Á HVE MARGFÖLDUM lægsta taxta eru þessir FORMENN í ASÍ? Hálauna-lyddur!

"Á fundi formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands var samþykkt að fresta til júníloka endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem ættu að koma til 1. mars nk.        „Það er yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa okkar aðildarfélaga sem telur skynsamlegast.......  " segir í tengdri frétt

Það eru víst Ísfirðingar og örfáir aðrir aðilar innan ASÍ sem neita þeirri ósvinnu að stöðva örlitla launahækkun í bullandi verðbólgu - af ótta við atvinnurekendur!  Sennilegt er að for-feður og -mæður Ísfirðinganna sem mestu fórnuðu og harðast börðust fyrir réttindum verkalýðsins á Íslandi framan af síðustu öld, létu ekki nægja að snúa sér við í gröfinni við slík svik. - Þau kæmu upp úr gröfunum og færu sjálf í aðgerðir! Þá eru enn á lífi margar manneskjur sem börðust af einurð fyrir kjarabótum launamanna og mega nú horfa upp á þetta.

Miklar endemis hálauna-lyddur eru þessi 80% forystumanna  ASÍ!

 

Föst lokaorð:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Frestun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Akurnesingar og Húsvíkingar voru einnig á móti, miðað við yfirlýsingar formanna þar á bæ.

Það er ljóst að verkalýðsforystan er búin að skíta uppá bak.

Þetta er brot á kjarasamningi og þal. fordæmi fyrir því að okkur launþegum þessa lands hlýtur að vera frjálst að segja upp lánasamningum okkar við þær glæpastofnanir sem komið hafa okkur í þessa stöðu......

Góðar stundir

Einar Ben, 16.2.2009 kl. 19:20

2 identicon

Ég spyr mig bara:

Halda þessir menn að þeir eigi félögin?

Þurfum við félagsmenn ekki að samþykkja þetta eins og samningana ?

Þeir ættu að skammast sín að koma svona fram við félagsmenn. Þeir eru í vinnu hjá okkur ekki við hjá þeir.

ÞEIR HAGA SÉR EINS OG EINRÆÐISHERRAR ÞESSIR MENN.

Guðrún Óladóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Hlédís

Einar Benediktsson nr.2  hér fyrir ofan mælir á síðu sinni með að laun formanna Así verði lækkuð verulega!       Ekki er nema sanngjarnt að allir þeir formenn aðildfélaga ASÍ (80%) sem samþykktu að fresta umsaminni hækkun taxtalauna 1. mars nk. fái greidd lægstu taxtalaun um óákveðinn tíma.  Við hin 20 prósentin geta vinnuveitendur þeirra, félagsmenn, samið!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

laun æðstu manna innan verkalýðsfélaga ættu aldrei að vera hærri en hæsti taxti viðkomandi verkalýðsfélags..

Þetta mundi tryggja góða samninga ;)

Óskar Þorkelsson, 16.2.2009 kl. 20:57

5 identicon

Ditto Dísa!

Hólmduft Heimski Hanz Gizzurarzen (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Hlédís

Samþykki að formennirnir fá hæstu taxtalaun, Óskar og HHHG! En þá verða þeir líka að standa sig.

Hlédís, 16.2.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: TARA

Sammála

TARA, 17.2.2009 kl. 00:26

8 Smámynd: Hannes

Þessir menn vinna ekki fyrir okkur og hugsa bara um eigin hag og hag lífeyrissjóðanna. Ef þeir vilja bæta okkar hag þá munu þeir berjast fyrir því að afnema eða frysta verðtrygginguna enda er það hún sem er að ganga frá flestum heimilum í dag.

Hannes, 17.2.2009 kl. 01:34

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Hlédís

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:23

10 Smámynd: Ólöf de Bont

Hárrétt greining. Sammála

Ólöf de Bont, 18.2.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband