Fyrir hverja - aðra en forstjórana og gæðinga - eru lífeyrirssjóðirnir ?

  Undrast dráttarvexti á eigin lífeyri
Innlent | mbl | 20.5.2009 | 10:34
Mynd 487961 Karlmaður sem missti skuld vegna vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda í lögfræðiinnheimtu undrast að þurfa að greiða öll gjöldin sem leggjast á skuldina vegna eigin lífeyris á efri árum. ------      
Framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda: "Við göngum eins langt og okkur ber að gera. Það getur ýmislegt fylgt því.“ .. 

..segir í tengdri frétt - og verður ekki betur séð í en til greina komi að bjóða upp eigur fólks vegna vanskila á þess eigin lífeyri!

Fyrir hverja - aðra en forstjórana, stjórnirnar og innheimtulögfræðinga - eru lífeyrissjóðirnir í núverandi mynd?

.

Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!" 

 


mbl.is Undrast dráttarvexti á eigin lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hlédís.

 Já, satt segir þú um þetta , en ég vil koma því hérna fram að vinur minn var að hringja í mig og var að segja mér frá bréfi sem hann var að fá frá GILDI um að bætur hanns (hann er öryrki með 10 ára drenga á framfæri)

 LÆKKI um 10.000 kr. og munar um minna en þeir réttlæta þetta í bréfinu með því að sjóðsfélagar hafi 2 svar sinnum fengið hækkun umfram það sem að þeir áttu að fá, fyrst 2006 og aftur 2007..

 Þess vegna sé þetta í raun og veru ekki skerðing.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:11

2 identicon

Nú er líka komið í ljós að sjóðstjórnendum er ekki treystandi - Sukk og svínarí.    Verst að einn sjóður fyrir alla landsmenn er heldur ekki örugg trygging gegn glæfrafólki.

Líf (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Hlédís

Ekki líst manni á sukklýsingarnar, Líf og Þórarinn!

Hlédís, 20.5.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Hlédís

Ekki verður betur séð í fréttinni, en til greina komi að bjóða upp eigur manneskju, geti hún ekki greitt uppskrúfaða rukkun á sínum eigin lífeyri !?

Hlédís, 20.5.2009 kl. 13:00

5 identicon

Sæl Hlédís.

Ég vil bæta því við.

 Að þótti ekki mannsaæmandi að sparka í liggjandi mann, eins og líf þorra fólks er !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Hlédís

Þórarinn!

því miður eru svona vinnubrögð orðin algeng í "kerfinu" sem hefur okkur í klónum!

 kveðja!

Hlédís, 20.5.2009 kl. 13:17

7 identicon

Kerfið sem hefur okkur í klónum er réttnefni!

huldan (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:20

8 identicon

Sorglegt! Þetta lífeyrissjóðs kerfi er svo úr sér gengið að hálfa væri nóg!  Hef oft getað grátið yfir hvað illa hefur verið komið fram við félagsmenn sem þó halda félögunum uppi!  Skömm að þessu.  Fegin er ég að þurfa ekki að greiða lengur í sjóði...sé um þetta sjálf....allavega þar til ég verð elt uppi?

Lara (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:13

9 Smámynd: Hlédís

Það er svei mér margt skrýtið í kýrhausnum, Lara!

Hlédís, 20.5.2009 kl. 15:31

10 identicon

Athugum nú aðeins málið. Maður gat ekki greitt skuld sína við lífeyrissjóðinn og það fór í innheimtu með tilheyrandi kostnaði. Hver á að greiða þennan kostnað? Lífeyrissjóðurinn sjálfur eða skuldarinn? Og hverjir greiða í raun þennan kostnað ef að það er lífeyrissjóðurinn sem tekur kostnaðinn á sig?

Jú það erum við launþegr sem höfum greitt 10% af launum okkar til sjóðsins í áratugi og væntum þess að fá viðunandi lífeyrir fyrir vikið þegar þar að kemur. Er það réttlætanlegt að við greiðum þennan kostnað. Þau rök að þetta sé "eigin" lífeyrissjóður mannsins finnst mér ekki ganga upp í þessu sambandi. Það hljómar dálítið eins og maðurinn sem ekki vildi greiða fyrir dvöl sína á Hótel Sögu með þeim rökum að "við eigum nú þetta sjálfir við bændur...

Ég verð skíthræddur þegar verið er að sting upp á því að það eigi að nota lífeyrissjóðina í hitt og þetta þjóðþrifaverkefnið svo sem eins og að kaupa Ísland úr kreppunni, styðja vafasama atvinnustarfsemi osfrv.

Við launþegar skiptum á sínum tíma á launahækkunum og að láta þessi 10% prósent af laununum okkar í lífeyrissjóð til tryggingar viðunandi lífeyrir við elli eða örorku og í það á að nota sjóðinn og ekkert annað. T.d. alls ekki til að greiða lögfræðikostnað skuldara.

Hvernig svo lífeyrissjóðirnir eru og hafa verið reknir er svo efni í meiri langloku en ég nenni að fara útí hér.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:00

11 identicon

sæl,

Já rekstur á lífeyrissjóðum, boðsferðirnar sem farnar voru, á maður að trúa að þeir hafi ekki keypt af þessum fyrirtækjum stofnunum sem buðu þeim í ferðirnar?

Ef þetta voru nauðsynlegar ferðir vegna vinnunnar þá átti lífeyrissjóðurinn að greiða þær. Hann getur það alveg eins og að borga sjóðstjóra yfir 20 milljónir í laun á ári.

Þetta sukk þarf að skoða og það vel og vandlega, velta öllum steinum við og sjá hvað er undir. Þetta eru okkar peningar sem þeir eru að versla með.

Foreldrar minir voru að fá bréf frá Gildi lífyerissjóði  og skerðingin er 10% og munar um minna hjá fólki sem hefur alla sína tíð unnið verkamannstörf.

Látum þetta ekki viðgangast. Skoðum málin og það strax.

ella (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Hlédís

Jón Bragi

Fólk er að greiða  sinn"eigin lífeyri" af því það fær lífeyrisgreiðslur í réttu hlutfalli við hve mikið það greiðir. Þú hlýtur að vita þetta!?

Hlédís, 23.5.2009 kl. 19:56

13 identicon

Ég var nú bara að sjá svarið þitt núna. Þetta með "eiginn lífeyri". Víst er gert ráð fyrir að maður fái greitt í hlutfalli við það sem maður sjálfur greiðir. Hins vegar er talsvert langt frá því að maður fái til baka það sem maður hefur greitt. Ekki veit ég hvað það hlutfall er stórt en þetta er sem sagt ekki neinn einkalífeyrir heldur samtryggingarsjóður.

T.d. getur farið svo að ef ég hrekk uppaf rétt áður en ég fer á eftirlaun að þá fái ég alls ekki neitt úr sjóðnum og erfingjar eiga ekkert tilkall til þess sem ég hef greitt í sjóðinn. Ef ég hefði hins vegar orðið óvinnufær um þrítugt hefði ég fengið örorkulífeyri úr sjóðnum það sem ég ætti eftirlifað þ.e. miklu hærri upphæðir en ég sjálfur hefði nokkurn tíma greitt í sjóðinn.

Það er því ekkert prívatmál hvers og eins hvort hann fer að þeim lögum sem gilda um lífeyrissjóði eða ekki. Víst er hægt að hafa sína skoðanir á því ef húseignir manna eru boðnar upp útaf svo lágri upphæð sem hér er talað um. En, hefur það ekki lengi verið þannig að fógeti geti boðið upp það sem finnst af eigum manna ef skuldin er rétt og raunveruleg (sem virðist vera vafi á hér).

Mér hefur verið hótað uppboði vegna stöðumælasektar og fannst það að sjálfsögðu hinar svívirðilegustu aðfarir. En þetta er þó ekki annað en það sem allir skuldarar hafa mátt þola hingað til.

En eins og farið hefur verið með lífeyrissjóðina og með tilliti til þess hvernig ástandið er í landinu núna get ég vel skilið og jafn vel verið sammála því að fara ætti varlega í að innheimta skuldir og ganga að fólki. En aðfarir embættismanna í þessu máli virðast standast bæði lög og hefðir í sambandi við innheimtu skulda.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband