Kjörorð Flokksins : "ALLAR STÉTTIR SAMEINIST- GEGN FÉLAGSHYGGJU" ?

Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og tollheimtumaður, sá sami sem  bað Flokkinn sinn þess lengstra orða í Mogga-bloggi fyrr í vetur að fara nú að gera eitthvað, skundar í prófkjör í Suðurkjördæmi. Hann mun vilja leggja gjörva hönd á plóg.    Samantekt á hugsjón mannsins fyrir Flokkinn Eina sýnist vera:

"ALLAR STÉTTIR SAMEINIST - GEGN FÉLAGSHYGGJU!"

 

Undirrituð segir á góðri íslensku: " I rest my case!"

 

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  

 


mbl.is Guðbjörn fer í prófkjörsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

I rest my case!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Hlédís!

Ég held að flestir sjálfstæðismenn taki undir orð þín að þeir vilji einhverjar breytingar. Ef þú hefði lesið pistil minn aðeins betur sérðu að ég er ekki hræddur við að synda á móti straumnum og gildir það jafnt um eigin flokk sem pólitíska mótherja mína.

Ef mér finnst eitthvað skynsamlegt, skiptir að mínu mati ekki máli frá hvaða stjórnamálaflokki það kemur. Þetta á t.d. stjórnlagaþing og gagngerar breytingar á stjórnarskránni eða aðra hluti sem fram hafa komið í hinni svokölluðu "Búsáhaldabyltingu". Ég vil hins vegar ekki flana að neinu, heldur vanda til breytinganna. Ég útiloka þannig ekki að ESB aðild geti reynst hluti af okkar framtíðarlausn, þ.e.a.s. ef lausn finnst fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn.

Ég vara hins vegar jafnt við sósíalískum lausnum sem algjörum frjálshyggjulausnum á þeim vandamálum, sem við horfum upp í dag. Líkt og allir sjálfstæðismenn styð ég markaðsvætt blandað hagkerfi, þar sem ríkið tekur að sér að leiðrétta markaðsbrestina.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvort viltu taka verðtrygginguna af fyrir eða eftir vaxtalækkun? Eða fyrir eða efstir lækkun verðbólgu? Hvernig viltu tryggja það, sem þú hefur lánað fólki af eftirlaununum þínum? Viltu fá það til baka eða viltu gefa það? Það er sjónarmið. Það myndi leysa margan vanda en kannski skapa ný vandamál líka.

Sigurbjörn Sveinsson, 23.2.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Rannveig H

Kjörorðið hennar Búkollu á sérlega vel við X D Þar er allt sem heitir félagshyggja undir frostmarki. Mig hryllir við því af XD og XB komast til valda aftur. Það sem vekur mér von að sjá og heyra fullt að fólk sem ég trúi raunverulega að geti hjálpað okkur út úr þessu. Við verðum að vanda okkur við næstu kosningar ég seigi fyrir mig ekki X D og X B.

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 10:06

5 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, öll þrjú Hólmdís, Ragna, og Guðbjörn!

Ég viðurkenni að hafði vissa trú á þér Guðbjörn, en fréttapistillinn í mbl. dró þar úr. Trúi enn að þú viljir vel á þinn hátt.

Ég munað safna saman   Kjörorðum flokka eftir sem fæ upp í hendur - eða tek saman:

D- listi  1.) "ALLAR STÉTTIR SAMEINIST - GEGN FÉLAGSHYGGJU!"

D-listi   2) " ÉG - um MIG - frá ÞÉR - til MÍN! "

Hlédís, 23.2.2009 kl. 10:14

6 Smámynd: Rannveig H

Sigurbjörn eitthvert þak má setja á verðtryggingu, Hafa lífeyrissjóðir geta tryggt sig fyrir tapi? Hvað er talið að þeir hafi tapa miklu? Hvar eigum við að setja mörkin að gulltryggja okkur eftirlaun eða eigum við að komast af í núinu tryggja það að allt unga fólkið okkar flytji úr landi. Sigurbjörn það eru til lausnir til að auðvelda þetta það er kannski málið að velta upp kerfisköllum og sem sitja í feitum embættum og verja það eins og þeir geta heldur en að leita lausna. Það sjáum við vel t,d í verkalýðsforustunni og pólitíkinni.

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 10:17

7 Smámynd: Hlédís

Sæll Sigurbjörn! Ég vil auðvitað að tekin sé til baka ranglát ávöxtunarkrafa hvort sem lífeyrissjóðurinn minn eða ríkisbankinn minn þykist eiga hana! Mér hugnast ekki rán, hvorki lögverndað né öðruvísi! Að rýja yngra fólkið í landinu er heldur ekki skynsamlegt - Trúðu því! Ertu búinn að hlusta á viðtal við Gunnar Tómasson hagfræðing frá 1. feb. sl?  Finnur lóð á það hjá Láru Hönnu í pistli nú um helgina.

Hlédís, 23.2.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Hlédís

Slóð hjá Láru Hönnu á það að vera!

Hlédís, 23.2.2009 kl. 10:26

9 Smámynd: Benedikta E

Hlédís !  "TÆKNILEG MISTÖK " hjá Guðbirni - það er ekki spurning.

Benedikta E, 23.2.2009 kl. 10:44

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðbjörn Guðbjörnsson? ESB hvað? útskýrðu hvaða "lausnir" eru í boði þar. ESB ræður ekki einu sinni við eigin spillingu!

ESB er eins og trúarsöfnuður með það eina markmið að sölsa undir sig meðlimagjöld og eignir annarra landa. ESB er bara "ríki í ríkjum annarra landa"!

Restin sem mig langar að skrifa er ekki prenthæf.

Óskar Arnórsson, 23.2.2009 kl. 11:22

11 Smámynd: Hlédís

Guðbjörn minn! "Líkt og allir sjálfstæðismenn styð ég markaðsvætt blandað hagkerfi, þar sem ríkið tekur að sér að leiðrétta markaðsbrestina." segirðu hér að ofan (nr.3) Er það ekki AUÐ-VALD - KAPÍTALISMI með ríkisábyrgð/-tryggingu? Einmitt það sem Íslendingar eiga nú að súpa seyðið af um ókomin ár!

Hlédís, 23.2.2009 kl. 11:42

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Merkilegt að mönnum þyki það sjálfsagt að ungt fjölskyldufólk blæði til þess að halda upp lífeyrissjóðunum.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið höggvnir vel niður af fjárfestingum forstjóra þeirra sem hafa þegið mútuferðir af fjárfestum og nú á að taka af þeim til þess að greiða jöklabréfaeigendum (erlendum fjárfestum).....og ungum fjölskyldum blæðir áfram.

Það er ekki hægt að berjast gegn straumnum í sjálfstæðisflokknum. Græðgin ræður þar alltaf ferðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 12:58

13 Smámynd: Ólafur Als

Hlédís, það verður ekki undan því komist að blanda saman ríkisbúskap og markaðsbúskap, ekki frekar en að félagshyggja og frjálshyggja takist á og þurfi að búa hlið við hlið. Það er fullreynt módelið með ríkisbúskapinn, það færði yfir mannheim meiri hörmungar en mannkyn hefur fyrr fengið að reyna. Í ófullkomleika sínum hefur markaðsbúskapurinn þó fært okkur betri lífskjör og aukið frelsi á flestum sviðum - samhliða því er um vert að vernda og treysta þá innviði markaðsbúskaparins sem færir okkur hagsæld en jafnframt að hlífa okkur við ýmsum annmörkum þess og varða t.d. það ástand sem við nú göngum í gegnum. Þetta er hið verðuga verkefni samtímans - ekki að velta sér upp úr upphrópunum komintern frá tímum kalda stríðsins.

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 13:02

14 Smámynd: Hlédís

Sæll kæri Ólafur! Ef þú ert að tala um að frelsi og félagshugur geti og eigi að haldast í hendur, erum við sammála. 

Sé "ríki" ætlað að taka allt tap, en "athafnafólki" gefinn gróðinn - mótmæli ég. 

Hlédís, 23.2.2009 kl. 13:11

15 Smámynd: Ólafur Als

Þó svo að ég trúi því að hver einstaklingur eigi að gera upp við sig hve góður eða mætur þjóðfélagsþegn honum beri skylda til að vera þá er ég nú á því að það sé farsælast hverjum manni að rækta eigin garð, huga að eigin velferð - sem á endanum er forsenda þess að geta rétt náunganum hjálparhönd. Orð þín um að frelsi og félagshugur eigi að haldast í hendur eru í þeim anda ...

Mér heyrist þú vera enn föst í slagorðunum, Hlédís, hvað lýsingu þína á afleiðingum fjármálahrunsins varðar. Stendur til að gefa "athafnamönnum" allan gróðann? Ætlum við ríkinu að taka á sig allt tapið? Vitanlega er svarið nei - þó svo að svo kunni að fara að margur auðmaðurinn komist undan með talsvert fé og að ríkið og skattgreiðendur þurfi að borga hinn háa reikning fallsins. Stór hluti þessa reiknings er vegna þess að þjóðin hefur lifað um efni fram - hinn hlutinn varðar óábyrgt "athafnafólk" og ýmsa inngróna galla hins kapítaliska markaðsbúskapar. Það er verð umræða að kryfja þá misbresti og sjá til þess að í framtíðinni geti markaðsbúskapurinn áfram fært okkur björg í bú en jafnframt hlúð að þeim félagshug, sem þú nefnir.

Ég er sannfærður um - tel mig reyndar vita - að einungis markaðsbúskapurinn geti fært okkur næga hagsæld til þess að sá félagshugur dafni sem marga dreymir um en hafa ranglega haldið að miðstýrður ríkisbúskapur geti haldið uppi. Sagan sýnir að það hefur enginn efni á ríkisbúskap í anda þeirra skipbrotshugsjóna sem leiddu yfir mannkyn mestu hörmungar mannkynssögunnar.

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 13:46

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ólafur Als! Geturðu nefnt orðið "verðtrygging" á einhverju öðru tungumáli? Ég er sæmilega að mér í öllum norðurlandatungumálum nema finnsku og grænlensku. Ensku get talað mjög vel og skrifað með smá ambögum.

Ég hef reynt að útskýra orðið "verðtrygging" fyrir sænskum bankastjóra, og tala ég það mál betur enn íslensku. Enn hann skildi þetta ekki hvernig sem ég reyndi.

Tek undir orð Hlédísar:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  

Óskar Arnórsson, 23.2.2009 kl. 15:22

17 Smámynd: Hlédís

Ágæti Ólafur! Ekki efa ég að þú persónulega viljir vel.

Vantrú mín á flokkseigendum Sjálfstæðisflokksins er ca jafngöml þér sjálfum!  Flokkpólitískt slagorðaglamur hef ég aldrei stundað, enda aldrei tilheyrt neinum stjórnmálaflokki. Hef séð hve hve greinilegast í stjórnmálum hve vald spillir - þarf ekki að líta nema á Sjálfstæðisflokkinn og "gömlu" Framsókn með sínum kliku-auðkýfingum. Þá gátu Alþýðubandalagsmenn brugðið undir sig betra fætinum, sem og Alþýðuflokkurinn, eins og við vitum bæði. Þetta er hvað mest  spurning um lengd valdatímans og þar með hve djúpt spillingin grefst niður. Sjálfstæðis-Flokkurinn er kominn á botn í þeim greftri - Þetta er ekki slagorð. Þetta er fúlasta alvara.

"...þó svo að svo kunni að fara að margur auðmaðurinn komist undan með talsvert fé og að ríkið og skattgreiðendur þurfi að borga hinn háa reikning fallsins... "    Sagðir þú hér að ofan.  Svo mun fara og Flokkurinn þinn er ekki fær um að gera skaðann sem minnstan - til þess er hann of flæktur í klækjavefinn. Það veist þú.

Hlédís, 23.2.2009 kl. 15:49

18 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Óskar, ekki átta ég mig á því hvers vegna þú beinir orðum þínum til mín um verðtrygginguna. Hef ég þó mínar skoðanir á því máli, væntanlega eins og margur annar. Ætli ég láti mig ekki hafa það að viðra þær hér, þér til fróðleiks ef vera vill:

Í fyrsta lagi er um vert að rugla ekki ólíkum hlutum saman. Verðtrygging er til í nær öllum löndum í margvíslegum skilningi og alls kyns vísitölum er ætlað að gefa yfirlit yfir þróun verðlags; vöru og þjónustu, einnig peninga. Til þess að verðtrygging hverfi úr bankaviðskiptum í jafn ríkum mæli og tíðkast erlendis þurfa grundvallarbreytingar að eiga sér stað á fjármálakerfinu íslenska. Fyrr gengur það ekki og í raun hálfgert lýðskrum að reyna að sannfæra fólk um að verðtryggingin sé jafn slæm og e.t.v. þú gefur í skyn.

Verðtryggingin hefur í raun tryggt lánafyrirgreiðslu úr lífeyrissjóðum og bankastofnunum á grunni sem er mun skilvirkari og meira aðlaðandi en var fyrir tíma hennar. Lánafyrirgreiðsla fyrri tíma fól að stórum hluta í sér úthlutun sérréttinda úr hendi ríkisstarfsmanna banka og lánastofnana. Við viljum vonandi ekki afturhvarf til slíkra vinnubragða. Annars vegar spillta lánastarfsemi, hins vegar að sparifé brenni á báli verðlagshækkana.

Í annan stað er vert að geta þess að hvert land hefur vaxtaálag, sem heimurinn metur útfrá ýmsum hliðum. Það álag er hátt fyrir Ísland og hefur ávallt verið en það hefur m.a. tryggt að lánakjör á Íslandi hafa ekki verið sambærileg við það sem þekkist í nágrannalöndum. Það vaxtaálag hyrfi ekki, þó svo að erlendar lánastofnanir settu hér á fót útibú og möguleg innganga í ESB myndi að vísu slá eilítið á þetta álag en ekki mikið, að ég tel.

Til þess að banki eða lánastofnun hverfi frá verðtryggingarákvæðum verður hann að bæta ofan á vaxtakjörin sérstöku álagi, sem tekur mið af þeirri áhættu sem í slíkum viðskiptum felst. Það myndum ég og þú gera ef um okkar fjármuni væri að ræða og það gera vissulega fjármálastofnanir einnig. Hvað Ísland áhrærir myndi lán án verðtryggingar því bera markaðsvexti, vaxtaálag tengt landinu sjálfu, sem er hér hátt, auk sérstaks álags vegna þess að lánið er ekki verðtryggt. Þannig virkar þetta nú úti í hinum stóra heimi.

Þó svo að nú um stundir sé hægt að benda á ókosti verðtryggingarinnar, þá er í henni fólgin skynsemi sé horft til langs tíma. Ekki einasta tryggir hún aðgengi lánsfjár, heldur ætti hún undir flestum kringumstæðum að tryggja ágæt og jafnvel betri vaxtakjör en ella. Með þessu er ég ekki að mæla því mót að um síðir komist hér á lánakerfi sem beri aukinn svip þeirrar lánastarfsemi sem tíðkast víða í kringum okkur. Ég tel reyndar að það sé gott að geta boðið upp á hvoru tveggja og leyfa neytendum (hér: lántakendum) að velja. 

Margt, margt fleira er um þetta að segja en ég endurtek, að til þess að lánakerfið íslenska taki meira mið af því sem gerist í nágrannalöndum, verður margt að breytast í íslensku fjármálakerfi. Sumar þessara breytinga taka langan tíma og í raun er engin leið framhjá því, nema ef vera skyldi upptaka annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði vaxtaálagið fyrir Ísland hátt, mögulega hærra vegna ýmissa annarra áhættuþátta sem einhliða upptaka annars gjaldmiðils fæli í sér ...

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 16:00

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er mikill skotgrafahernaður. Ég hef skilið félagshyggju þannig að hún feli í sér samfélgaslega ábyrgð og hafni ekki markaðsbúskap.

Ég get ekki séð annað en að ríkisvæðing hafi aldrei verið eins mikil á í stjórnartíð sjálfsstæðisflokksins nú í haust.

Fáránleiki græðgishyggjunnar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:33

20 Smámynd: Ólafur Als

Hlédís, flokkurinn minn, með stóru effi, féll í sömu gildru og allir aðrir sem eru við völd - eins og þú bendir réttilega á. Á það höfum við frjálshyggjumenn marg ítrekað og gerum enn. Verst er þegar s.k. frjálshyggjumenn komast að völdum og gera ekki nóg til þess að dreifa valdinu og færa það frá ríkinu og öðrum valdastofnunum - m.a. vegna tregðu vinstri manna í þá veru. Svo er líka svo auðvelt að telja sjálfum sér trú um eigið ágæti.

"Mínir" menn gleymdu sér við veisluglaum auðmanna og ekki má nú gleyma kokkteilboðunum í Brussel og það er sú pólitíska sýn sem við blasir. Reyndar vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við suma útrásarvíkingana og Samfylkingin bauð þeim jafnharðan í sinn faðm. Reyndar tók þjóðin suma þessara manna upp á sína arma, hossaði þeim sem væru þeir frelsandi englar og gengu æði langt í að bera af þeim blak - enda fór svo að hæstaréttardómur var keyptur fyrir þrjá milljarða króna og blessaður af þorra Íslendinga.

Að öðru leyti nenni ég ekki að taka þátt í samsærisspuna um að Sjálfstæðismenn ætli sér vísvitandi að halda hlífiskildi yfir auðmenn og þeirra mögulegu svikaráð. Ég eftirlæt þér því að skrifa Flokkinn með stóru effi. Í mínum huga fellur slíkt og annað skylt undir slagorðapólitík, hvort sem hún er eignuð flokkum eða öðru.

-----

Að endingu vildi ég minnast á einn þátt er varðar verðtrygginguna, en það er hvernig hún er samansett á hverjum tíma og hvaða hugmyndafræði liggur að baki henni. Víða um heim hafa stjórnvöld krukkað í grunninum sem liggur til grundvallar útreikningunum, sums staðar til framdráttar eigin efnahagsstefnu, sbr. allar stjórnir í Washington, allt frá dögum John F. Kennedy.

Síðasta grundvallarbreytingin, sem átti sér stað undir stjórn Bush yngri, hefur í raun vantalið verðlagsbreytingar og þar með gefið hagstæðari mynd af raunverulegum kjörum fólks. Á Íslandi hafa menn ekki farið jafn langt en samt er það þannig að nú er verðtryggingarþátturinn lánveitendum eins hagstæður og kerfið leyfir - og það er einmitt á þessum grunni sem taka mætti til hendinni og færa lántakendum e.k. leiðréttingu sinna mála.

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 16:39

21 Smámynd: Ólafur Als

Jakobína, síðast þegar ég sá athugasemd eftir þig, sagðirðu að Sjáflstæðismenn kynnu ekki að lesa, væntanlega þá ekki að skrifa heldur. Þegar maður verður vitni að jafn djúpvitru innleggi í stjórnmálaumræðuna er ekki nema von að maður lotningu.

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 16:43

22 Smámynd: Ólafur Als

vantaði: fyllist (lotningu)

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 16:48

23 Smámynd: Hlédís

Ólafur, ágæti bloggvinur! Þú beygir þig ekki í duftið - en skilur örugglega að orð um ólæsi Flokksmanna eru sögð " í yfirfærðri merkingu"!

Annars er þjóðsagan um 100% læsi Íslendinga ósönn.

Sammála þér að tími er kominn til breytingar verðbóta-viðmiðs ;)

Meðan ég man! Við erum svona "frekar" sammála um að Íslendingar eigi að vara sig á "hrærigraut" Bandaríkja Evrópu!?

Hlédís, 23.2.2009 kl. 18:57

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ólafur Als! Ég spurði þig vegna þess að ég giskaði á að þú værir í Sjálfstæðis flokknum. Mér sýnist ég hafa giskað rétt. Það er algjörlega ósatt að "verðtrygging" eins og hún er notuð á Íslandi sé til nokkurstaðar í heiminum.

Ég er ekki í neinum stjórnmála- og öðrum trúarflokki. Né veit ég hvernig hlutabréf lítur út. Efnahags hagfræingar virðast ekkert kunna að stýra hagkerfinu, fársjúkur maður er Seðlabankastjóri, bankar lána á hæstu vöxtum í heimi.

Ríkissjóður safnaði EKKI í sjóði í "góðærinu" heldur keppti við einkafélög. Gáfu ríkiseigir um allar trissur vinum og vandamönnum.

Ég hef unnið í glæpamálum í Svíþjóð í 25 ár, og ef þetta hefði skeð þar sætu a.m.k. 25 - 30 manns í einangraðu gæsluvarðhaldi fyrir svik. Flutti þangað 1988 og var með í fasteignahruninnu þar.

Var bara tæp 3 ár á Íslandi vegna deyjandi móður og fór strax tilbaka þegar hún lést. Og það er mikil skömm á mörgum stöðum í Svíþjóð og Danmörku núna, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og útrárvíkingarnir s.k. rændu alla þjóðinna og eru enn að.

Eignaupptaka er orðinn færibandavinna hjá Ríkisbönkunum. Stærsti okurlánari sem nokkurtíma hefur verið á Íslandi, stofnandi Kaupþings, ætlar í framboð. Hans mál er fyrnt og var það með vilja gert.

Björn f.v. dómsmálaráðherra ásamt vini sýnum Valtý Sigurðsyni Saksóknara sáu um að tefja bankarannsóknina eins lengi og þeir þurftu. Og tókst það.

Í mínum augum er ekkert flókið að á Íslandi er hópur háttsettustu manna í Sjálfstæðisflokknum, bara þrautskipulagður glæpaflokkur í samvinnu við mestu rándýr sem stunda "viðskiptaglæpi".

Og þeiru munu líklegast vinna kostningarnar og komast til valda á ný. Þeir eru hvort eð er með völdinn, hvað sem þessari bráðabyrgða Ríkisstjórn líður. Sem ræður ekki við þessa glæpi eða skilur þá ekki.

Og svona mætti lengi telja....alveg endalaust. 

Óskar Arnórsson, 23.2.2009 kl. 23:21

25 Smámynd: Ólafur Als

Mér sýnist þú, Óskar, ekki hafa áhuga á vitrænni umræðu um það mál sem þú barst upp. Fjölmargt annað sem þú rausar um gefur ekki tilefni til innihaldsríkrar umræðu.

Ólafur Als, 24.2.2009 kl. 10:16

26 Smámynd: Hlédís

Tveir bloggvinir mínir sem skrifa hér hafa ólíkan stíl!  Þarf stundum að hafa sig allan við að fylgja kommentunum þeirra.  Annar ritar, langa, jafnfljótandi, mjög svo kennimannslega (besservisser) texta - hinn brokkar, en kemur lika mörgu athygliverðu að. Annar er á flótta, með lífið að veði, undan öflum sem sennilaga hossa hinum - eða láta hann fullkomlega í friði.  Annar alinn upp í talsverðum forréttindum, hinn á "breiðavikur-mátann" að hluta. Annar þekkir undirheima Íslands - hinn hefur í mesta lagi heyrt þeirra getið.  Báðir eru greindir og hafa enn áhuga á lífinu í kringum sig. Báðum má læra margt af.

Allt í einu detta mér í hug Bólu-Hjálmar og Bjarni Thorarensen - Það skilur sennilega ekki nokkur maður - og má einu gilda.

Hlédís, 24.2.2009 kl. 11:14

27 identicon

Sæl Hlédís.

Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að nú sé að renna upp" martröðin " sem að marga sjálfstæðismenn hefur dreymt í ýmsum myndum undanfarna mánuði.

Ég ætla ekki að fara út í sérstök mál en leyfi mér að segja það að ef að þeir fara á siglingu í kosningum sem framundan og ná í gott fylgi.

Þá er þjóðin endanlega orðin vitlaus.já, ég leyfi mér að nota þetta orð.

Við eigum að byggja upp nýtt þjóðfélag á samfélagslegum grunni

Ég er með FRELSI en ekki HELSI vegna einhverra blindra Sjálfstæðismanna eða einhverra annarra .

Menn mark á takandi  úti um allam Heim eru sammála að Kapitalisminn er liðinn undir lok eins og hann var,  það er á tæru. Þeir eru alls staðar rúnir trausti sem iðkuðu þau fræði.

Takið þið eftir hvað Obama er að boða sinni þjóð ?, það er athyglivert,

þó ekki sé meira sagt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:41

28 Smámynd: Hlédís

Kæri Þórarinn! þakka þér þessa skýru og skorinorðu lýsingu á núverandi stöðu!

Þú segir sannarlega rétt um Obama! Á dauða mínum átti ég von, en ekki að það gerðist í BNA sem nú sést þaðan.

Hlédís, 24.2.2009 kl. 11:53

29 Smámynd: Ólafur Als

Hlédís, ekki fer það þér vel að reyna að gefa lesendum þínum innsýn í mín persónulegu mál og alls ekki sæmandi. Vonandi verður ekki framhald á því.

Ólafur Als, 24.2.2009 kl. 16:13

30 Smámynd: Hlédís

Ólafur! Um persónuleg mál þín veitt ég ekkert - langar ekki til þess, hvað þá að skrifa um þau.

Hlédís, 24.2.2009 kl. 18:17

31 Smámynd: Ólafur Als

Í athugasemd nr. 28 kemur þú inn á mál sem þú þekkir ekkert þegar þú ræðir um bakgrunn minn - og reyndar annars manns. Ekki varstu maður að meiri að viðurkenna það og biðjast afsökunar.

Ólafur Als, 24.2.2009 kl. 23:01

32 Smámynd: Hlédís

ÓA! Ég segi ekki óhugsað fyrir-GEFÐU þegar veit ekki til að hafi stigið á  líkþorn. Reyni að bæta fyrir skaða ef veld honum - og viðurkenna hann. Mun ekki ræða  örskrif mín um ónafngreint fólk meira. 

Hlédís, 24.2.2009 kl. 23:47

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur Alsog annað gott fók, þarna sýndir þú nýja hlið á þér. Ekki vissi ég að þú værir hörundsár hvað þá móðgunargjarn.  Líttu í kaffi við  fljótlegt tækifæri eða sláðu á þráðinn mig langar að ræða smá hugmynd. 

Sigurður Þórðarson, 25.2.2009 kl. 00:24

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég kannast ekki við að hafa sagt Ólafur Als að sjálfstæðismenn kynnu ekki að lest en gæti sem best trúað að sumir þeirra skilji ekki það sem þeir lesa.

Það var athyglisvert viðtal við Harold Bloom í sjónvarpinu í kvöld en hann virðist vera sammála mér um að það er ekki það sama að lesa og lesa.

Það er ekki það sama að markaðsbúskapur og ríkisbúskapur þrífist hlið við hlið og það sem hefur gerst í tíð sjálfstæðismanna að markaðsbúskapur og ríkisbúskapur gangi í eina sæng en slíkt er kallað nýfasismi.

Þjöppun valds úr viðskiptum, stjórnmálum, dómskerfi og fjölmiðlum. Slíkt boðar ekki gott fyrir almenning.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 02:51

35 Smámynd: Hlédís

Þessi kafli úr gömlu skaupi ymprar ýmsu í "stefnu" flokksins hans DO:  

   http://www.youtube.com/watch?v=Mywc_HvihXU&feature=related

 

 

Hlédís, 25.2.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband