Einar Kristinn Guðfinnsson bloggar um Jóhönnu Sigurðardóttur. Vill einhver kommentera? Verskú.

Þar sem klausa þessi stendur nær stöðugt í "Ummræðunni", hefur etv einhver hug á að svara. Sjáum til í dag. Ef enginn hefur áhuga, hverfur pistillinn ;)

     ---     ---     ---

Einar Kristinn Guðfinnsson

sem enn kallar sig sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  bloggaði svo í gær":

 

"31.3.2009 | 11:11

Formennska til bráðabirgða

Jóhanna Sigurðardóttir gerði það af einni saman flokkshollustinni að leysa forystukreppuna sem Samfylkingin var komin í. Þegar fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði ákveðið að stíga til hliðar út stjórnmálunum og láta af formennsku í Samfylkingunni lenti flokkurinn í miklum hnút. Á þann hnút gat bar einn einstaklingur höggvið; Jóhanna Sigurðardóttir.

Það lá fyrir frá fyrsta degi að hún vildi alls ekki verða flokksformaður. Það vildu hins vegar ýmsir aðrir. Gallinn var bara sá að þá vildi enginn í formannssætið! Staðan var vandræðaleg. Sú sem menn vildu að reddaði málunum, vildi alls ekki verða formaður. Þeir sem höfðu löngunina til að bera, höfðu ekki til þess traust.

Vitaskuld var ljóst frá fyrsta degi hvernig þetta myndi enda. Jóhanna myndi nauðug viljug taka að sér starfið. Hún átti ekki undankomuleið. Svo fékk hún rússneskia kosningu á landsfundinum. Allt var þetta fyrirsjáanlegt og allir gátu séð það fyrir.

Rifjast nú upp ummæli endalausra samfylkingarmanna um fánýti þess að leggja áherslu á stöðu formanns í stjórnmálaflokki. Síðast minnist ég sigurvegarans úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, Sigríðar Ingibjargar sem geipaði mjög í þeim dúrnum í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir svona hálfum mánuði. Svoleiðis skoðanir verða ábyggilega lagðar í saltpækil næstu vikurnar. Þær henta enda illa um þessar mundir fyrir Samfylkinguna.

Kjör Jóhönnu er hugsað til að fleyta flokknum fram yfir kosningarnar. Alveg sama hvað sagt er þá er það augljóst mál. Svo þegar líður aðeins á kjörtímabilið þá munu þeir taka að spretta fram sem segja, nú get ég. Spurningin er aðeins hvort það muni gerast á fyrsta eða öðrum landsfundinum sem haldinn verður eftir kosningarnar nú í vor. Á þcví nenni ég ekki að hafa skoðun."

 

 


mbl.is Unnið fram eftir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er fræðilegur möguleiki að Einar Kristinn hafi rétt fyrir sér. Það kemur alla vega ekki á óvart að hann skuli setja fram skoðanir af þessu tagi. Þetta er í takti við umræðuna í dag. Stjórnmálamennirnir hamast við að tala um hina. Það fer miklu minna fyrir því hvað þeir ætla að gera okkur til hagsbóta eftir kosningar. Þar eru stjórnarliðar engir eftirbátar annarra. Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum og liggur vel við höggi. Menn eru miklu uppteknari af honum nú um stundir en skylduverkunum sem kalla.

Skiptir þetta annars nokkru máli?

Sigurbjörn Sveinsson, 1.4.2009 kl. 10:48

2 identicon

aumignja maðurinn.sárt að fá ekki sætið sem hann sóttist eftir.hann getur huggað sig við að enginn á eftir að óska svo eindregið eftir hans formennsku neins staðar.jóhanna er hins vegar leiðtogi sem gerir embættið minna virði en verkefnin og mættu aðrir leiðtogar taka það til fyrirmyndar

páll heiðar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: TARA

Sammála....Jóhanna er lýsandi dæmi um það hvernig embættið á að vega minna en stöfrin.

TARA, 1.4.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Hlédís

Rétt, Sigurbjörn! Sjaldan falla gullkorn í kosningaskrifum.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Hlédís

Mér sýnist, Tara og páll heiðar, að bullur telji hógværð og lítillæti Jóhönnu í embættinu veikleikamerki! - Pistilhöfund hér að ofan skrifar ekki þannig, enda virðist hann vænsti maður.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 12:40

6 identicon

Sæl Hlédís.

Já,menn gera sig stundum breiða þó þeir séu á horrenglunni.

Ég hélt að ég þekkti ágætlega til Einars,en nú sannast það best að þegar þarf að beita nauðvörn og menn kunna hana ekki þá, er ekki við því að búst, að vel fari í þeim boðskap hans.

Var það ekki óþekktur trillukarl frá Rifi sem reif Einar upp úr þingsætinu. Humhuuhhum!

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:54

7 Smámynd: Hlédís

Kæri Þórarinn!

Ekki veit ég hve óþekktur trillukarlinn er - en kannski er tilbreyting holl og góð fyrir fyrrum fyrsta mann.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 13:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Einar Kristinn er sorglegur pólitíkus, kominn langt upp fyrir getu.  Hann er núna í tilvistarkreppu, því hvað ætlar hann að segja við kjósendur sína?  Hann hefur svikið allt sem hann ætlaði að gera gegnum tíðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2009 kl. 18:10

9 Smámynd: Hlédís

Litli "Bogesen" hefði betur brunað hægar upp á stjörnuhimininn!  Nefni sossum engin nöfn þótt segi að Vestfirðingar hossuðu manninum talsvert meir en nafna hans og flokksbróður sem þó hafði sýnt góðan árangur í glímu við þjóðarvanda.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 18:25

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kann svosem ekkert í stjórnmálum- né öðrum trúarbrögðum (trixum) enn ég skil þessa Jóhonnu ekki lengur. Hafði smá trú á henni fyrst, enn hún gerir ekki neitt sem ég sé alla vega....

Ísland er á leiðinni í djúpari skít enn það var... 

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband