Þjófurinn þrífst, en þjófsnauturinn ekki!

Í tengdri frétt er látið sem núverandi kvóta-"eigendur" hafi keypt löglega eign! Svo er ekki! Fyrstu sægreifarnir og afkomendur þeirra seldu "auðtrúa" fólki það sem þeir áttu ekki. Ekki flóknara en það, Lög í flestum, ef ekki öllum, löndum taka sérlega fram að keypt þýfi  sé enn eign þess er stolið var frá. Sem sagt: kaupir þú þýfi verður þú að skila því bótalaust til eiganda!

Ágúst Valdimarsson má þakka fyrir að almenn hegningarlög eru ekki látin gilda um kvótasölu.

.

Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Kvótinn er eign þjóðarinnar samkvæmt lögunum og það er ekki hægt að selja annara manna eignir gegn þeirra vilja nema með dómsúrði.

Hannes, 23.5.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Í lögum umfiskveiðistjórnun stendur að úthutað sé kvóta til eins árs í senn og slík úthlutun myndi aldrei eignarétt.

 Það myndast ekki eignaréttur við það að einhver selji það sem hann á ekki.

Er eitthvað erfitt að skilja þetta?

Sigurður Þórðarson, 23.5.2009 kl. 19:17

3 identicon

Er þetta alveg svona einfalt eins og þið segið?

Ég man ekki betur en að þegar kvótakerfinu var komið á að þá fengju útgerðarmenn þessi veiðileyfi gefins af þjóðinni/Alþingi. Síðan þá hafa menn getað verslað með þessi leyfi að vild án þess að dómstólar eða önnur stjórnvöld hafi haft nokkuð við það að athuga.

Þarna hafa því myndast verðmæti fólgin í þessum veiðileyfum og það eru undarlegar aðfarir að koma allt í einu núna og segja að þetta sé ólöglegt og "þýfi" sem gera skal upptækt.

Sá sem keypt hefur kvóta hefur að sjálfsögðu staðið í þeirri trú að þetta virki eins og það hefur gert síðustu þrjátíu árin eða svo og tæplega sanngjarnt að núverandi kvótaeigendur sitji allt í einu með svarta pétur á hendi án þess einu sinni að vita að þeir væru að spila svarta pétur.

Tek það fram að ég er eingann veginn að mæla núverandi kvótakerfi bót og það má vel vera að þetta hafi verið ólög frá upphafi að úthluta fiskinum í sjónum til fáeinna aðila.

En þetta eru þá alla vega ólög sem hafa viðgengist í áratugi og eingum dómstól hvorki íslenskum né erlendum hefur tekist að hnekkja þeim af einhverjum ástæðum.

En þetta að taka til baka kvótann bótalaust af þeim sem keypt hafa í góðri trú er líkt því að segja við þann sem á pening í banka að þessir seðlar sem hann setti inn í bankann séu í raun og veru ógildir þó þeir hafi verið notaðir í þrjátíu ár.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Hlédís

Sigurður og Hannes!

Gott væri ef þið skýrðuð þetta betur fyrir Jóni Braga. Ég skil ekki vel þetta með "notuðu seðlana" - er auk þess á hlaupum

Hlédís, 23.5.2009 kl. 19:41

5 identicon

                                                                    Kvótabraskið hangir á bláþræði

Morgunblaðið febrúar 2006

"Úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt," sagði í frétt Morgunblaðsins á www.mbl.is, hinn 7. febrúar sl. og var svohljóðandi:
"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjórnarskrár. Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphaflega 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar. Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni".
Þessi dómur hlýtur að vera mikið áfall fyrir þá sem trúa, trúðu, eða trúa enn á kvótabraskkerfið.

Í Fréttablaðinu 12. ágúst 2005 var frétt um sjávarútvegsmál sem bar yfirskriftina "Látið reyna á hvort byggðakvóti stenst lög".

Þar segir m.a. Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum: "Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir".

Og síðar í sama viðtali: "Það er alveg ljóst að nú látum við sverfa til stáls. Það er ekkert annað en hrein og klár eignaupptaka þegar eignir manna eru teknar og þeim deilt út til annarra".

Undir þetta tók að sjálfsögðu Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Hér virðist gæta misskilnings hjá þeim félögum í LÍÚ því staðreyndin er að veiðiheimildum er úthlutað af breytilegum forsendum frá ári til árs til útgerða. Úthlutun veiðiheimilda hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans og vald til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum sínum eru til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um veiðiheimildir.

Aðili sem hefur fengið úthlutað þeirri sérstöðu að afla 10 tonna fyrir samfélagið og fær úthlutað eitt árið 9 tonnum hefur ekki orðið fyrir skerðingu á verðmætum heldur tekist á við þann áhættuhluta sem alltaf hefur fylgt sjávarútvegi t.d. minnkandi fiskgengd við landið og/eða vegna sértækra byggðarsjónarmiða. Þetta er jafn innbyggt í sjávarútveginn og andrúmsloftið er umhverfi okkar því við erum veiðisamfélag.

Sá sami hefur ekki heldur hlotnast happdrættisvinningur þegar árið þar á eftir færir honum til verks að afla 11 tonna fyrir samfélagið. Tilkall til þessa viðauka er ekkert frekar hans en samfélagsins því yfirráðin yfir auðlindinni kemur frá þeim sem úthlutar í nafni þjóðarinnar og er kosinn til þess af almenningi.

Þetta á líka við um nýtingarrétt, að sá sem fær úthlutað í ár heimild til veiða getur ekki gengið að því vísu að svo verði áfram óbreytt næstu árin.

Þetta er í höndum ríkisvaldsins eins og áður segir.

Í lögum þeim frá 1990, sem dómurinn vísar í hér að ofan, segir meðal annars:

Lög nr. 38. 1990. 1. gr.: "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Nú hefur unnist hálfur sigur fyrir íslensku þjóðina og væntanlega verður það hlutverk Hæstaréttar að skera úr um hvort dómurinn haldi. Og ef svo fer að dómurinn verði staðfestur eða dómnum ekki áfrýjað, munu allar forsendur brasksins í kvótakerfinu líða undir lok. Það er vel þótt fyrr hefði verið.


Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Hlédís takk fyrir góð orð í minn garð! 

B.N. (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:14

6 identicon

Thess vegna er 5% árleg fyrning algerlega óskiljanleg.  Stjórnvöld hafa í hendi sér ad taka tilbaka allar veidiheimildir STRAX.

LÍÚ og sérhagsmunasmáhóparnir eru nákvaemlega í engri adstödu til thess ad semja um eitt eda neitt.  Ef thessi ríkisstjórn verdur ekki ad vilja fólksins í landinu og hrifsar veidiheimildirnar af kvótaóngunum strax verdur ad gera uppreisn gegn henni.

Kvótakerfid er krabbamein thjódarinnar...thad verdur einfaldlega ad skera thad burt...og allt í einu!.

78 kg. í bekkpressu (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Hlédís

Ágæti Baldvin!

Takk fyrir þessa góðu fræðslu um stöðu kvóta-dómsmálsins. Ég held að Jón Bragi fái hér góða skýringu á því sem honum þótti óljóst. Víst er að útvegsmenn hafa verið harð-duglegir við heilaþvottinn um 'eign' sína, kvótann - og jafnvel tekist að sannfæra marga innan eigin raða!

Es: Þú verðskuldar hrósið.

Hlédís, 23.5.2009 kl. 22:36

8 Smámynd: Hlédís

Sæl bekkpressa

Þú hugsar eins og ég gerði áður. Finnst eigi að blása af þessa kvóta-'eign' strax!  Síðan hef ég frétt hve margir hafa greitt upprunalega sægreifa-liðinu morð fjár á röngum forsendum, þar eð kvótinn var aldrei í einkaeign. Get samþykkt að mannúðlegt sé að endurheimta veiðiheimildirnar til þjóðarinnar í áföngum frá þeim sem þannig voru prettaðir.

Hlédís, 23.5.2009 kl. 23:38

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Útskýringar Baldvins segja allt sem máli skiptir um meint eignarhald og bótaskyldu. Ef kvótinn væri eign þess sem fær honum úthlutað þá þyrfti ekki aðkomu ráðherrans á hverju ári. Þá væri skerðing eða aukning milli ára aðeins einfalt reikningsdæmi sem Fiskistofa staðfesti með skeyti til útgerðarfyritækisins í umboði ráðuneytisins.

Árni Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 23:53

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlédís og aðrir.

Valdimars- Vatneyrardómarnir segja allt sem segja þarf. Fiskurinn í landhelginni er sameign þjóðarinnar eins og login kveða skýrt á um.   Hafi einhver "keypt" kvóta í góðri trú vegna þess að hann var hvorki búinn að lesa lögin né þessa hæstafréttardóma þá er ekki við almenning á Íslandi að sakast.   Ef stjórnvöld vildu koma á sóknarstýringu eins og Færeyingar hafa gert með góðum árangri, gætu þau gert það með einu pennastriki  í  upphafi næsta kvótaárs.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2009 kl. 03:17

11 identicon

Takk fyrir Þessar skýringar Balvin Nielsson. Ég vissi ekki um þessa dóma eða skilgreiningarnar á að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar.

Ég er jafn lítið ánægður og þið með kvótabraskið. Hef séð hvernig menn hafa selt kvótann frá þorpum og skilið þau eftir kvótalaus og allslaus og komið svo í heimsókn á sumrin á RangesRovernum með stærstu gerð af hjólhýsi í eftirdragi.

En ekki eru allir sem kaupa/"eiga" kvóta braskarar og gróðapungar. Ég veit um fiskvinnslufyrirtæki á mínum æskuslóðum sem keypti kvóta dýru verði og úthlutar til báta á svæðinu. Þetta gera þeir náttúrlega ekki í góðgerðarskyni heldur eru þeir að tryggja sér hráefni en að sjálfsögðu væri ástandið ömurlegt ef þeir hefðu ekki gert þetta, bátarnir kvótalausir og eingin vinna við fiskvinnslu í landi.

Hvað áttu þeir að gera ef einginn kvóti fékkst úthlutaður frá yfirvöldum? Segja við sjálfan sig og bátaeigendur að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign og að við bara veiðum það sem okkur sýnist án kvóta? Hafa þeir sem það hafa gert ekki verið sóttir til saka og afli þeirra gerður upptækur?

Þess vegna finnst mér ekki hægt að ganga að þessu fyrirtæki í dag og segja að þessir tugir eða hundruðir milljóna sem þeir hafa eytt í kvóta sé tapað fé og veiðileyfið horfið og annarra að ákveða hvort bátarnir sem þeir eru í viðskiptum við fái að veiða áfram.

Átti þetta fyrirtæki að gera sér ljóst að þeir væru að kaupa þýfi og í staðinn halda að sér höndum og láta fiskvinnsluna, störfin og bátana fara til andsk... ?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 06:35

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

burt með kvótann, frjáls krókaleifi og landsbyggðin mun blómstra á ný.. kvótagreifarnir verða að stíga upp úr sólstólunum á spáni og drulla sér heim og fara að vinna.

Óskar Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 10:43

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Bragi ég skil ekki af hverju þú talar um þýfi? Enn sem komið er hefur engu verið stolið, nema menn hafi litið á það sem náttúrulögmál að kvótasinni stýrði sjávarútvegsráðuneytinu.

Síðasta ríkisstjórn (D og S) hafði það á stefnuskrá sinni að koma á stöðugleika í sjávarútvegi (les festa kvótakerfið í sessi).

Þessi illu áform heppnuðust  ekki.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2009 kl. 11:08

14 Smámynd: Hlédís

Sæll Sigurður!

Þýfis-hugtakið er komið frá mér eins og þú sérð ef lítur á pistilinn aftur. Það að selja e-ð sem maður á ekki má teljast þjófnaður. Þjófnaður af grunlausum (?) kaupandanum og einnig réttum eiganda, - hér þjóðinni. Brotaviljinn margumræddi er til staðar, en rétt hjá þér að auðlindin hættir að vera þýfi greifanna um leið og hún endurheimtist.

Hlédís, 24.5.2009 kl. 11:32

15 Smámynd: Hannes

Jón Bragi. Ef ég kaupi stolna vinnuvél í góðri trú má þá ekki taka hana af mér ef ég þarf á henni að halda vegna atvinnuhagsmuna? Það er sama hve lengi ég er með vélina sá á hana sem henni var stolið af en ekki sá sem keypti hana þó hann sé búinn að vera með hana færða í bókhaldinu sínu í 20 ár.

Hannes, 24.5.2009 kl. 13:39

16 identicon

                               Ætlar þjóðin að arðræna og svipa eigum útgerðarmenn sem hafa lagt aleiguna í að fjárfesta í kvóta???

Kvótabraskmennirnir hinir fáu útvöldu í stór útgerðinni sérstakalega hafa tekið sér fé út úr sjávarútveginum í tugum ef ekki í hundruðum milljarða króna. Verðmat á kvóta hverju sinni var látið ráða sem útgerðarmenn komu á sín á milli þ.a.s. kerfi var búið til sem bjó til eftirspurn á pappírum eftir kvóta sem stórhækkaði verðið á kvótanum án þess að rekstraáætlun fylgdi með til að sína fram að útgerðin gæti staðið undir þessum lántökum.

Gömlu bankarnir voru með menn í stjórnum sínum sem voru útgerðamönnum vilhallir í svikamyllunni jafnvel útgerðarmenn áttu sæti í stjórnum bankanna..Þetta jók líka hlutabréfavirði fyrirtækjanna og gerði kleift að borga út arð til hluthafa! Því má ætla kvótakerfinu væru hæg heimatökin til að sá um sig lántökum innan bankanna. Bankarnir tóku gilt að veðsetja kvótann út á reiknikúnstirnar sem notaðar voru svo í bókhaldið vegna þessara viðskifta.

Þessi mylla gerði það að verkum að kvótinn hækkaði og hækkaði í verði samkvæmt veð-og lánsþörfinni sem þessir aðilar töldu viðunandi til að sýna stöðugleika í reksrinum því það reyndi aldrei á greiðlugetu útgerðarinar á meðan á þessu stóð og þjóðin svaf vært á meðan hinir fáu útvöldu m.a.dældu fé út úr útgerðinni inn á sín einkahlutafélög hver fyrir sig .Athugið útgerðarmenn eru búinir að fá framlag til kvótakaupa greitt að fullu og meira til og það fyrir löngu..

Hvar eru rekstaráætlaninar sem lagar voru fyrir bankanna fyrir öllum þessum lánveitingum?

Hvar var fjármálaeftirlitið?. Hvar voru fjölmiðlarnir og hagfræðingarnir sem nú geysa um víðan völl eftir hrunið mikla nota bene með ráð á hverjum fingri hvernig gata megi beltið til að halda betur uppi buxurnum hjá almenningi.

Í þessu ljósi þó ég hafi alltaf samúð með þeim sem stendur höllum fæti er ég samt forviða af þeirri samúð sem þessum mönnum er sýnd þegar á að kalla inn kvóta hjá ríkisvaldinu. Mín samúð liggur hjá þeim sem kvótakerfið rassskellti þ.a.s.leiguliðarnir og síðan þjóðin sem þarf í dag að loka á eftir sér hurðum og ganga út á götunna. Kvótabrakkerfið er stærsta bankarán Íslandssögunnar og bjó til formúlunna til að nota á öðrum sviðum og lætur nú þjóðina borga!! Þá segi ég eins og Jón Sigurðsson forseti forðum ,,Vér mótmælum allir!’’

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:52

17 Smámynd: Hlédís

Baldvin!

Þú segir það sem ég vildi segja - og meira til. Takk!

Hlédís, 24.5.2009 kl. 15:11

18 identicon

Það er merkilegt hve útgerðamenn eiga bágt af því þeir keyptu kvóta í "góðri trú", meðan almenningur sem tók lán fyrir húsnæði í "góðri trú" má éta það sem úti frýs.

Útburður (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 17:34

19 identicon

Hannes. Við gætum lagt upp þetta vinnuvéladæmi þannig að það verði eitthvað svipað og kvótakerfið: Segum sem svo að það séu bara til tíu jarðýtur í landinu (eign þjóðarinnar) og enginn leið að kaupa fleiri til landsins. Alþingi ákveður þá að þeir sem hafa atvinnu af þessum jarðýtum fái einkaleyfi til þess að nota þær. Síðan verður einhver sem hefur svona leyfi leiður á "sinni" jarðýtu eða sér sér leik á borði að græða peninga og selur þeim sem vill hafa jarðýtu til umráða. Verðmyndun á þessum leyfum er frjáls og eingar athugasemdir koma frá yfirvöldum vegna þessarrar verslunar með leyfin.

Þetta gengur svo fyrir sig á þennan hátt í áratugi. Síðan kemur að því að þú vilt fá jarðýtu til umráða til framkvæmda og hagsbóta fyrir þitt byggðarlag. Hvað gerirðu þá? Jú, eini möguleikinn er sá að kaupa jarðýtuleyfi af þeim sem slíkt eiga og þú telur þetta það mikið hagsmunamál fyrir þig og þína heimabyggð að þú borgar það sem upp er sett fyrir leyfið, segjum 20 milljónir.

Fáeinum mánuðum seinna kemur ný ríkisstjórn sem segir að nú sé þessu lokið, jarðýtan verði af þér tekinn (eða notkunarleyfið skert með 5% á ári), þetta hafi allt saman verið ólög og vitleysa og að þú getir sjálfum þér um kennt að vera svona vitlaus.

Ég vil enn taka það fram að ég er eingann veginn að verja núverandi kvótakerfi eins og þeir geta séð sem nenna að lesa fyrri innlegg mín hér. Það getur vel verið að þessi Ásgeir Valdimarsson sé hinn versti maður og gróðapungur sem eigi allt hið versta skilið. Hef ekki hugmynd um það.

En eins og ég skrifa að ofan þá veit ég um fyrirtæki og sveitarfélög sem keypt hafa kvóta til þess að bjarga sínum byggðarfélögum frá hruni og kannske tekið til þess dýr lán og mér finnst ekki sanngjarnt ef taka á af þeim veiðileyfin bótalaust.

Ég get vel skilið reiðina á Íslandi yfir þeim sem mötuðu krókinn og gera trúlega enn á meðan að almenningur er illa staddur. Og mér er slétt sama þó að þeir sem upphaflega seldu þær aflaheimildir sem þeim voru gefnar af þjóðinni verði fyrir kostnaði þess vegna, en það er ekki víst að allir núverandi eigendur veiðiheimilda séu illa innrættir gróðapungar. Það getur eins verið sveitarfélög eða fyrirtæki sem eru af veikum mætti að reyna að halda uppi atvinnu úti á landi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 19:49

20 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Var Skjóna ekki á endanum dæmd Birni á Löngumýri eftir 10 ára hagagöngu hjá honum?

Sigurbjörn Sveinsson, 24.5.2009 kl. 20:28

21 identicon

Halai Gama (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:41

22 identicon

Hlédís, ég hef sent þér lítinn tölvupóst um lítið mál, miklu minna mál en kvóta-braskið.

magus (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:46

23 Smámynd: Hlédís

Takk, magus

Hlédís, 24.5.2009 kl. 21:03

24 Smámynd: Hlédís

Sæll, Sigurbjörn!

Útgerðar-brallarar og aðrir víkingar dæmast líka á þjóðina, að því er virðist af því hún hafi fóðrað þá í áratugi. Enginn segir að það sé réttlátt :)

Hlédís, 24.5.2009 kl. 21:07

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

5% fyrning er furðuleg leið! 

Í fyrsta lagi felst í þessu viðurkenning á núverandi kerfi og algjört ráðleysi við að komast út út því. Nær væri fyrir alla aðila að skipta um kerfi á einni nóttu eins og Færeyingar gerðu sem voru með kvótakerfi eins og við. Í dag dettur engum manni að snúa við enda viðurkenna allir að í gamla kerfinu hafi falist mikið brottkast og nú eru Færeyingar sem voru á hausnum vel aflögufærir.

Í öðru lagi tekur þessi leið 5 kjörtímabil og verður því aldrei farin því sama stjórnarmynstur varir ekki svo lengi.

Í þriðja lagi er þessi ríkisstjórn ekki með neinar áætlanir um hvað eigi að taka við. 

Ég ætla þó að taka viljann fyrir verkið og leyfa mér að vona að þessi táknræna aðgerð þýði að menn vilji fara að huga að góðri leið út úr þessum ógöngum. 

Sigurður Þórðarson, 24.5.2009 kl. 21:43

26 identicon

Ég er enn ad bída eftir svari vid tvi hvad thid viljid gera vid thá sem einfaldlega keyptu kvóta i tví skyni ad veida fisk og thar med halda uppi atvinnu hjá sjálfum sér og ödrum i sínu byggdarlagi.

Jon Bragi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:28

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jón Bragi.

Ég túlka ekki sjónarmið stjórnvalda í þessu máli og hef raunar ekki hugmynd um hvað það vilja en get að meinalausu svarað spurningu þinni fyrir mitt leyti.   Samkvæmt núgildandi lögum geta menn framselt aflaheimildir sínar sem þeir fá til eins árs í senn. Þeir sem selja slíkar aflaheimildir geta ekki gefið út afsal fyrir sambærilegum aflaheimildum um alla eilífð.  Þetta er grundvallaratriði og öllum ljóst sem starfa og fjárfesta í greininni.

Hitt grundvallaratriðið er að hér verður haldið áfram að veiða fisk þó kvótakerfið verði aflagt, væntanlega af sömu sjómönnum, sömu skipum og sennilega af sömu útgerðum að mestu leyti. 

 Spurning þín var dálítið leiðandi því í henni fólst að útgerðarmenn keyptu kvóta til að halda uppi atvinnu "í sínu byggðarlagi". Nú kann vel að vera að þú þekkir dæmi um slíka byggðastefnu einstakra útgerðarmanna en hin dæmin um að kvóti hafi verið seldur og sjávarþorp sem liggja við auðum fiskimið hafi verið lögð í rúst eru mér kunn. 

Þá er það útbreiddur misskilningur að kvóti sé ávísun á óumbreytanleika. Allir sem stunda útgerð vita að svo er ekki. Dæmi: Hér við land voru aðrar fiskitegundir og í öðrum stærðarhlutföllum þegar kvótakerfið var sett. 

Það sem vinnst með því að afnema kvótakerfi er m.a. betri yfirsýn yfir veiðiþol stofna og þar með meiri afrakstur. Brottkast yrði tafarlaust aflagt enda hyrfi fjárhagslegur ávinningur af því. Meira búsetu- og atvinnuöryggi byggðarlaga sem búa við staðbundin og auðug fiskimið t.d. Grímsey en fiskurinn er þar enn á fjöllunum, þó kvótinn hafi horfið. 

Færeyingar bjuggu við kvótakerfi eins og Íslendingar þar voru skuldir útgerðarinnar og þjóðarbúsins miklar. Þeir afnámu kerfið á einni nóttu og hættu þar með brottkasti. Útgerðin borgaði skuldir sínar og Færeyingar eru nú aflögufærir. Þar dettur engum manni í hug að snúa til baka. 

Persónulega hef ég meiri áhyggjur af stöðu þeirra sem leigja kvóta (leiguliðanna) eða heimilanna með myntkörfulánin. Fjölmargar útgerðir skulda miklu meira en þær munu geta borgað, þar sem óveiddur fiskur hefur verið veðsettur í erlendum bönkum. Þannig skuldar hver lifandi þorskur um 7000 krónur en flakaður legst hann á um 1300. Skuldir sjávarútvegsins eru varlega áætlaðar þrefaldar brúttó árstekjur.

Niðurstaða: Reynsla Færeyinga ásamt ofangreindum rökum sýna að það verður auðveldara fyrir útgerðina að greiða skuldir sínar ef kvótakerfið verður aflagt. Engu að síður eru skuldirnar svo hrikalegar að jafnvel afnám kvótakerfisins mun ekki hjálpa þeim. 

Sigurður Þórðarson, 25.5.2009 kl. 10:43

28 Smámynd: Hlédís

Gott innlegg, Sigurður, eins og þín var von og vísa.

Vonandi fræðist Jón Bragi og e t v einhverir sem eiga leið hjá.

Fróðlegt væri ef Jón Bragi segði okkur hvaða útgerðar-bjargavættir það eru sem hafa fórnað sér fyrir byggðarlög sín - og  hann hefur mestar áhyggjur af.

Hlédís, 25.5.2009 kl. 11:06

29 identicon

er ekki einn punktur í þessari umræðu að gleymast.kvótakerfið hefur þegar verið dæmt mannréttindabrot.finn reyndar til með þeim sem keyptu sig inn í kvótakerfið en það einkennir íslenskt þjóðfélag að það er ekki sá sem skítur í heyið sem hreinsar það

páll heiðar (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 11:13

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem L.Í.Ú liðar skilja ekki að það á ekki að hætta að veiða fiskinn í sjónum.  Þó einhverjir þeirra fari á hausinn, þýðir það ekki að fiskveiðum verði hætt.  Þá koma nýjir aðiljar inn í veiðarnar, sem geta þá gert út hagkvæmar en þeir.  Það á enginn fiskinn í sjónum, eins og komið hefur fram hér í færslum á undan, enda er hann sameiginleg eign þjóðarinnar.  Það á að taka veðréttin, leiguréttin og framsalsréttin af þeim sem nýta kvótan, en leyfa þeim að halda nýtingarréttinum.  Þ.e. þeir fái að veiða það sem þeir afla sjálfir, hinu eiga þeir að skila til baka, því það hefur enginn rétt til að gera annan að leiguliða um sameign þjóðarinnar allrar, í þessu liggur óréttlætið fyrst og fremsmt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:13

31 Smámynd: Hlédís

Góð innlegg, Ásthildur og páll heiðar!

Sérlega mikilvægt það sem þú skrifar, Ásthildur, - að veiðirétthafar eigi ekki að mega leigja réttinn út. Slíkt ætti þó þessi blessuð jafnaðarmanna-stjórn okkar að geta afgreitt með pennastriki!

Hlédís, 25.5.2009 kl. 12:51

32 identicon

Já! Er ekki hægt að stoppa það STRAX að veiðiheimildir séu leigðar út af öðrum en ríkinu? Ríkið þyrfti ekki að leigja þær dýrt, en ætti að geta tekið eitthvert leyfisgjald. Ekki er fjárhagurinn á ríkisbúinu of beysinn!

Útburður (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:59

33 Smámynd: Hlédís

Rétt er það, Útburður.

Hvað ætli hindri bann á framleigu kvóta?

Hlédís, 25.5.2009 kl. 14:01

34 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar Sigurður. Ég skrifa heldur ekki hér sem fulltrúi neins heldur eru þetta bara mínar eigin fávíslegu hugleiðingar og ég er einginn sérfræðingur í kvótakerfum.

Ég hef til dæmis einga hugmynd um hvernig þetta sóknarkerfi virkar sem þú segir að hafi virkað vel í Færeyjum. Sá reyndar frétt hér sem bendir til að þeir séu enn með einhvers konar kvótakerfi alla vega árið 2003. http://skip.vb.is/frettir/nr/2889

Og þetta með úthlutun til eins árs skil ég ekki heldur hvernig virkar. Ef ég kaupi kvóta, er hann þá útrunninn og mér ónýtur eftir eitt ár?

Ég var sjómaður um tíma fyrir tilkomu kvótakerfisins og það eina jákvæða við kvótakerfið er að nú er ekki sótt eins hart og þá var í svo til hvaða veðri sem var. Menn vita að þeir ná sínu þó þeir fari sér aðeins hægar. Ég man þegar þótti nánast sjálfgefið að þjóðin sæi á eftir heilum skipshöfnum á hverjum vetri. Tugum manna.

Varðandi það sem þig langar að vita Hlédís um "-hvaða útgerðar-bjargavættir það eru sem hafa fórnað sér fyrir byggðarlög sín" þá hef ég ekki talað um neina "fórn" í því sambandi heldur þau fyrirtæki/sveitarfélög sem keypt hafa til baka kvóta til sinna byggðarlaga eftir að þeir sem vildu heldur baða sig í peningum en veiða fisk voru búnir að gera byggðarfélögin nánast kvótalaus. Ekki kannske endilega af neinni fórnfýsi heldur vegna þess að þeir sjá sér hag í því. Og það eru reyndar til dæmi um það að hagsmunir sveitarfélaga, íbúa og atvinnurekanda fari saman þó að sú hugsun virðist því miður oft framandi fyrir þá sem eru á vinstri kantinum. Og það eru hugsanlega þessir aðilar sem geta orðið illa fyrir barðinu á þessum aðgerðum núverandi stjórnvalda, en ekki gróðamennirnir.

Eins og áður er sagt er ég alls ekki að mæla núverandi kvótakerfi bót. Ég er aðeins að pæla í því hvort ekki verði bakari hengdur fyrir smið hér. Þá er ég dálítið hræddur við það ef að á að fara að úthluta kvóta pólitískt beint úr sjávarútvegsráðuneytinu.

Pólitískar veitingar hafa sjaldan gefist vel hvorki á Íslandi né annars staðar og eru alveg gráupplagðar fyrir spillingu. Þeir sem styðja núverandi ríkisstjórn þykir trúlega allt gott og blessað í dag og treysta á réttlæti sinna manna, en gætu ekki runnið á þá tvær grímur þegar t.d. S og B sitja næst í stjórn og fara að hygla sínum mönnum? Gætu þá ekki komið aftur upp raddir um svívirðilegt kerfi sem beri að afnema ekki seinna en strax?

Ef ég á að nefna nöfn um það sem þú kallar "útgerðar-bjargavætti" get ég nefnt af handahófi Sparisjóð Bolungarvíkur. Sjá frétt hér: http://www.vikari.is/?m=0&cat=7&pageid=1147&page=4

Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:39

35 identicon

LÍÚ hefur Átt stjórnvöld landsins í áratugi - Kannski breytist eitthvað hjá fyrstu Vinstri stjórninni.

breki (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:39

36 Smámynd: Hlédís

Þakka þér, Jón Bragi!

Ég sé að við vitum hvorugt mikið um staðreyndir í veiðiheimilda/kvóta-málum.

Hlédís, 25.5.2009 kl. 19:51

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir málefnalega umræðu.  Einn er sá þáttur sem ég hef ekki nefnt en það eru mannréttindabrotin.  Flest okkar finnum til með leiguliðunum, þrælunum sem ég kalla. Mennirnir sem borga 8 krónur af hverjum 10 sem þeir þéna til kvótagreifans. Jafnvel kvótagreifunum vöknar um augu og nú bjóðast þeir til að hugleiða hvort þeir dragi ekki úr eða hætti að leigja út veiðiheimildir til leiguliða "ef það yrði til að ná sáttum".  En þess konar réttlæti er einmitt það sem leiguliðarnir óttast mest, þannig yrðu þeim allar bjargir bannaðar. "Slæmt er þeirra ranglæti en sýnu verra er þeirra réttlæti", segja þeir. Þetta þekki ég vel því ég á bekkjabræður og vini úr Stýrimannaskólanum sitt hvoru megin við borðið.  Þetta eru allt ágætis menn en það kerfið sem er ómanneskjulegt. Þetta kerfi var fordæmt af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og ég get ekki séð að það skáni þó við skerum leiguliðana niður við trog.   Þvert á móti er hér á ferðinni ný og endurbætt útgáfa af sögunni "um lamb fátæka mannsins."

Sigurður Þórðarson, 25.5.2009 kl. 20:23

38 identicon

Takk sömuleiðis Hlédís, Sigurður og þið hin. Ég held ég sé búinn að tæma þá mælendaskrá sem var á lista í mínum hugarheimi varðandi kvótamálin :)

P.s. Það að nafnið þitt varð blátt hér að ofan þýðir ekki annað en það varð það af einverjum ástæðum þegar ég kópíeraði það. Ekki er um að ræða að ég sé að gefa í skyn pólitískar skoðanir þínar :)

Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:32

39 identicon

Nafnið Sigurðar þórarinssonar meinti ég náttúrlega...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:34

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Jón Bragi, þetta er allt í góðri meiningu hjá okkur

Sigurður Þórðarson, 25.5.2009 kl. 20:37

41 identicon

Sömuleidis Sigurdur :)

Jón Bragi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband