Pétur Blöndal og Siv Friðleifsdóttir eru á réttu róli hvað varðar stjórnlagaþing!

 

"Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, taldi nauðsynlegt að styrkja þingið. Hans mat væri að ef 31 maður sinnti eingöngu störfum við stjórnlagaþing i hálft ár ætti kostnaður að vera mun lægri en þessar tölur segðu til um." og:     "Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti yfir þeirri afdráttarlausu skoðun sinni að mjög mikilvægt væri að sett yrði stjórnlagaþing hið fyrsta.   -   Aðgreina þyrfti löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald með skýrari hætti en nú væri.  -    Alþingi hefði ekki risið undir því að breyta stjórnarskránni sem nokkru nemi. Skráin væri mjög gamaldags og skoða þyrfti miklu betur hvernig ætti að aðgreina valdaþættina.  -   Taldi  hún endurskoðun stjórnarskrárinnar geta haft mikinn sparnað í för með sér." og  lögðu þau ofantalið, m a,  til mála í umræðu um  á Alþingi í dag. Sjá langa, tengda frétt.

Bæði Siv og Pétur taka vel á aðalatriðum málsins - ekki síst hve geypilega úrelt núverandi stórnarskrá er - og lagði Pétur til skynsamlegar aðferðir við breytingu stjórnarskrár - meðan aðrir þeir Sálfstæðisflokksmenn er töluðu virtust óttast breytingar mjög - þá mest stjórnlagaþing ;)

 

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, aftur. Ég var einmitt að komast að því að það er búinn að vera "error" í skilaboðakerfinu í marga daga. Fannst dáldið fátt um skilaboð! - reyni að fá lagfært sem fyrst.

Hlédís, 17.3.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband