Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Vildi Davíð þjóðstjórn í byrjun september sl.?

Er söguminni þingmanna eða Mbl.-fréttamanna svona stutt? Bankahrunið varð í byrjun október-mánaðar.   Davið er vissulega snjall og AFSPYRNU-forspár, að eigin sögn, en .....?!
mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannorðsmorð - tek undir það!

 

Er ekki búið að úthrópa manninn nóg ?   Nú vill Bloggdómurinn hengja hann í næsta tré!  - Þökk sé Riddaranum, Baldri, Páli, Gunnari Th., Beturvitringi og öðrum fyrir skynsamlegar ábendingar til 'snöruliðsins'.

 

Það þolist ekki að karlmaður, hvað þá prestur, sé hlýr og opinskár. Faðma hann ekki, nema e.t.v. rafrænt! - slíkt er nefnilega búið að innleiða í bloggið - og telst hættulítið fyrir þolandann. -  Auðvitað átti presturinn að halda að sér höndum, eins og afar, frændur og feður eiga líka að gera, svo ekki verði sakaðir um sifjaspella-tilburði.  Mörg sem skrifa hér virðast ekki vita að örgustu kynferðisbrotamenn eru alveg nógu séðir til að forðast faðmlög á almannafæri. Þeir fordæma jafnvel slíkan ósóma og eru oft mjög sannfærandi í siðprýðinni! 

 

Réttsýnt fólk!  Varið börn, drengi sem stúlkur, nógu oft við öllum sem snerta þau - hvað þá sýna þeim hlýju  -og svona dómsmálum mun sífjölga. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sársaukafullur niðurskurður! - Fyrir Pál?

Laun útvarpsstjóra"kunna að vera" of há, er haft eftir Þ.K.G.  Páll sker aðra niður við trog - meðan trónir áfram, rogginn og oflaunaður - í  rýrara búi en kom að.    Eftir á að hyggja, minnir þessi lýsing mjög á Seðlabankastjórana þrjá  - svo ekki sé minnst á fleiri. 


mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni leyfir mótmæli..... svo fremi...

... að þau trufli ekki! 
mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaþvottur? -Þvættingur!

Peningaþvættisstöðinni hf bárust 496 tilkynningar um grunsamleg viðskipti í fyrra og ekkert reyndist hæft í neinni þeirra. Mikið eru þetta góðar fréttir,  þó við vitum auðvitað að Ísland er spillingarlausasta land í heimi!  Það má barasta leggja þvottastöðina niður, -  eða þannig.


mbl.is Rúmlega 1100 tilkynningar á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli gegn gölluðum, jafnvel spilltum, stjórnendum...!?

..Ekki dettur okkur í hug að bera Ísland saman við þessi ósköp í útlöndum?!   Hjá okkur er allt svo lítið í sniðunum -og spilling flokkanna voða pen!  Auk þess erum við orðin svo vön gagnkvæmu bitlingunum þeirra, að við teljum þá orðið náttúrulögmál!  Ekki orð um það meir....
mbl.is Stjórn Taílands dæmd frá völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar: Borgarafundur - Seðlabankaheimsókn.

Merkilegt með fjölmiðlana! Ég sat í bílnum á leið heim af fundinum, er fékk annarsvegar frétt um borgarafundinn þar sem "að mati lögreglu" höfðu mætt ríflega 800 manns - Rétt á eftir hét það í útvarpi, eitthvað á þessa leið: "Borgarafundurinn fór úr böndunum- og nú eru um 150 manns að ráðast á Seðlabankann!" Eitt veit ég - það er að borgarafundinum var slitið á venjulegan hátt og fór ekki úr neinum böndum - Á fundinum var alltof fátt fólk  - þó fleira en 800. Fjölyrði ekki um framtak þeirra er vildu ræða við Davíð O. eftir fundinn. Hann hafði að sjálfsögðu lokið sínum vinnudegi!    Hinsvegar var mjög misráðið að boða til mikilvægs fundar svo löngu fyrir vinnutímalok almennings. Margir hafa vinnu enn sem betur fer, og það komast ekki allir frá eins snemma og DO.
mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt ómálefnalegir krakkar! - ályktar spakur Stefán F. Stefáns!

Stefán!   Mér , glænýjum bloggara, skilst að þú sért svona frekar "XD" - Gæti verið misskilningur. Við, þér mun eldri, munum eftir foreldrum okkar koma tárfellandi heim (Táragas var orsökin - ef þú skyldir ekki vita það!) af frægum mótmælafundi 1949. Þar var málefnalega krafan sú að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um inngöngu í NATÓ. Málefnaleg rök hindra ekki ofbeldi valdhafa! Þú mátt trúa því, drengur minn Wink    Unga fólkið sem þú kallar krakka, er orðið þreytt á að vera, ásamt obba þjóðarinnar, hunsað af valdhöfum vikum og mánuðum saman. Við sem eldri erum þekkjum okkar heimafólk - en höldum samt áfram að ströggla.

Með kveðju og von um vaxandi skilning!


mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband