústrum og hrindingum egnt mótmælendur til reiði, voru sömu menn komnir með "tilefni"  til piparúðunar í augu almennings og ljósmyndara, handahófskenndrar, klaufalegrar handtöku margra persóna, jafnvel  barna og síðan til kylfubarsmíða! Til er vitnisburður bæðu munnlegur og myndaður um afhæfi óeirða-lögreglumanna.

Einhver yfirvöld héldu ef til vill að lýðurinn yrði þannig kúgaður í eitt skipti fyrir öll - svo var ekki. það var ekki fyrr en næsta kvöld, táragas-kvöldið alræmda, er kröfuaðgerðarsinnar höfðu varið lögreglu með eigin óbrynjuðum líkömum gegn reiðum, utanaðkomandi múg (m. a. fólki undir áhrifum áfengis og fleiri fíkniefna) að meginhluti lögreglumanna og mótmælenda áttaði sig á að lögreglu hafði verið beitt sem peðum til varnar kóngum.  Í raun eiga almennir lögreglumenn og annar almenningur sameiginlegan málstað gegn þeim sem rúið hafa þjóðina! Eftir það var ekki lengur hægt að etja þeim saman og ekkert eftir fyrir Sjálfstæðisflokk en viðurkenna vanhæfni ríkisstjórnarinnar og víkja - en meirihluti Samfylkingar hafði lýst því sama yfir nokkru fyrr.  Ekki er beint líklegt að fráfarandi valdhafar hrópi húrra fyrir uppreisninni!

Nú halda menn, jafnvel þeir sem njóta góðs af því að vanhæfum valdhöfum var velt úr sessi, að þeir geti gert lítið úr uppreisn þessari, svonefndri Búsáhalda-byltingu. Bíðið þið bara eftir dómi sögunnar um "Jólafrís-stjórnina" í hruninu mikla 2008-2009 og hlut umræddrar byltingar í að koma henni loksins frá!

 

 

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ekki það að ég ætli mér að taka afstöðu með Sturlu eða Steingrími, en þú notar orðalagið "sem hafði meðal annara á að skipa þekktum ofbeldismönnum" um lögregluna. Hvaða lögregluþjónar eru þekktir ofbeldismenn? Þetta er alvarleg ásökun finnst mér þannig að þú mátt gjarnan rökstyðja mál þitt.

Með vinsemd og virðingu. 

Aðalsteinn Baldursson, 5.3.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Hlédís

Þeir eru þekktir af fórnarlömbum sem þegar hafa sagt til þeirra, en málum er stungið undir stól. Á mér hvílir ekki sönnunarskyldan. Ég er meðal annars trúnaðarmaður fórnarlams 2 steralögga sem  - ásamt 3 öðrum vinum úr "ræktinni" misþyrmdu konu vegna þess hún sá til þeirra á gamlásrsdag. Skyldan til að koma á raunverulegu óháðu innra eftirliti í lögreglunni, er hjá löggjafavaldi og svo framkvæmdavaldi.  Vonandi tekst næstu meirihlutastjórn að koma "rotnu eplunum" úr löggæslunni - og vonandi vill næsti dómsmálaráðherra það!

Mér er líka alveg sama hvort Sturla og Steingrímur rífast - Mér hugnast bara ekki rógburður um þá sem  gerðu loks uppreisn gegn vanhæfri stjórn - þeirru sömu stjórn sem sigaði ofbeldis-lögreglu á gagnrýnendur sína. 

Hlédís, 5.3.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Hlédís

Vel að merkja Aðalsteinn!  Svokölluð "10-11 lögga" sem dæmd var fyrir ofbeldi vegna þess það sást á upptöku úr GSM-síma neitaði sök og félagar hans sögðu ekki til hans. Þú manst sjálfsagt eftir þessu. Hann var dæmdur - en er kominn aftur "til starfa"og hefur verið hress á ferðinni með úðabrúsann og kylfuna! Þarna er kominn einn ofbeldis-lögreglumaður sem sannanlega hefur ekki verið fjarlægður úr liðinu.

Með góðum kveðjum.

Hlédís, 5.3.2009 kl. 23:26

4 identicon

Við vitum að menn geta verið vanhæfir og dómgreindarlausir. En jafnvel ég á erfitt með að trúa því að 10/11 löggan hafi verið sett á götuna með kylfu og piparúða. Náði einhver myndum af honum? Hefur lögreglan verið beðin um að staðfesta það? Ef þetta er raunin þá er nú miklu meira að hjá lögreglunni en ég hef haldið hingað til, og þá er nú mikið sagt.

magus (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 02:05

5 Smámynd: Hlédís

10-11 löggan hefur verið sérlegur sendifulltrúi lögreglu við síðustu motmælaaðgerðir - það hafa aðgerðasinnar margsagt hér á blogginu. m a 2 minna bloggvina sem geta staðfest betur.

Hlédís, 6.3.2009 kl. 05:27

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sturla er bara sturlaður.. takk fyrir þennan pistil Hlédís

Óskar Þorkelsson, 6.3.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill, og víst er löggunni mislagðar hendur. Ég þekki dæmi um það.  Eftir höfðinu dansa limirnir.  Það er til fullt af góðum löggum, en innan um eru rotin epli sem þarf að passa upp á, innraeftirlit er því nauðsynlegt í jafn ábyrgðarfullu starfi og lögreglunni.  Hafðu þökk fyrir þessa færslu Hlédís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 11:12

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hroki fráfarandi stjórnarliða er með ólíkindum...og undirróðursstarfsemi einstaklinga með tölvuaðgang hjá ráðuneyti dómsmála er grafalvarlegt brot....Sturla er vissulega sturlaður ef hann sér ekki að aðgerðir almennings í jaúar voru NAUÐVÖRN gegn gjöspilltri og vanhæfri ríkisstjórn...það er með ólíkindum hvað þetta fólk er gjörsmlega samviskulaust, og telur sig þess ekki umkomið að axla ábyrgð ágjörðum sínum og/eða aðgerðarleysi....

...3 flokkar bera beina ábyrgð á ástandinu...hinir þögðu þunnu hljóði allan tímann og þegja enn!

Það bera allir flokkarnir ábyrgð, og þeim ber öllum að játa fánýti sitt, hvar í sveit sem þeir eru settir.

Ég er stoltur af að hafa tekið þátt í mótmælunum, stoltur af þjóð minni sem reis upp, stoltur af því að við breyttum almenningsáliti í umheiminum í garð þjóðarinnar....

....en ég skammast mín fyrir síngjarna póliskussa, og fasískar tilhneigingar ráðamanna, ég skammast mín fyrir það að hér lætur fólkið ata sér hvert gegn öðru á forsendum flokkapólitíkur sem er úrelt fyrir löngu, ég skammast mín fyrir opinbera starfsmenn sem enga virðingu bera fyrir samfélaginu og lýðræðinu, opinbera starfsmenn sem nota embættin til að þjóna annarlegum einkahagsmunum........

Haraldur Davíðsson, 6.3.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þarfur pistill Hlédís.  Það er misjafn sauður í  mörgu fé.  Lögreglumenn sem verða uppvísir af ofbeldi eiga að sjálfsögðu að víkja. Lögreglumenn eru að sjálfsögðu í sömu stöðu og við hin

Hólmdís Hjartardóttir, 6.3.2009 kl. 12:16

10 Smámynd: Sigurbjörg

Takk fyrir góðan pistil Hlédís. Mikið rétt, það þarf að taka á þessum skemmdu eplum innan lögreglunnar. Þeir hafa lengi sagt að erfitt sé að manna lögregluna vegna ma launa. Það ætti að vera auðveldara núna þá að fá góða menn og konur í lögregluna. Vonandi verður af því.

Hvað Sturla varðar, þá varð þessi blaðagrein hans ekki til þess að auka hróður hans. Ég held að fólk sjái þarna vel í gegn hvers konar einokunarstjórn hann stendur fyrir.

Sigurbjörg, 6.3.2009 kl. 13:12

11 identicon

Ef rétt er að 10/11 löggan hafi verið í "óeirðalögreglunni" þá er Stefáni Eiríkssyni og félögum ekki viðbjargandi. Eru menn þá bæði siðblindir og vangefnir, svei mér þá.... Hver tekur ábyrgð á því ef maðurinn "missir sig" aftur, með kylfu og piparúða í hönd? Stefán og félagar eru greinilega nokkuð öruggir á því að þeir geti þaggað mál niður og komið í veg fyrir kærur!

magus (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:25

12 Smámynd: Hlédís

Óskar, Ásthildur, Haraldur, Sigurbjörg og Hólmdís! þakka góð innlegg! Þessa hluti þarf að ræða áfram - og svara fávíslegri gagnrýni á aðgerðir sem skiluðu árangri eftir fjóra mánuði sem meginþorri þjóðarinnar beið úrlausna, hógvær og auðmjúkur gagnvart stjórnmála-"aðlinum".

Hlédís, 6.3.2009 kl. 16:46

13 Smámynd: Hlédís

Það er rétt magus!  10/11 löggan send af stað með úða og kylfu til að tukta aðgerðasinna sýnir að stjórn löggæslu hér er á vafasamri braut. Hver ræður þessu í raun og ætti því að bera ábyrgðina. Er það lögreglustjórinn í Reykjavík?

Hlédís, 6.3.2009 kl. 16:56

14 identicon

Ég er víst neyddur til thess ad taka undir ord thín Dísa vegna thess ad rökfesta thín er pottthétt.

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

Bolli Boll (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:59

15 Smámynd: Hlédís

þakka innlitið, Bolli og bið að heilsa í Svíþjóð ;)

Hlédís, 7.3.2009 kl. 01:16

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Valdhafar sýndu sitt rétta andlit í búsáhaldabyltingunni.

Hika ekki við að beita fyrir sig ofbeldi til að þagga niður í fólki og nú ætlar fólk að kjósa þá aftur. Hvað er eiginlega að fólki?

Valdhafarnir eru óskammfeilnir og siðlausir og rífast til þess að fá fylgi en fara svo að makka um hvernig á að skipta ránsfengnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:43

17 Smámynd: Hlédís

Hvað er til ráða, Jakobína?

Hlédís, 7.3.2009 kl. 01:52

18 identicon

Hlédís. Held að "óeirðarlögreglan" sé hluti af "sérsveitinni".

Það gilda held ég skrítnar reglur um sérsveitina. Held að hún tilheyri Ríkislögreglustjóranum.....EN samt er hægt að ráða í hana tímabundið menn úr lögreglunni sem eru undir stjórn lögreglustjórans. Spurning hvort lögreglustjórarnir bendi ekki bara á hvorn annan þegar spurt er um ábyrgð?

Þannig er 10/11 löggan væntanlega í vinnu hjá lögreglustjóranum, en samt líka í tímabundinni vinnu hjá Ríkislögreglustjóranum í óeirðalögreglunni.... Er það þá á ábyrgð lögreglustjórans að segja Ríkislögreglustjóranum að hann geti ekki ráðið þennan vanhæfa mann í vinnu, eða tekur Ríkislögreglustjórinn ábyrgðina á sig?

Svo er spurning hvort einhver aðili hafi nokkuð úrskurðar viðkomandi lögreglumann óhæfan til að gegna þessu hlutverki. Það er ekkert eftirlit, enginn eftirlitsaðili, þannig að hver á að taka það að sér? Lögreglumaðurinn sjálfur?

ÉG nenni ekki að fletta þessu upp núna, og er þokkalega viss um að reglur um ábyrgð séu VEL loðnar! Best væri að spurja lögfræðing að þessu, og/eða lögreglustjórann sjálfan...það má alltaf senda mönnum fyrirspurn. Passaðu bara að fara varlega í að nefna ábyrgð við þessa menn, við viljum nú ekki að það fari að líða yfir neinn......

magus (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:49

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einhvern veginn finnst mér að almenningur nái ekki að skipuleggja sig pólitískt. Eða er það kannski rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að við séum ekki fólkið?

Sigurður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 05:50

20 identicon

Sæl Hlédís.

Flottur pistill.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:21

21 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir flottan pistil Hlédís!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:23

22 Smámynd: Hlédís

Þakka innlitið, Rakel, Þórarinn, Sigurður og Jakobína! Mér finnst líka pistillinn þörf áminning ;)

Hlédís, 8.3.2009 kl. 12:33

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill og sannur! Ég held bara að ég verði að fjárfesta í Taser eða piparúða ef ég kem til Íslands.

Þetta er óhugnarlegt ástand sem "aðalsmenn" Íslands eru búnir að búa til á landinu.

Óskar Arnórsson, 9.3.2009 kl. 09:10

24 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Þakka gott blogg og tek heils hugar undir þetta , því miður . Enda er það skoðun mín að Stefán nokkur Eiríksson sé engann veginn maður í lögreglustj.embættið , ég átti viðtal við kauða að morgni úðadagsins mikla við þjóðarleikhúsið , og eftir að upplifa það sem þar skeði , þá er þetta vissa mín um hann .

Hörður B Hjartarson, 15.3.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband