Setur Björgvin skilyrði fyrir setu í ríkisstjórn? Hver biðlar til hans?

Evrópustefnan verði á hreinu
Innlent | mbl.is | 20.4.2009 | 20:29

Björgvin G. SIgurðsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. "Björgvin G. Sigurðsson, .....fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði ..á Selfossi, að samstarf í ríkisstjórn ..komi ekki til greina nema Evrópustefnan verði á hreinu."

segir í tengdri frétt

Hver biður Björgvin að setjast aftur á ráðherrastól? - ER hann hæfari nú en í janúar?

Getur drengurinn  skilið að ÞJÓÐIN hefur síðasta orðið um aðild að Bandaríkjum Evrópu. Ríkisstjórn getur eingöngu kannað aðildarskilmála - og EKKI FYRR en eftir að brýnustu björgunaraðgerðir eru afstaðnar! Basta!

     ----     ---     ----

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

´


 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei hreint ekki trúverðugur þessi maður. Sem viðskiptaráðherra feilaði hann stórlega

Álítur sig hvítþveginn af því að hann yfirgaf stjórnina 2 dögum fyrir stjórnarslit.

Ekki minn tebolli...

hilmar jónsson, 20.4.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er hann að gaspra ?

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 21:24

3 identicon

Sæl Hlédís. 

En sjáiði til þetta er ekkert sami Björgvin G. og hélt lofræðurnar um útrásarvíkingana og bankaglæponana í aðdraganda efnahagshrunsins og skyldi ekkert afhverju kerfið svo hrundi.

Þetta er heldur alls ekki sami Björgvin G. og sat svo sem fastast áfram í Ríkisstjórninni eftir hrunið og fannst honum enga ábyrgð bera en neyddist svo til að segja af sér þegar hann sá að stjórnin var búinn á því og þá til að reyna að bjarga eigin skinni.

Þessi maður er allt annar maður og í alveg splunkunýjum "ARMANI" jakkafötum og hann er ekki einu sinni í stjórnmálum því hann er trúboði og boðar fagnaðarerindið og rétttrúnaðinn um ESB sem lausn á öllum okkar vandamálum.

Þetta er "Nýji Björgvin G."

Hann er allt annar maður og hann er bankamálaráðherra efni Samfylkingarinnar í næstu Ríkisstjórn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Páll Höskuldsson

Hlédís ! Björgvin er svona korter í þrjú maður. Hann reynir að redda sér á lokmetrunum. Hann einmitt boðaði blaðamannafund á sunnudagsmorgni daginn fyrir stjórnarslit og sagði af sér.

Björgvin er ein af ástæðum þess að ég kýs ekki Samfylkinguna nk. laugardag.

Páll Höskuldsson, 20.4.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Hlédís

 Hilmar, Finnur og Gunnlaugur - Þið segið nokkuð!

'Nýi BjG' er þó hvað 'skuggvænlegast' - Við höfum nóg af 'Ný'-pólitíkusum.

Hlédís, 20.4.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: Hlédís

Páll - Segjum tvö!

Hlédís, 20.4.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: H G

Svo eru sett skilyrði fyrir "kommbakkinu"!

H G, 20.4.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru 3 flokkar sem hafa tekið fullan þátt í spillingunni og það verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn án þátttöku eins þeirra. Ég held því að VG hafi leikið af sér með því að lofa að vinna eingöngu með Samfylkingunni. Það er rétt sem Atli Gísla sagði að við vitum ca  94%-98% hvað kemur út úr aðilaviðræðum. Framsóknardýralæknirinn fór með hreint fleipur (ég nota ekki ósannindi því ég treysti því að hann viti ekki betur) þegar hann gaf í skyn að Malta hafi fengið varnalega undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB. Varanleg undanþága hefur aldrei staðið neinu landi til boða og hefur verið útilokuð af talsmönnum ESB enda jafngilti hún afnámi Rómarsáttmálans, stjórnarskrá ESB.

Svo fannst mér með ólíkindum að frambjóðendur skyldu ekki sjá neina neitt athugavert við að stjórnmálamenn stofnuðu góðgerðafélög um stuðning við sjálfa sig þannig að hægt sé að halda leyndum hverjir styrkja þá og hve mikið.  Góðgerðafélögin eru flest til stuðnings frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins en Samfylkingin á þar sína fulltrúa s.b.r. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Benedikta E

Góð spurning hjá þér Hlédís 

Svo hvorki man hann - veit - né hefur heyrt ! Enda alveg - hvít þveginn..........

Benedikta E, 20.4.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Hlédís

Gott innlegg, Sigurður

Talandi um Góðgerða-Félög: ansi var Sverrir Her. góður í 'Silfrinu' í gær!  Taldi Sverrir, m a, Víkingana 'okkar' svo vana menn að fengju örugglega verkefni hjá SjáLfstæðisFLokkum Sikileyjar, Chicago og Moskvu - sem hann nefnir mafíur.

Hlédís, 20.4.2009 kl. 22:54

11 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Öll vonum við að krónan braggist á endanum. Um leið verður hún freistandi skotmark fyrir braskara. Það felst ekki mikil áhætta í því fyrir braskara að taka stöðu gegn krónunni. Efnahagur Íslands er svo lítill, að lífeyrissjóðir, bankar, vogunarsjóðir og jafnvel fjáðir einstaklingar geta stjórnað verði krónunnar og innleyst hagnað eftir smekk. Við getum ekki varist þessu nema halda uppi gjaldeyrishöftum og ganga út úr samningum um frjálst flæði fjármagns. Þá verðum við komin þar í sögunni þar sem er 6. áratugur síðustu aldar. Skömmtunarmiðar upp á bomsur og smjörlíki.

Ergo: Við getum ekki notast við krónuna áfram hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Við eigum fáa kosti aðra en að fara í ESB. Ég sé enga. Mér þætti vænt um að fá fræðslu um aðra kosti í stöðunni. 

Sigurbjörn Sveinsson, 20.4.2009 kl. 22:56

12 Smámynd: Hlédís

Benedikta!

Það sést líka óvíða annað eins engla-bossa-babyfeis

Hlédís, 20.4.2009 kl. 22:57

13 Smámynd: Hlédís

Sigurbjörn! Sammála þér.

Þetta ástand er grafalvarlegt - og þarf hreina snilli til að finna lausnir og framkvæma þær. Eigum við að grátbiðja BGS um að taka verkið að sér?

Hlédís, 20.4.2009 kl. 23:12

14 identicon

Góður pistill.

Ég sá hárkolluna á Björgvini sitja skakka og held líka að tennurnar hafi ekki verið alveg í takt við kjálkana:)

Sigurður líka réttur, Malta hvað? Malta veiðir innan við 0.1 % af því sem við veiðum og njóta því fráviks sökum verndarsjónarmiða, sem sé enginn fiskur þar. Bull allt saman 

sandkassi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:14

15 Smámynd: Hlédís

Bomsu- og smjörlíkis-skömmtun á 6. áratugnum?! það sem ég man best frá haftatímunum var gegndarlaus FLokkaspilling í gjaldeyris- og lána-úthlutunum. Gæðingar fengu gjaldeyri með 60% afslætti og 'gíga'-lán á stórlega neikvæðum raunvöxtum.   Rétt hjá þér, Sigurbjörn - Slíkt væri ekki sérlega skemmtilegt að endurtaka.

Hlédís, 20.4.2009 kl. 23:24

16 Smámynd: Hlédís

Slóð á stóran pistil um Evru-Bjarghringinn:

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/858733/

Hlédís, 20.4.2009 kl. 23:42

17 Smámynd: Hlédís

Sigurbjörg mín!

Ég er ekki hrædd við umræður og alls ekki hrædd við SF ;)   - Stöku einstaklingar þar eiga bara ekki eftir mikinn kvóta hjá mér.

Hlédís, 21.4.2009 kl. 00:00

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigurbjörn, fyrir það fyrsta hefur hvorki þú né nokkur annar gert tilraun, sem mark er takandi á, til að sýna fram á einhvern ábata fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Þess vegna er furðulegt að sjá þig setja fram krðfu um að bent sé á "aðra lausn". Með þessu ert þú ranglega að gefa í skyn að það felist einhver lausn í því að ganga í Evrópusambandið. Í mínum huga og margra annara sem hafa lagt sig eftir að kynna sér málin myndi aðild þvert á móti skapa gríðarlega óvissu um helstu auðlind þjóðarinnar sem gætu gert komandi kynslóðir að bónbjargarmönnum í Brussel. Vanamálið núna er að borga Jöklabréfin, ef við tækjum upp annan gjaldmiðil t.d. evru eða dollar yrði að greiða þau út í hönd. 

 Gunnar, Malta fékk ekki varanlega undanþágu.

Hlédís ég hef lengi haldið upp á Sverri Hermannsson, minn gamla flokksformann, hann hefur ýmislegt til brunns að bera t.d. mikla frásagnarhæfileika. 

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 00:43

19 identicon

Sigurður,

ég var alls ekki að andmæla þér heldur þverrt á móti. Það frávik sem Malta fékk byggist á verndarsjónarmiðum en felur á engan hátt í sér undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:20

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurbjörn Sveinsson? Þetta er svo klikkað komment að ég sem helt að ég væri ruddi er bara kórdrengur við hliðina á honum.

Eða er búið að loka ÖLLUM geðspítölum á Íslandi í sparnarskyni? Sigurbjörn! Það er ENGIN tenging milli þess að ganga í ESB og að skipta um gjaldeyri á Íslandi.

Hvað með Japanskt yen eða Kínverkst yuan...eða bara rússneskar mafíu  rúblur...

Óskar Arnórsson, 21.4.2009 kl. 06:42

21 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Í athugasemd 19 felst ásökun um að engin rök hafi verið færð fyrir ábatanum af ESB  aðild. 

Þetta er ekki rétt að mínu mati.

Skýrt kemur fram að ég tel það grundvallarnauðsyn að fá nothæfan gjaldmiðil þannig að við losnum við þá nauð að þjóðarauðurinn sé á útsölu í útlöndum með reglulegu millibili. Þá liggur beinast við að taka upp þann gjaldmiðil, sem endurpeglar stærsta hluta utanríkisverslunarinnar. Fram hefur komið, að þetta verður trauðla gert án aðildar að Evrópusambandinu. Henni kann að fylgja fórnarkostnaður en þann fórnarkostnað verður að leiða fram til að við getum tekið afstöðu til hans. 

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 08:22

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta Sigurbjörn. Við vitum að ef hér hefði verið evra þegar bankahrunið gekk í garð hefðum við samstundis fengið ekki minna en 40% atvinnuleysi og sjálfsagt mun hærri tölu. Íslenska krónan er ekki gallalaus en það er fráleitt að kenna henni um slaka efnahagsstjórnun.  Auðvitað kemur það til álita að skipta um gjaldmiðil þegar Íslendingar verða borgunarmenn fyrir skuldum sínum, fyrr er það hvorki tækni- né fræðilega hægt.

Varðandi að að "við verðum að leiða í ljós" hver fórnarkostnaðurinn er bið ég þig að nefna einn frammámann í ESB sem hefur gefið það í skyn að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni. Og af því að ég veit að þú getur það ekki liggur beint við að spyrja hvort þér finnist það til vinnandi að fórna forræði okkar yfir auðlindinni?

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 09:05

23 Smámynd: Hlédís

Góðan daginn, Sigurbjörn!

Bomsur og smjörlíki koma aftur upp í hugann. Skemmtilega orðað hjá þér - en þú veist samt örugglega að Íslendingar framleiddu sjálfir bomsur og smjörlíki á sjötta áratugnum?

Um fjárhagslegu frelsunina af Evruninni fer vægast sagt tvennum sögum. Þar heyri ég rök með og móti frá fólki sem ég venjulega tek mikið mark á.

Hlédís, 21.4.2009 kl. 09:30

24 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef oftar en einu sinni staðið í stappi vegna kjarasamninga stéttar minnar. Undantekningalaust hefur það legið fyrir af hálfu viðsemjandans, að ekkert svigrúm væri til kjarabóta og kröfugerð stéttarfélagsins væri nánast marklaus. Þetta hefur þó aldrei orðið til þess að samningaviðræður væru taldar dauðadæmdar fyrirfram og ástæðulaust að reyna þær.

Þannig liggur enn ekkert fyrir hvernig farið yrði með auðlindir okkar og afleidda atvinnuvegi og sú vitneskja mun ekki koma nema fyrir samræður.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 09:34

25 Smámynd: Hlédís

Viðræður um aðildarskilmála eru sjálfsagt mál.

Augljóst án atkvæðagreiðslu að það er vilji meirihluta þóðarinnar.

Hlédís, 21.4.2009 kl. 09:56

26 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ragnar í Smára var mikill mannvinur og menningarfrömuður og vildi öllum gott gera en hann komst ekki hjá því frekar en við hin að sækja þurfti skömmtunarseðla fyrir smjörlíki upp á loftið í vesturenda Gúttó, þar sem alþingismenn parkera nú bílum sínum án þess að pöpullinn trufli. Eins var það með tékknesku bomsurnar, sem komu með Skoda og Tatra og Barum börðum til landsins. Gott ef þetta voru ekki Barumbomsur.

Finnarnir hafa sannað að bomsur geta tekið á sig margvíslega hátæknimynd. Sú þróun hófst með þeirra kreppu. Þeir bjuggu fyrst við fjárhagslega kúgun Ráðstjórnarinnar og lentu síðar í bankakreppu eins og við. Af því varð margvísleg blessun fyrir þá m.a. aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru. En nú er ég kominn það langt frá efninu að truflað gæti vini mína Sigurjón og Óskar.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 10:03

27 Smámynd: Hlédís

Ekki má nú trufla vinina ;)

Hlédís, 21.4.2009 kl. 10:11

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sigurbjörn ég trúi þér vel varðandi kjarasamningana aðdragandi þeirra lítur ákveðnum venjum og líklega gera samningar við ESB það líka. Samfylkingin má vel hafa þá skoðun að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið en´fyrst þetta er stærsta og kannski eina kosningamálið er þa´ekki full metnaðarlítið að upplýsa hvað menn vilja fá og hverju menn vilja fórna eða kannski enn frekar hverju menn vilja alls ekki fórna? 

Ég veit ekki betur en það séu kratar á Spáni,  Portúgal og Bretlandi, sem ráða mestu um sjávarútvegsstefnu ESB. Á ég að trúa því að Samfylkingin hafi ekki reynt að hlera skoðanabræður sína í ESB varðandi varanlegar undanþágur?

Svarið við þessari spurningu kemur ef til vill fram í því að Samfylkingin hefur sagt að "við getum breytt kerfinu innanfrá" þar sem við fengjum 3 fulltrúa af rúmlega 500. Þess utan gætum við aldrei keppt við allan þann urmul "lobbyista" sem haldið er úti í Brussel.

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 10:15

29 Smámynd: Hlédís

1) Yfirráð allra auðlinda Íslands til Brussel,

2) og eftirfarandi fréttir um 'gróða' Íra af Evru-upptöku:

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/858733/

 - Hvað skal gera?

Hlédís, 21.4.2009 kl. 10:34

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki með Eddukvæðin við höndina en mér lærðist ungum að í þeim fælist mikil speki eitt kvæðanna hljómar einhvernvegin svona ef ég man það rétt:

 Bú er betra þótt lítið sé// taugreftraðan sal og tvær geitur// blóðugt er hjarta þeims// er biður sé í mál hvers matar.-

Ég vil ekki taka á mig þá ábyrgð að niðjar mínir og ykkar þurfi að eiga það undir breskum eða spænskum útgerðaraðli hvað þeir mega fiska við Íslandsstrendur. 

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 10:58

31 Smámynd: Hlédís

Nógu illa höguðu spilltir, gráðugir og/eða heimskir íslenskir ráðamenn sér er gáfu veiðiheimildirnar. Nú þarf að greiða úr þeirri stertabendu og er ærið verkefni. Heyrst hefur frá reiðum  Íslendingum að gott væri á sægreifana að missa 'réttinn' til annarra Evrópubúa. Tel það hæpna lausn. 

Hlédís, 21.4.2009 kl. 11:23

32 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Gamall latneskur málsháttur er í miklu uppáhaldi hjá mér og minnti ég gjarnan vini mína á þessi sannindi, þegar þeir gengu í hnapphelduna hér áður fyrr: Beneficium accipere libertatem est vendere, sem útleggst þannig: Að þiggja velgjörð er að selja frelsið. Þetta hljómar auðvitað mikið betur snarað: Æ sér gjöf gjalda. 

Þannig er það á þessari vegferð sem við erum. Við brjótum brauðið og deilum því og þá má metta svo marga að undrun sætir. 

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 11:25

33 Smámynd: Hlédís

Satt er, góðu vinir, að brauð heimsins getur mettað svo marga að undrum sætir.

það er er bara með brauðið eins og 'heimsins skóhlífar' sem 'safnast á fáeina fætur' í ljóði Tómasar Guðmundssonar:

- Brauðið er frekar urðað, en því sé deilt, við núverandi stjórnarhætti í veröldinni.

Hlédís, 21.4.2009 kl. 11:52

34 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þú ert alveg makalaus. Ég er mát. En ekki uppgefinn!

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 11:59

35 Smámynd: Hlédís

Það er mér heiður og ánægja að skiptast á hugmyndum við þig, Sigurbjörn!

Hlédís, 21.4.2009 kl. 12:09

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Hlédís en við skulum ekki gleyma því að hringinn í kringum landið býr fólk sem rær til fiskjar og vinnur aflann. Ég var hálfa ævina þátttakandi í þesskonar lífsstriti og mín samúð er með því fólki. Sigurbjörn, frelsi okkar nær að því að við getum selt okkur sjálf í ánauð.  Við getum verið á öndverðu meiði um Evrópusambandið en við ættum að vera sammála um að gera niðjum okkar það ekki að  veðsetja frumburðarétt okkar, fiskimiðin hvorki fyrir baunadisk eða evru.

Í guðanna bænum ekki skilja mig þannig að ég sé á móti því að vita hvað er í boði. Ég eyddi heilli helgi í að skoða það og tel mig alls ekki þekkja það til fulls en ég vil setja skilyrði og þykist sjá að ESB muni ekki ganga að þeim. 

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 12:12

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér finnst líka mjög gaman að ræða við ykkur en verð að fara í annað

 Takk, sjáumst

Sigurður Þórðarson, 21.4.2009 kl. 12:14

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skilaboð Samfylkingarinnar eru einföld. Ef við eigum að hjálpa ykkur eftir kosningar garmarnir ykkar þá byrjum við á að semja um aðild að ESB. Ef þið ætlið eitthvað að móast við í þessu máli þá barasta getið þið átt ykkur.

Nú og ef þið eruð svo heimsk að skilja ekki að þetta er ykkur fyrir bestu þá barasta kjósið þið eitthvað annað. En við ætlum ekki að stjórna þessu landi til frambúðar án þess að vinna eftir stjórnarskrá ESB. Og hafiði það!

Árni Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 14:30

39 Smámynd: Rannveig H

Það er hvorki iðrun né auðmýkt í kosningabaráttu þessara manna sem leiddu þjóðina í þetta hrun allra tíma, heldur ganga þeir fram í hroka vissir um sitt eigið ágæti sem ekkert er.

Rannveig H, 21.4.2009 kl. 21:09

40 Smámynd: Hlédís

Sæl, Rannveig og Árni!

Það þyrfti að gera betur ætti að fá mig til að kjósa Fylkinguna núna.

Hlédís, 21.4.2009 kl. 22:45

41 identicon

mér misbýður maðurinn bara, hvað er hann að hugsa að ætla í framboð?

sandkassi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband