Valdhafar verða að kveða niður VERÐTRYGGINGINGAR-DRAUGINN og byrja strax!

Nú stendur yfir á Mbl.bloggi umræða um Verðtrygginguna sem er einn megin-vandi Íslendinga í yfirstandandi kreppu - og hefur verið til skaða sl 30 ár.
Undirrituð hefur lengi talið verðtryggingu lána, og það meira að segja með neysluvístölu, heimskulega, rangláta - raunar stórhættulega.  Þeir sem hæst messuðu til varnar verðtryggingunni og þrástagast nú á óráðsíu skuldsettra heimila hafa annað hvort gamlan, erfðan (eða nýfenginn!), aur í vösum og/eða fæddust fyrir 1952!          

Elsta kynslóð enn í starfi á Íslandi og eldra fólk, hlaut menntun sína ókeypis. Íslenskir stúdentar erlendis gátu jafnvel grætt á svartamarkaðsbraski með niðurgreiddan gjaldeyri á haftaárunum!  Þetta sama fólk fékk húsnæðislán niðurgreidd með sparifé annarra. Svo var einnig um ATHAFNAMENN er byggðu stórhýsi fyrir fyrirgreiðslu-lán á verðbólguárum Fyrir Verðtryggingu!         Árið 1979 Ætluðu góðir og velmeinandi menn að snúa þessu rangláta fjármálakerfi við með lögum um verðtryggingu  - en sú aðgerð HJÓ þar sem HLÍFA skyldi og hefur gert æ síðan, með stigmögnuðum, ógnvænlegum afleiðingum! 

Er ráðamönnum Íslands fyrirmunað að skilja þetta? Af hveru eru ekki þegin ráð Gunnars Tómasonar, hagfræðings sem varaði frá upphafi við Verðtyggingar-gildrunni - auk þess að vara við hruni fjármálakerfis heimsins í áratugi?

Þessi vandi er stærri en græðgi-væðingin og útrásar-svikamyllurnar samanlagðar en tengdur þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hér er slóð í pistil með upptökum af sérlega fróðlegu viðtali við Gunnar Tómason hagfræðing:

http://don.blog.is/blog/don/entry/798174/

Hlédís, 8.2.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnmálamenn eru að vernda eignastéttina, m.a. sig sjálfa þeir sem eru í eldri kanntinum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég þakka þér fyrir að bjóða mér í þessa umræðu. Þetta er reyndar búið að vera sérstakt áhugamál hjá mér síðan í maí 1983. Hef ég skrifað ófáa pistla um þetta málefni á vísir.is

Kristbjörn Árnason, 8.2.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Löggjafinn hefur engan áhuga á því.  Auk þess er ríkisstjórnin að slá ryki í augu almennings með greiðlsuaðlögunarlögum sínum.  Þau munu eingöngu ná til launþega, sem ekki hafa stundað atvinnurekstur á einn eða neinn hátt síðustu 3 ár áður en greiðsluaðlögunar er óskað.  Og það sem verra er að þau ná ekki til húsnæðislána!  Þetta frumvarp er brandari og ekkert annað.  Sjá nánar: Greiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks

Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svona til frekari skýringar, þá er í greiðsluaðlögunarfrumvarpinu tekið fram að skuldir í greiðsluaðlögun skuli vera verðtryggðar.  Maður spyr bara:  Hversu þykk er skel þeirra sem skilja ekki vanda fólks betur en þetta?

Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Hlédís

Sæll Kristbjörn! Gott að heyra í þér. Komdu endilega hingað með eitthvað af því sem ert búinn að skrifa annarsstaðar plús nýtt!.  Við erum trúlega bæði af Fyrir-Verðtryggingar kynslóð sem Gunnar Tómason er líka - svo við erum ekki að 'væla' vegna eigin skulda.  Þetta er hreinlega kolrangt kerfi sem gert hefur ógnarskaða.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 17:41

7 Smámynd: Hlédís

Marínó! Rétt er að hengingar-óla-framlenging er ekki það sem förum fram á. 

Ég hef oft og lengi spurt: Kunna valdhafar ekki að reikna eða vilja þeir það ekki. Held að það sé ýmist, en kunnáttunni sé víða áfátt!

Hlédís, 8.2.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hlédís, ég held að vandamálið sé að reiknimeistarar valdahafa eru ekki hlutlausir og álitsgjafarnir ekki heldur.

Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 17:56

9 Smámynd: Hlédís


 Rétt, held ég því miður. Marínó! Hví er ekki enn hlustað á Gunnar T ? Hann er með róttæka tillögu til umbóta. með róttæka meina ég að hreinsað verði alveg út úr meinsemdinni ekki settur smáplástur eða bara kysst á "báttið" -   Samanber þegar Ö Skarp. var sem hrærðastur á borgarafundi yfir göfugum áætlunum um að lengja gjaldþrotaferlin!

Halda MENN, e t v, að þeir bjargi ríkisbönkunum með illa fengnu fé frá almenningið og það ekki síst vaxtarsprota þjóðarinnar?
 sem sagt bankarnir eigi nú ekkert annað en þessar líka þokkalegu 'eignir' og verði að 'fá að halda þeim' til að fara ekki aftur á hausinn.
Fer að hallast að því - ef ekkert er gert af viti.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 18:19

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að að fá mitt upp í kok af íslenskri verðtryggingu. Það er erngi hagfræði, heimsspeki eða nein sálfræði bakvið verðtryggingu.

Þetta er hópdáleiðsla og fólk er dregið á asnaeyrunum af íslensku mafíunni. Ríkisstjórn, "fjármálarónum" og þess háttar fólki.

Ísland þarf vopnaða byltingu og einræðisherra. Að þjóðinn skuli ekki vera búin að snúa þetta pakk úr hálsliðnum sem stendur fyrir þessu fyrir löngu síðan, er mér með öllu óskiljanlegt.

Það vantar fallöxi og gapastokka á Íslandi, Þjóðvarðliða með vélbyssur og fallbyssur, sprengjuvörpur og dýnamít!, og almenna borgara með skammbyssur.

Ég vil stríð! Og margir fleiri út af glæpavöxtum og vertryggingu!

Þetta er kurteisa álit mitt á þessi máli, þori ekki að seigja það sem ég vildi gera meira því það er svo grimmt að það er ekki við hæfi að setja það á blogg! ....

Óskar Arnórsson, 8.2.2009 kl. 18:41

11 Smámynd: Hlédís

Takk og gott að sjá þig Óskar! Ég var einmitt að hugsa út fallaxar- og gálga-samlíkingar við Verðtryggingu. 

1. Verðtrygging sem GÁLGi: í stað þess að lengja dulítið í hengingarólum þarf að höggva niður Gálgann!

2. Verðtrygging sem FALLEXI: það hlífir fórnarlömbunum síst að gera blaðið sljórra og minnka fallhraða axarinnar!

Haldið þið að meðal-stjórnvitringur skilji þetta líkingamál?! Kann ekki að setja upp skoðanakönnun - en þætti vænt álit ykkar!

Hlédís, 8.2.2009 kl. 20:15

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

verðtryggingin er bara löglegt rán

Hólmdís Hjartardóttir, 8.2.2009 kl. 21:13

13 Smámynd: Hlédís

Kristbjörn Árnason! Tilheyrir þú etv "Sigtúns"-hópnum sem skorinn var niður við trog í byrjun níunda áratugarins, er launum var haldið óbreyttum (þau fryst) í 1 eða 2 ár meðan verðtygging hækkaði lánin?

Hlédís, 8.2.2009 kl. 21:40

14 Smámynd: Hlédís

..meðan verðtrygging hækkaði lánin.. átti að standa þarna.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 22:07

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Greiðsluaðlögun leiðréttir ekki eignaupptökuna sem fer fram. Það er eftir sem áður verið að hirða eignir af fjölskyldufólki og færa þær í hendur eignafólks. Þetta er ótrúlega grimmileg aðför að kynslóðinni sem eru að ala upp börnin og þarf að hafa þak yfir höfuðið.

Ég sé fyrir mér að við séum á hraðleið inn í þriggja kynslóða fjölskyldna samfélag hér á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:35

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að vera með skoðanakönnun um hvort fólk vildi ekki að eigur og peningar "auðmanna" sem eiga augsýnilega sök á þessum bankaránum verði frystar meðan á rannsókn stendur yfir á þessum glæpamálum.

Síðast þegar ég kíkti voru það rúmlega 85% sem vildu það.

Gálgi= gjaldþrota. Ég hangi í einum svona gálga, hengdur efnahagslega, Og mér finnst það ekkert fyndið.

Og það var "frílansari" hjá Baugi sem kom mér í hann, til að hefna sín vegna þess að ég sagði víst meiningu mína við hann einu sinni, því mér blöskraði algjörlega hvernig hann svínaði á fólki, fyrirtækjum og bönkum. Það var löngu áður enn bankahrunið kom og kreppan.

Þeir eyðilögðu mitt fyrirtæki meðan þeir voru að reyna að stela OR eins og það lagði sig. Kann alla OR/REI sögunna eins og hún leggur sig, og finnst enn alveg stórfurðulegt að það mál skyldi ekki vera rannsakað sem glæpamál. Enn það er af því að þeir notuðu Hudíni trix í því máli. Er ég með skjöl því til sönnunnar. Og engin áhugi hjá lögreglu. 

Og raunveruleikin bak við það mál er allt öðruvísu enn "opinbera útgáfan" sem tóm tjara frá A til Ö.

Eiginlega er fallöxi of snögg aðferð til að aflífa fólk fjárhagslega. Það væri frekar við hæfi að kalla verðtryggingu "efnahagslegt pyntingartæki" eða þrælabúðir er fínt nafn.

Að stjórnmálamenn skilji líkingarmál? Þeir eru ekki talandi flestir hverjir á mannamál. Raunveruleikafyrrtir og úr tengslum við almenning. Nema mér líst vel á nýja forsætisráðherrann okkar.

Svo skilja þeir ekki hvorn annan heldur þessir vitringar. Hólmdís! Verðtrygging hefur aldrei verið lögleg frekar enn kvótakerfið. Þessir menn fylgja allt öðrum lögum enn almenningur þarf að fylgja. 

Mér finnst bara ekkert fyndið að vera settur í persónulegt gjaldþrot út af smáaurum. Og það af þessum glæpahundi og f.v. bankaeiganda. Get orðið foxillur af minna tilefni enn því.

Ég var búin að borga í Lífeyrissjóð í 25 ár í Svíþjóð. Ég áttaði mig ekki á því að Íslenskur banki var búin að "kaupa" lífeyrissjóðin minn í Svíþjóð, sem eru bara nokkur ár þangað til ég átti að byrja að fá greitt úr honum.

Það er ekkert víst að það verði til ein græn króna þegar uppgjörið bönkunum klárast. Og svo er búið að ákveða að það verði bara bluffrannsókn á bankahruninu, því megnið af "aðlinum" er innblandaður í þetta fjármálasukk.

 5000 milljarða eru þeir búnir að pumpa út úr íslensku efnahagskerfi síðustu 3 ár. Það heyrði ég einn af toppskúrkunum monta sig af í mín eyru. Var það á veitingastað í Reykjavík.

Mér var svo sem ekki ætlað að heyra það, enn það fylgdi með í samræðunum þvílika fyrirlitningu þeir "auðjöfrarnir" höfðu á fólki sem ættu ekki "bót fyrir boruna á sér". Svona er þeirra mállyska þegar þeir sitja og tala saman og eru að versla kampavín fyrir 200.000.- 480.000.- krónur flöskuna.

Þeir geta eitt árslaunum verkamanns á nokkrum klukkutímum, og það er fyrir þá eins og þegar ég kaupi mér "eina með öllu" á Bæjarins bestu. 

Vann ég á þessum strippstað sem öryggisvörður stúaðist í ymislegu fyrir eigandan á daginn. Var líka með myndavélaeftirlit og síðast þegar ég vissi var ég enn skráður hjá Securitas sem umsjónamaður. 

Og flottir eru þeir ræningjarnir. Lalli Jóns er eins og kórdrengur við hliðina á þessum félagsskap. Hann mætti skipta við einn þingmann sem ekki hefur komist upp um enn. Þekki Lalla Jóns og veit að honum er alveg sama hvort ég noti nafnið hans til samlíkingar. Þekkti hann síðan á Litla-Hrauni þegar ég var að vinna þar.

Ég myndi giska á að u.þ.b. 30 manns myndu fá frá 15 - 20 ára fangelsi og margir lífstíð bara fyrir hluta af því sem þessir menn eru búnir að gera af sér á Íslandi, ef þeir væru í USA og höguðu sér svona.

Ég hef jú búið í Svíþjóð í 25 ár nema þessu tæplega 3 ár á Íslandi til að vera með móður minni síðasta spölinn í hennar lífi. Var í Svíþjóð þegar Mona Shalin sem átti að verða forsætisráðherra þegar hún hafði óvart notað Ríkiskort til að kaupa súkkulaði og einhverja bangsa handa börnunum sínum.

Hún var alveg frá öllum stjórnmálum í 6 ár. Sjáiði munin á Íslandi og Svíþjóð!! Af hverju tóku þeir svona harkalega á henni fyrir þetta "ekki neitt mál?" Jú, hún er of góð og heiðarleg fyrir marga andstæðinga sína í stjórnmálum. Það náðust myndir af Göran Person éta sælgæti beint úr hillunum í einhverri búð og svo labbaði hann bara út án þess að borga. Þó þetta kæmi í öllum blöðum og sjónvarpi, breytti það stöðu hans ekki neitt. Þetta er munurinn á að vera karl eða kona í stjórnmálum í Svíþjóð. 

Á Íslandi fá þeir stærstu bankaræningjarnir, milljarðastyrki frá Ríkinu í staðinn, hækka bar í tign og fá fálkaorðuna! Tek bara svona til orða. 

Þessi milljarðamæringur hefði alveg eins getað skorið mig á háls efnahagslega strax, enn honum finnst eflaust gaman af svona "frame-game" leiknum. Þess vegna hangi ég í gálganum eins og ég sagði áður.   

Fallbyssuna myndu ég nota til að skjóta þeim út fyrir gufuhvolfið. Þeir gætu rætt sama innan um gerfitunglinn. Þeir eru hvort eð er ekki á jörðinni, sem líka er líkingarmál sem bara þeir skilja ekki. Þeir eru ekki tengdir venjulegu fólki og kæra sig heldur ekki um það.

Og sumir af þessum mönnum eru svo aftengdir, að þeir gætu prentað út kommentið og sagt við lögreglu: "Óskar er að hóta að skjóta mig með fallbyssu út fyrir gufuhvolfið!¨ "Hann er stórhættulegur og geggjaður!" ;) Í alvöru, eina "greindin" sem þeir eru með, eru "vafasöm viðskipti" ef hægt er að kalla það greind. Tilfinningagreind er á algjöru núlli hjá þessum hóp, það eiga þeir allir sameiginlegt.  

Peniningarnir eru ekki horfnir. Þeir eru bara í útlöndum. Eina tungumálið sem þessar týpur skilja er að almenningur, hver og einn einasti borgari, miðaði á þá skammbyssum til að fá þá til að skila peningunum. Það er eiginlega eina "túngumálið" sem þeir skilja og þá reynslu hef ég fengið með vinnu með fanga utan sem innan fangelsa í Svíþjóð.

5000 milljarðar þykir talsvert mikið fé allsstaðar í heiminum, allt í gjaldeyri, og Íslenskt efnahagslíf á þessa peninga og ekki þeir. Mér finnst allt í lagi að beita smá fantabrögðum til að fá þetta tilbaka. Það þarf fauta og fanta til að eiga sjéns í "að tala svona menn til". (Gera þeim bara tilboð sem þeir geta ekki hafnað;) Nota þeirra eigin aðferðir á þá sjálfa. Í alvöru.

Ég hef baunað þessu á þá og þeeir hlógu bara og sögðu að ég væri heimskur og skildi ekki fjármál. Það er rétt að ég skil ekki fjármál og aldrei hef ég átt hlutabréf. Enn í sambandi við heimskuna grunar mig að sé ekki alveg rétt. Enn hvað veit ég?

Annars læt ég aðra dæma í því máli því ég er hlutdrægur.  Þyrfti að berja trommur þangað til verðtrygginn er algjörlega horfin og helst bönnuð með lögum. Fyrst það er hægt að "tromma" út Ríkissjórnina, ætti þessi verðtrygging að eiginlega auðveldara mál ef notuð er sama aðferð og mótmæla bara þangað til þatta mál verður afgreitt.

Þessir viðskiptahákarlar setja rýting  í bakið á "bestu vinum sínum" ef þeir græða á því. Hef ég orðið vitni að því. Vittna í eina færslu sem heitir "Ný kynslóð viðskipta-manna, psykopatar sem ég skrifaði ekki fyrir svo löngu síðan. Eiginlega er venjulegur siðleysingi eða venjulegur psykopati, eins og kvef, miðað við þessa menn sem ég lýsi í þessari færslu. Ísland og efnahagur þess er í höndunum á fólki sem þjóðin veit ekki nafnið á! 

Íslendingar trúa því að það séu pólitíkusar og stjórnmálamenn sem stjórni landinu. Enn það er að mestu leyti tóm vitleysa þegar kemur að efnahagsmálum. Það er svo mikil þvæla að þeir stjórni mikilvægustu efnahagsmálum, eins það væri gáfulegt að segja USA stríð á hendur og senda 20 víkingarsveitarmenn á móti ameríska hernum með piparúða og einhverjar litlar vélbyssur. Svo absurd er þetta mál í samanburði. 

Ég vona bara að almenningur fari að skilja að Ísland er í 100 sinnum verri málum enn allir bankavitringar segja, fjölmiðlar ljúga um, nema að þeir viti ekki betur, ekki veit ég, enn víða erlendis vita menn meira um hina raunverulegu efnhagslegu stöðu sem Ísland er í, enn Íslendingar sjálfir. Sænska lögreglan hristir bara hausinn. Ég er búin að tala við þá. Þeir tala um "öðruvísi fólk"

Því miður held ég að Nýja Ríkisstjórninn bakki líka fyrir þessum "auðjöfrum". Og ekki skánar siðfræðin þeirra í viðskiptum meða þeir úða í sig kókaíni í tíma og ótíma.   

Það er nú bara einn MJÖG náskyldur mér sem er einn af þessum mönnum og hann hefur haldið heilu fyrirlestranna fyrir mig hvað þetta var sniðuglega gert...MJÖG nákominn...sorglegt, enn því miður satt. Það er yngsti bró....!

Þannig veit ég heilmikið um aðalglæpaklíku efnahagsmála á Íslandi, aðferðafræðinna, ca: upphæðirnar, suma staðina sem peningar eru faldir og  margt annað. Múturnar, svikin og kaup á fólki í mikilvægum embættum á Íslandi.  

Og ef fólk heldur að rannsóknaraðilar og efnahagsafbrotadeild á Íslandi hafi frjálsar hendur við að fletta ofan af þessu, þá skjátlast landanum alveg hrapalega. Þeir hafa ekki "leyfi" til að rannsaka hvað sem er.

Og alls ekki "huldumennina". Og svo eru sumir að rannsaka sjálfan sig og bestu "vini" sína. Þess vegna er álit mitt á þessari bankahrunsrannsókn algjörlega á núlli. Og það er ekki hægt að ásaka lögreglu fyrir eitt eða neitt. Lögreglumenn hefur verið sagt upp störfum af fáránlegum ástæðum, m.a. út af þessum rannsóknum. Þegar mjög góðir lögreglumenn sjá spillinguna og hversu rotið þetta kerfi er raunverulega, þá hætta þeir á þeirri forsendu að þeir vilja ekki vera þáttakendur í svona skrípaleik. 

Opinbera útgáfan af rannsókninni verður eflaust sannfærandi og velsmíðuð. Mig hlakkar svolítið til að lesa niðurstöðurnar sem verður eflaust "blekking blekkinganna" þegar þar að kemur....sjálfsagt verður að dæma einhvern til að fá frið fyrir "skrílnum" eins og mótmælendur voru kallaðir. 

Og hvaða aðferðir nota þeir til að reyna að þagga niður í mér? Jú, morðhótanir, siga lögreglu á mig fyrir eiturlyfjasmygl, segja mig vera vopnaðan og hef ég fengið húsleit vegna þess þegar ég bjó í Reykjavík, einn þeirra styrkti mig fjárhagslega til að byggja hús erlendis fyrir fatlaða með vímuefnavandamál, og ári seinna kærðu hann mig fyrir að hafa stolið peningunum. ;) hehe..hann treystir því að ég muni fylgja persónuverdarlögum um trúnað í starfi, enn ég geri bara undantekningu ef á þarf að halda.

Lögregla kom og leitaði með enga heimild, enn ég bauð þeim bara inn og bað þá bara að ganga snyrtilega um. Og þeir gerðu það. Það fyndna er að ég var að vinna á Litla-Hrauni 4 tíma í viku, til að uppræta smygl eiturlyfjum! Þeir náðu nú samt að breiða út þá sögu að ég væri þarna til að afla upplýsinga til að mata lögreglu með og það er rógur sem er stórhættulegur í alvörufangelsum. Og lögregla hefur efasemdir um að ég sé réttu megin við lögin. alveg makalaust. Litla-Hraun er ekki alvörufangelsi.

Samt eina fangelsið þar sem ekki var einn einasti glæpamaður, bara afbrotamenn og það er mikill munur á. Glæpamenn lenda sjaldan í fangelsi. Sumir fangar dreymir um að verða "alvörugangsterar" enn 90% af þeim fengju ekki starf við að vaska upp eða fara út með ruslið hjá ekta glæpamönnum erlendis.   

Stundum eru menn teknir "úr umferð" með að senda þá gegnum milliliði til að kaupa eiturlyf, og svo "tipsa" þeir sömu menn lögreglunna um viðkomandi sem er þá handtekin í Keflavík og þannig losna þeir við einhvern  í nokkur ár. Og þá garga þeir af hlátri og fá sér í glas. Þeim finnst þetta svo sniðugt. Þeir eru að leika sér þessir "auðjöfrar"!

Þeir sendu einn svona handrukkara til að berja mig, sem hætti við. Ég gaf honum kaffi og við áttum ágætis spjall. Svona ólánsmaður og var með steravöðva. Eiginlega bara fínn strákur sem lemur fólk fyrir pening. Ég lét það fréttast að ég hefði verið lamin svo hann fengi borgað og gæti haldið andlitinu.

Enn þeir geta svo sannarlega gert manni lífið leitt. Og svo góðir eru þeir í lýginni að þeir geta tekið venjulegt fólk og sannfært þá um að viðkomandi sé græn geimvera með loftnet upp úr höfðinu. Þeir hreinlega dáleiða fólk á einhvern máta, eða múta með peningum og gera þá samseka, eða kaupa þá með stelpum og kynlífsveislum.

Til að tengja þetta eitthvað færslunni þinni þá eru þetta þeir hörðustu stuðnigsmenn verðtrygginga, og vaxtaokurs og sérfræðingurinn á því sviði er Pétur Blöndal þingmaður. Hann kann þetta spil út og inn. Hann ætti eiginlega að fræða þjóðinna um hvernig raunveruleikinn er í verðtryggingu, tvöfeldninni í gengi krónunnar og hvaða ástæður liggja að baki staðhæfingum að styrking krónunnar hafi í för með sér ókosti í stað þess að vera jákvætt fyrir almenning og vinnandi fólk. 

"Eiturslöngur" sem lítur út eins og fólk, klæddir í Armani, með Rólex á hendinni. Menn sem ekki hafa unnið handtak í 10 ár og aka um í bílum upp á 5 - 7 milljónir. Búa í húsum og íbúðum sem kosta tvöfalt og þrefalt á við venjulegan húsakost getur ekki talist eðlilegt. Enn ekkert svona er rannsakað neitt nánar. 

Ég valdi mér nafnið "huldumenn", þeim til heiðurs þessum blessuðum peningarónum eins og ég kalla þá. Lögregla sem ég hef haft samband við hefur engan áhuga eða þorir ekki að hafa áhuga á raunverulegu hlið stærsta ráns á Norðurlöndum fyrr og síðar, eða fær skipun um að skipta sér ekki að þessu málinu. 

Eiginlega er þetta bara endurtekning á færslu sem ég gerði fyrir 8 eða 9 mánuðum síðan, og eyddi  eftir að konunni minni var hótað lífláti. Svona fólk krefst þess að maður sé "já-maður" og helst hræddir við sig. Það bara vill svo til með mig að ég er ekkert hræddur við þá.  Og þá verða þeir pirraðir, reiðir og allt upp í að verða stórhættulegir.   

Ég tel mig vera í fullum rétti að vera pirraður út í þetta fólk. Ég hef sent MBL greinar enn fengið þær endursendar á þeirri forsendu að þetta væru persónuárásir. Og ég ætla ekki að hætta að atast í þeim. Aldrei! Það kom samt einn blaðamaður til mín og spurði hvort hann mætti ekki skrifa bók um mig.

Hann hafði víst eitthvað tékkað á mér í Svíþjóð og hafði fengið bæði sannar og lognar sögur um mig.   

Og samt eru þetta bara fyrirsagnirnar af því sem ég veit um þetta pakk! sem er hér skrifað niður. Þetta er nákvæmlega sama pakkið sem spila á verðtryggingu eins og píanó. Það yrði agalegt áfall fyrir þá ef verðtrygging yrði bönnuð.

Jæja Hlédís G. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, enda orðin langloka og margir nenna ekki að lesa langar færlur eða komment. Veit að þetta er ekki alveg í samræmi við færsluna þína, enn af því að ég kunni færsluna næstum utanað, sem ég eyddi á sínum tíma, þá leyfði ég mér að skella þessu inn sem athugasemd.

Þetta er góður og þarfur pistill hjá þér um mesta "tabú" á Íslandi í efnahagsmálum. það byggist aldrei upp normalt þjóðfélag nema þaka þessa ólöglegu verðtryggingu í burtu.

Þú skammar mig bara ef ég hef verið of plássfrekur á blogginu þínu. Það eru ekki allir sammála mér í því að konur eru almennt vitrara enn karlar eru og gæti ég stutt þá staðhæfingu með niðurstöðum margra rannsókna.

Takk fyrir mig og kærleikskveðja til þín Hlédís mín!  

Kv,

Óskar Arnórsson, 9.2.2009 kl. 03:15

17 Smámynd: Hlédís

Þakka þér Óskar! Ég mér finnst færslan ekki of löng - ætla að taka afrit af henni til að geyma annars staðar. Greindur nærri getur -REYNDUR veit þó befur á vel við um það sem þú skrifar hér. Ég hef víða talað og skrifað um hve þetta svokallaða 30-hausa skrímsli er hættulegt - og ekki síst vegna GULLSINS sem það gín yfir og notar til óhæfuverka sér til varnar. Hef einnig hugleitt hve óskaplegur AUÐUR styður við þá sem alltaf sitja í valdastólum, ma hér á íslandi- hafa til dæmis svo til alla mína ævi.   Nú lpks sést í opið ginið á ófreskunni og nytsömu sakleysingjarnir FLOKKSINS syngja um ómerkeleg smámál í áróðursskyni og vörn fyrir þessa leppa.   Samt veit ég lítið sem ekkert um þessa hluti miðað við þig.

Mér er sem ég sjá Flokks-bullið ef e-r slíkur les það sem þú skrifar: "Óskar er bara að rugla enda vita Allir Þetta og Hitt um Óskar! - Do og BB og PB og XX og ZZ segja að Flokkurinn Eini og allt Gamla Góða kerfið okkar hafi alltaf gert allt rétt!" Það eru kommarnir, hommarnir. lesbíurnar og allt mótmæla og skemmdarverka pakkið sem eru að skemmileggja fyrir okkur :''(    "

Hlédís, 9.2.2009 kl. 09:19

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessir stjórnmálaflokkar eru keimlíkir sértrúarsöfnuðum. Sama munstrið. Allir vita hvað þjóðinni er fyrir bestu.

þú yrðir góður sálfræðingur Hlédís G. eða þerapisti. Í alvöru. Þú ert lagin við fólk. Ég er búin að lesa nóg af bloggunum þínum til að hafa þá skoðun.

Fólk má vita allt um mig. Mér er nákvæmlega sama. Ég er gjörsneyddur neikvæðu áliti annarra á mér, nema frá mínum nánustu eða konunni minni t.d.

"30 höfða skrýmslið" er góð lýsing. Nú þarf bara heiðarlegt fólk með sverð og afhausa skrýmslið. Ég skala halda á einu sverðinu. Hausarnir þurfa nefnilega að fjúka allir samtímis ef þú skilur hvað ég meina.

Fyrr læknast þetta þjóðfélag ekki. Skrýmslið þarð að drepa, að sjálfgsögðu efnahagslega svo fólk sem ekki skilur samlíkingar fari nú ekki að misskilja neitt. 

Það þarf að berja á þessu með verðtrygginguna og bankavextina. Það er alveg á hreinu.

Hvenær skyldum við fá Ríkisstjórn sem ekki er með "skjaldborg" utanum mestu glæpamenn Norðurlanda?

Óskar Arnórsson, 10.2.2009 kl. 14:01

19 Smámynd: Hlédís

Takk, Óskar! Við erum sammála um mjög margt!- og ég skil sannarlega að hausarnir þurfa að fara allir samtímis! Hvenær skyldi það verða?

Hlédís, 10.2.2009 kl. 14:26

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er einmitt það sem ég óttast. "30 hausa skrýmslið" verður friðað eins og hvalirnir. Það er bara ágiskun, enn hún er nú samt byggð á smá infói sem ég hef fengið frá hinum og þessum.

Það verður líklegast "togarasmygl-taktíkin" sem verður notuð. Þegar öll áhöfnin, þ.e. hver einasti maður um borð var með allskonar smyglvarning, var alltaf búið að semja um hver ætti að taka skellinn ef tollararnir myndu eitthvað.

Fyrir þetta fékk viðkomandi sjómaður greitt. Allir vissu þetta, tollararnir, löggan, og dómararnir. Enn það er ekkert hægt að sanna neitt í svona máli og ég giska á að það verði sama aðferð notuð í þessi máli.

Þetta er svona í Svíþjóð líka í allskonar glæpamálum smáum og stórum. Þar eru til "atvinnu-fangar" eða "professional volta menn". Ein "volta" þýðir sá tími sem tekur að sitja af sér einn dóm. Engu máli skiptir hversu löng "voltan" er, enn því lengri, því betur borgað.

Þetta er fljótlegri leið að eignast peninga enn margar aðrar "vinnur". Og það er ekkert hægt að gera við þessu. Og það er samkeppni í þessa "vinnu".

Óskar Arnórsson, 10.2.2009 kl. 18:28

21 Smámynd: Hlédís

Mig minnir að eitthvað likt því sem þú lýsir hafi gerst í SÍS-fjármálahneyksli á mínum unglingsárum.  Hvorki fyrsta né síðasta skipti. Hvað er hægt að taka til bragðs? Hér er við Stór-auðvalds-gengi heimsins að etja.  Þeirra eru Vopnin - Valdið - Peningarnir - Þrælarnir  OG "Dýrðin"! -  hvað þarf að telja upp fleira?  

Öreigar ÍSLANDS! Stendur til að leggjast niður og bíðjast náðar hjá þessu hyski?

BTW: eru dönsku bílarnir fyrir OFBELDIS-lögregluna komnir til landsins?

Hlédís, 10.2.2009 kl. 21:53

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli þeir geri það ekki eins og venjulega, öreigarnir. Þegar 10% af jarðarbúum  EIGA 85 - 90% af öllu verðmætu á öllum hnettinum, hlýtur að vera einhver óbalans í gangi.

Um dönsku bílanna veit ég ekki.

Er akkúrat hinum megin á jörðinni og fylgist bara með því sem hægt er að fylgjast með á netinu...

Óskar Arnórsson, 10.2.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband