Þjóðin kýs væntanlega um ESB aðild - að vel athuguðu máli. Mun ESB-þráhyggja hrinda okkur aftur í auðvaldsklærnar??

"Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir að ekkert hafi verið ákveðið um framhald stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG eftir kosningar. Kom þetta fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Össur í hádeginu. Hann segir samstarf flokkanna hafa gengið vel eftir að stjórnin var mynduð en ekki hafi enn farið fram neinir fundir, formlegir eða óformlegir, um framhaldið eftir kosningar. ... segist telja brýnt að næsta ríkisstjórn hafi skýra stefnu í Evrópusambandsmálunum. VG er á móti aðild, Samfylkingin vill aðildarumsókn" segir í tengdri frétt

Össur má vara sig! "Jafnaðarmanna"fylking hans er einu sinni búin að "skríða uppí" til ójafnaðar-manna. Lagði hann sjálfur helst til mála við fjármál-hrun þjóðarinnar sl. haust að lengja Gjaldþrota-ferli heimila og fyrirtækja í mannúðarskyni!

Nú virðist ÖS liggja mest á að skapa og/eða viðhalda klofningi milli þeirra sem þó burðast við að verja þá sem verst standa á landinu í baráttu við sýnileg og dulin auðgræðgiöfl!  Á yfirleitt að hleypa þessum manni aftur að Alþingi, fremur en mörgum öðrum?

Lokaorðin:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála lokaorðum þínum.  Verðtrygginguna burt. 

Held hinsvegar að ný vinstristjórn muni framlengja kreppuna um mörg ár.  Vinstriflokkarnir hafa nefnilega enga atvinnustefnu.   Það má ekki virkja, það má ekki ráðast í neinar stórframkvæmdir, það má ekki veiða hvali (jafnvel þó að afrán þeirra sé 2,5 tonna af fiski árlega við Íslands strendur), og það má ekki veiða of mikið af nytjafiskum.

Hvað eigum við þá að gera?  Frumkvöðlastarfsemi tekur mörg ár að bera ávöxt.  Höfum við efni á að bíða eftir því?

Nei, ný vinstristjórn = varanlegt 15-20.000 manna atvinnuleysi = íbúafjöldi Íslands verður kominn niður í c.a. 200 þús. árið 2015.

Valdór Friðriksson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Hlédís

Sæll Valdór! Við erum sammála um mikilvægt mál! og hvalveiðum er ég hlynnt.

Hrædd er ég um að þeir "alltverjandi" verði ekki mestu frumkvöðlarnir á atvinnusviðinu.  Hinar öfgarnar - álvæðing- og glæpsamleg græðgistjórnun bjargar ekki heldur, að mínu mati. Íbúafækkun yrði etv hægari undir slíkum hælum, en landflótti síst minni. Innflutningur þræla kemur sterkt til greina!

Hlédís, 14.2.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband