Má TREYSTA því að búið sé að koma ÖLLU undan?

 "Baugur Group hf. og nokkur dótturfélaga þess, þ.á m. BG Holding ehf., fóru í morgun fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar.......Stærstur hluti eigna félagsins er í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. ....." segir ásamt fleiru í tengdri frétt í Mbl

Þar höfum við það. Búið að koma öllu fé sem hægt var að "lána sjálfum sér" og fá annarstaðar úr landi.     Nú er farið fram greiðslustöðvun  í verndunarskyni við lánardrottna hérlendis, segir einnig í fréttinni! Þá er í fréttinni upptalning á "eigum" félagsins erlendis.

Undirrituð veit ekki um aðra, en verður óglatt!


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Að sjálfsögðu eru þeir búnir að koma öllu undan. Skólabókardæmi hvernig ber að taka meira útúr fyrirtækjum en þau afla. Fyrir utan pappírsviðskiptin öll sem gerðu þetta kleift í byrjun. Kanski er ástæða þess að Landsbankinn dró sig út úr þessu að Tryggvi einkavinur þeirra er ekki þarna lengur?

En ætli Jón Ásgeir geti ekki töfrað fram eitt annað Rauðsólar fyrirtæki sem er skráð í einhverri skattaparadísinni og keypt upp þessi fyrirtæki fyrir smáaura og skilið skuldirnar eftir? Hlýtur að vera hægt fyrir hann

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Sigurbjörg

PS .. gleymdi að taka fram að mér er óglatt líkt og þér.

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl. Hér er einn sem orðið er óglatt. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér með að við getum TREYST því að búið sé að koma ÖLLU undan sem hægt er.

Sjáið einnig að um leið og fyrrverandi forstjóri geislaBAUGSfeðga , Tryggvi Jónsson, er hættur hjá Landsbankanum að endurskipuleggja fyrir þá lánin, þá taka venjulegir bankamenn við því og þar með er ljóst að ekkert óeðlilegt er leyft og því er svona komið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Sigurbjörg

Var að lesa á Visi.is að Jón Ásgeir kallar þetta að Landsbankinn hafi gefið þeim pungspark og þetta komi allt frá Sjálfstæðisflokknum um leið og Davíði sé sagt upp. Og að við Íslendingar séum að afhenda Bretum fyrirtæki "okkar" á spottprís. Hann er ótrúlegur ! Ekki nóg með að mér sé óglatt heldur er komið óbragð uppí mig.

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 10:34

5 Smámynd: Hlédís

"Það eru ekki ALLAR syndir gvuði að kenna" - sagði kellingin forðum. - Sama gildir væntanlega um um Davíð  

Hlédís, 4.2.2009 kl. 10:42

6 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Voðalegt hatur er þetta á Baugsfólkið, ef Bónus hefði ekki fæðst væri hér ennþá SÍS mafía og kaupfélög. Er fólk búið að gleyma því þegar Bónus hóf rekstur þá fóru heilu bæjarfélögin með rútur smekkfullar af fólki suður til að versla í Bónus vegna ofurálagningar hjá kaupfélögum og hældu Bónusfeðgum í bak og fyrir. Það má ekki láta öfund og auðævi byrgja sér sýn, Bónusfeðgar hafa verið rannsakaðir í mörg herrans ár og kostað skattborgara óheyrilegar upphæðir í málskostnað og lítið sem ekkert hefur sannast á þá, svo ég spyr, eigum við að þakka Davíð fyrir djob well done ?

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Hlédís

SIS-glæframenn og margir aðrir frömdu verk sín í skjóli valdhafa.     Bónus ruddi ekki SÍS úr vegi, nýji Jón!    

Ef þú veist ekki að J. Á Baugur er löngu búinn að eyða margföldum bónusnum af lágvöruverslunninni sem Jóhannes, faðir hans, setti á laggirnar, hefurðu sofið lengi frameftir.

Hlédís, 4.2.2009 kl. 11:07

8 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Hlédís, vertu ekki svona þver, SÍS væri ennþá á lífi ef Bónus hefði ekki komist á koppinn og er Jón í samkeppni við föður sinn ?

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 11:27

9 identicon

Jæja nýi Jón.

Er það skárra að láta einka framtakið gína yfir okkur með hringa myndun, og að ferðum sem þeir sjálfir ganrýndu þegar að aðstað þeirra var önnur, en ekki SÍS. Ekki ætla ég að réttlæta það hvernig haldið var á kaupmennsku og samkeppni um landið á árum áður. En eitt er víst að Íslendingar myndu aldrei líða erlendum kaupmönnum það sem er við líði á matvöru markaði í dag. Það eru til tvær ,, frjálsar " matvöru verslanir á markaði í á höfuðborgarsvæðinu frá Mosfellsbæ  til Hafnarfjarðar, ath 180 þús manna markaði, það eru Melabúðin og Fjarðarkaup og fólk þarf að stuðla að því að gera veg þeirra sem mestan. Lifi samkeppni niður með fákeppi og hringa myndun. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:59

10 Smámynd: Hlédís

Þakka gott komment, Guðlaugur!     Hugsaðu þér nafnið BAUGUR - bein tilvísun í hringamyndun. Aldrei skorti á bíbræfnina!

Hlédís, 4.2.2009 kl. 12:13

11 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Það ætla ég að vona að Gaumur loki bónus og hagkaup og þið fáið það sem þið eigið skilið.

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 12:37

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það væri nú ekki til að skaða neytendur  Nýi Jón Jónsson. Líttu á eftirfarandi samantekt :

frétt á mbl.is :  "Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow)."

Sjá pistil Gylfa Gylfasonar :"11.3.2008 | 03:36

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 13:51

13 Smámynd: Sigurbjörg

Guðlaugur, ekki gleyma Þinni verslun Seljabraut í upptalningunni. Það er kaupmannsverslun eins og hún gerist best ! Matvörubúðin sem ég versla sjálf við.

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 15:13

14 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Það er nú bara þannig að 10-11 er 24 tíma búð og verðlagið eftir því, þitt er valið, 10-11, hagkaup, kaupmaðurinn á horninu og svo framvegis. Ef bónus, 10-11 og hagkaup loka þá verður sérdeilis góðæri hjá öðrum, ekki heldur fólk virkilega að þeir haldi sömu verðlagningu áfram með minnkandi samkeppni ?

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 19:41

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Fari Bónus og 10-11 úr eigu Haga óg eða loka þá munu einhverjir nýta tómarúmið og halda úti verslunum á svipuðum slóðum eða sömu húsakynnum og það verður ekki jafn dýrt að versla í þeim eins og Bónus núna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 22:45

16 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Þeir hafa líka áhrif á verð í öðrum verslunum með því Gylfi, að þeir eiga jú sjálfir langstærsta byrgjann, sem þeir sjálfir, og aðrar verslanir versla við, þ.e. Aðföng. Þar geta þeir ráðið á hvað þeir selja sínum verslunum vöruna og á hvað þeir selja öðrum, þannig stjórna þeir verðinu í verslunum landsins OG spila með "samkeppnina". Ég fór að spá í þetta þegar ég tók eftir núna í kjölfar hrunsins í október hversu mikið meira vörur frá Aðföngum hækkuðu (í hinu "glæpsamlega" Kaupfélagi Skagfirðinga) en vörurnar sem K.S. flytja sjálfir inn án milliliða. Það er svo augljóst að það er byrginn, í þessu tilfelli Aðföng þeirra Bónusengla, er að smyrja vel og vandlega á vöruna!

Það er svo sannarlega ekki allt sem sýnist í þessu öllu rugli. Það er það eina sem er víst.

Erla Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:58

17 Smámynd: Hlédís

Þakka innlegg, Erla og Predikarinn.

 Allir þér sem efist! Það er líf eftir Bónus!    Trúið og treystið! 

Hlédís, 5.2.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband