Friður í Samfylkingunni - friður ISG til bata - OG möguleiki ISG til endurkomu!

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti nú fyrir stundu að hún hygðist hætta í stjórnmálum." segir í tengdri frétt.

Þetta er stórfrétt!    Vonandi þýðir þetta eingöngu að Ingibjörg Sólrún sá hve kolrangt það fyrsta mat hennar var að hún ætti nú að hanga í formannssæti SF eftir minnst 2 mánaða of langt droll í vanhæfri Jólafrís-ríkisstjórninni. Með þrjósku sinni kom ISG voninni um nýja stjórn JAFNAÐAR-manna í verulegt uppnám um tíma. Nú hefur hún bætt þar um - SF til mikillar styrkingar í komandi kosningum. 

Vonandi batnar Ingibjörgu Sólrúnu hratt og vel - og vonandi kemur hún aftur sterk til starfa, því hún er mjög hæf kona.

 

 

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, hún hefur líka unnið mjög gott strarf í þágu kvenna, það á vel við þakka fyrir það í dag.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Tek undir hvert orð!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.3.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er sannfærður um að hún komi til baka þegar henni hefur batnað. Hún er glæsileg kona hún Ingibjörg og mikilvægt að þjóðin veiti henni stuðning í veikindum sínum.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:49

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svona bloggaði ég 28 feb um ISG

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/816233/

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Hlédís

Rut, Ingibjörg og Hilmar ! Við erum svo sammála, að það hálfa væri nóg  

Gleðilega hátíð á alþjóðlegum baráttudegi kvenna! 

Hlédís, 8.3.2009 kl. 20:16

6 Smámynd: Hlédís

Óskar! þakka slóðina í þitt blogg um ISG og formennsku í SF. Það er til marks um minn hug til fyrstu ákvörðunar ISG og TILSKIPAN, liggur mér við að segja, um niðurröðun á lista SF í Reykjavík - að ég taldi jafnvel JBH skárra formannsefni - Skildi að minnsta kosti af hverju hann varaði við að ISG sæti áfram eins og nú standa sakir.

Hlédís, 8.3.2009 kl. 20:22

7 Smámynd: TARA

Tek undir með ykkur

TARA, 8.3.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

ISG virðist kjarnorkukona. Enn ég kann ekkert í stjórnmálum á Íslandi. Enda finnst mér stjórnmál þar meiri valdabárátta enn áhugi að stjórna þessu landi af einhverju viti.

Er íslendingar ekki komnir á alþjóðlega félagsmálastofnun, allir sem einn, vegnna örfárra manna?

Óskar Arnórsson, 9.3.2009 kl. 09:17

9 Smámynd: Hlédís

Nokkuð til í því. Óskar

Hlédís, 9.3.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband