Ekkert er ofsagt hér um íslenskt heilbrigðiskerfi - Lesið einnig grein Jóhanns Tómassonar læknis.

Árið 2000 fór Atli Thoroddsen , þá 29 ára gamall flugmaður hjá Icelandair, að finna fyrir sjúkdómseinkennum. Þetta var byrjun á krabbameini sem greindist ekki fyrr en sex árum síðar þrátt fyrir að Atli gengi milli lækna til að fá sjúkdómsgreiningu og viðeigandi meðferð.   Í viðtali  í Morgunblaðinu í dag 1. feb. lýsir Atli langri sjúkrasögu sinni sem einkenndist af samskiptaleysi milli lækna .....þannig að rétt greining fannst ekki.   Orðrétt er haft eftir Atla: "Fyrst og fremst álasa ég sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið inn í ferlið. Jú, auðvitað varð ég gramur einum og einum lækni en ég er líka þakklátur mjög mörgum læknum. Ég er hins vegar afar ósáttur við heilbrigðiskerfið. Ég lagði líf mitt í hendur þessa kerfis og treysti því en það brást mér.“

           - - - - -

Í Morgunblaðinu í gær, laugardag 31. jan. birtist grein eftir Jóhann Tómason lækni   þar kemur fram mjög sterk gagnrýni á preláta íslensks heilbrigðiskerfis. Væntir undirrituð að rétt sé greint frá þar líka.  Því miður eru þetta ekkert notalegar upplýsingar.

 


mbl.is Martröð varð að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem þarna kemur fram er landlægt á Íslandi og ekki bara í heilbrigðisstétt. Fólk nennir ekki til læknis vegna þess að það veit að læknirinn reynir að giska á hvað er að þeim og sendir það heim með ráðleggingar um mataræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:36

2 identicon

Einmitt - ég kannast mjög vel við þessa framkomu.

Ég slasaðist um helgi árið 1980 og fékk enga hjálp, en þetta var ekki bílslys. Ég bað um að fá sjúkrabíl af því að ég var í andnauð og var lömuð vinstra megin. Nei - það var skylda að vakthafandi læknir úrskurðaði fólk í sjúrkrabílana sagði daman á skiftiborði sjúkrahússins.

Ég varð sjálf að hringja í "vakthafandi læknir" sem neitaði að koma ... hann var dottinn í það og ég fékk rokna fyrirlestur um hvað hann var var í mikilli fýlu yfir að vera "neyddur til að taka bakvaktir" - þetta mátti ég hlusta á og helv.. heyrði að ég gat varla dregið andann..

Svo tók annar snillingurinn við og sagði mig hafa tognað svona illa, þó ég væri lömuð.

Loksins, þremur mánuðum seinna eftir myndatöku kom í ljós 3 samfallsbrot á hrygg - ég var bara svo "heppin" að það fór ekki inn í mænu.... - og allt of seint að gera eitthvað... Ég má sennilega þakka fyrir að þetta var ekki krabbamein...

Atli og fjölskylda hans eiga alla mína samúð

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Hlédís

Safna þarf, sem flestum, af aragrúa, slíkra sjúkra-sagna og atvika saman. Reiknið ekki með að Spítalinn geri það - og ekki getur Landlæknis-embættið safnað þeim frásögnum sem ekki komast þar 'inn á borð'.

Hlédís, 1.2.2009 kl. 15:35

4 identicon

Þessu er ég algjörlega sammála - það þarf að safna upplýsingum og líka upplýsingum um hvað er hægt að gera, ekki bara þessu neikvæða. 

Ég hef mátt stríða við allskonar "uppákomur" sem eru klárar afleiðingar af þessu slysi. Eitt er til dæmis að þegar að ég gerði mér grein fyrir að það var ekkert til sem hét að "lækna" neitt - ég fékk bara verkjapillur ...

Ég varð að velja á milli þarna rúmlega tvítug hvort ég ætlaði að vera lyfjafíkill um fimmtugt. Ég var svo lánsöm að hafa stundað mikið íþróttir og var líkamlega vel á mig komin og ég vissi hvað ég gat gert til að auka endorfín-framleiðslu líkamans til að deyfa verkina aðeins. Ég hef sem sagt reynt að "slugsa" og stunda ekki æfingar... en það sleppur ekki lengi, þá er mér bent á að fara að velja mér litinn á hjólastjólinn.

Ég hef oft verið hrikalega kvalin af verkjum, en neita að þiggja lyf nema í algjöru hófi (hef harðneitað að taka stera).  Þarna finnst mér vanta allar upplýsingar sem fólk getur leitað í. Ég hef fengið mikinn stuðning frá því sem er að finna á erlendum síðum á netinu um hvernig má lifa betra lífi án verkjalyfja til dæmis....  

Það sem ég er að reyna að segja, þá stendur maður alltaf frammi fyrir allskonar ákvörðunum og fær enga hjálp og ég hef  bara þurft að fara eftir "nefinu" á mér. Hin síðari ár að vísu, þá hef ég komist í hendurnar á dáldið betri læknum en þegar ég lenti í slysinu - töluvert mikið skárri - eiginlega ekki hægt að bera þá saman, þá fyrst fór mér að líða betur þegar ég komst í réttar hendur.

En allt þarf að virka saman, annars fer eins og fer. 

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:57

5 identicon

Á NÆSTU DÖGUM VONAST ÉG TIL ÞESS AÐ FÁ LEYFI TIL BIRTINGAR Á ÞEIM LÆKNUM SEM KOMU AÐ MÁLINU HÉR FYRIR NEÐAN - OG JAFNVEL AÐ BIRTA MYNDIR AF BÖRNUNUM.

Það er ömurlegt að lesa um skort á samráðir lækna - seinkun á réttri greiningu - seinkun sem kann að rústa lífi fólks. Atli Thoroddsen á samúð mína og sendi ég honum að sjálfsögðu mínar heitustu bænir um að framhaldið verði honum sem léttbærast. Krabbamein er andstyggilegur sjúkdómur enda þótt vanhugsuð ummæli ofstækisfólks að undanförnu gætu gefið annað til kynna.

En það er líka ótrúlegt að á árinu 2009 skuli það geta gerst að hroki hérlendra lækna skuli geta haldið litlum börnum í martröð vegna þess að læknarnir geta ekki kyngt því að til séu læknar þeim fremri erlendis. Sömu læknar standa jafnvel í vegi fyrir því að börnin geti fengið aðstoð þeirra erlendu sérfræðinga sem lengst eru komnir í heiminum á einstaka sviði og eru reiðubúnir til aðstoðar. Það er líka ótrúlegt að sömu íslensku læknarnir geti verið í aðstöðu til þess að hindra læknismeðferð barnanna þegar fjárhagsstaða foreldra er komin í þrot eftir 15 milljóna eigin útgjöld vegna barnanna. Það er líka ótrúlegt að þessir sömu íslensku læknar hafni röngtgenmyndatökum sem sýna meinin skýrt og ótvírætt. Og enn ótrúlegra er það að íslenskur læknir á geðsviði láti sér þau orð um munn fara að það sé ekkert að börnunum ( líkamlegir gallar eru þar að auki sjáanlegir t.d. vantar eitt eyra sem ættii að vera sjáanlegt öllu venjulegu fólki ) og móðirin eigi bara að leita til geðlæknis. Þessi læknir á geðsviðinu er nú reyndar skólasystir þess læknis sem þolir það ekki að erlendir sérfræðingar séu honum fremri og stendur í vegi fyrir því að börnin fá eðlilega fyrirgreiðslu.

Og hvernig getur þessi læknir og félagi hans komið í veg fyrir og eða hindrað framganginn? Jú - einfalt - sá sem er prímus mótor í því að telja sig öðrum fremri er sá eini hér á landi sem hefur einhverja þekkingu á því sviði sem um ræðir og hann ræður því alfarið hvort Sigligasjóður Tryggingastofnunar greiðir ferðir barnanna og móður þeirra - nú þegar greiðslugeta foreldranna leyfir ekki meira. 15.000.000.- króna útgjöld foreldra barnann í ríki sem státar af einu besta heilbrigðiskerfi veraldar ( er okkur sagt ) og núna loksins - eftir margra ára baráttu virðist sem svo að hægt verði að flytja inn það lyf sem börnin þurfa og fækka því ferðunum erlendis sem eru martröð fyrir þessi börn. Lyfjaeftirlið hefur nefnilega ekki samþykkt lyfið þótt eftirlitið í USA - sem er eitt strangasta eftirlit veraldar hafi gert það fyrir löngu.

Það íslenska er nefnilega á sömu nótum og "læknirinn" sem telur sig hæfari en aðra.

Það er ekkert nýtt að Lyfjaeftirlitið setji sig á háan hest sem það hefur engin efni á. Svona til þess að byrja með á að leggja þessa óþörfu stofnun niður og nýta niðurstöður sænska og bandaríska lyfjaeftirlitsins. Það gæfist mun betur og hæfara fólk er þar við störf. Það gæti líka sparað mörgum miklar þjáningar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:34

6 Smámynd: Halla Rut

Móðir mín fékk krabbamein sem hún fljótlega lést úr fyrir rúmum 6 árum. Meðferðin á henni og ruglið var með ólíkindum. Ég fæ bara hroll og tár við tilhugsunina. Það eina sem læknirinn sem átti að sjá um hana var að hugsa var að græða sem mest á henni. Ég fékk svo nýjan lækni en hann mátti ekkert vera að þessu enda þarf engin að svara til neins og allt er tilviljunarkennt. Það er ekkert "kerfi" í gangi. Þetta er bara ein kássa af skipulagsleysi og pappírs- og spurningaflóði sem skilar engu. Engin talar saman og farið er í tíma og ótíma yfir það sama eins og engin tali saman og að tölvan hafi ekki verið fundin upp. Inn á öllum stofum eru tölvur en það er slökkt á þeim öllum.

Saga þessa manns kom mér sannarlega ekki á óvart. Svona er þetta bara.

Vinkona mín sem kom hingað til starfa sem hjúkrunarkona frá Svíþjóð hefur vart jafnað sig eftir að sjá og kynnast hvernig spítalar hér eru illa reknir. 

Við erum að borga allt of mikið fyrir allt of lítið.

Halla Rut , 2.2.2009 kl. 00:51

7 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur þessi innlegg, Halla Rut og Hrólfur I. !

Sjálf hef ég áralanga reynslu af samskonar handhófsverkum, ábyrgðarleysi og hroka starfssystkina! Virtist, aukinheldur, eiga að taka þeirri skýringu, að " erfitt sé að fást við sjúka lækna"!  Ef læknar væru nú einu fórnarlömb þessarar óreiðu - værum við vel stödd. Að vísu veit ég um fáránlega meðferð á einum krabbameinssjúkum lækni - en hef séð og heyrt um óteljandi, óverjandi atvik frá Sjúkrahúsinu og Kerfinu. Þetta fer versnandi ár frá ári, fullyrði ég. Ein orsökin er sérfræðivæðing án ábyrgrar teymisvinnu með samræmingu í greiningu og meðferð.

Að lokum vil ég minna á það sem sagt hefur verið í hálfkæringi en er hluti vandans hér: Sérfræðingar vita meira og meira, um minna og minna - þar til þeir vita ALLT um EKKI NEITT"

Hlédís, 2.2.2009 kl. 08:20

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dapurt að lesa þetta. Er hjúkrunarfræðingur og vann lengst af á barnadeildum og var yfirleitt stolt af vinnubrögðunum. Fór svo yfir í hinn endann fyrir rúmum 8 árum og er að vinna með gamalt fólk

Hólmdís Hjartardóttir, 2.2.2009 kl. 11:14

9 Smámynd: Hlédís

Hér er ör-saga send af vini sem ekki vill láta nafns getið:

"Dóttir mín er með MS sem greindist í fyrra. Hún hafði ári áður farið upp á Landsspítala vegna þvagteppu og var sagt að syngja meðan hún reyndi að pissa. Hún borgaði 8.000 fyrir þetta ágæta ráð. Nú er hún komin með þvaglegg. "

 

Hlédís, 2.2.2009 kl. 11:29

10 Smámynd: Hlédís

Dögg Pálsdóttir er með mjög greinagóðan pistil á bloggsíðu sinni, tengdan sömu mbl-frétt um stórmistök í heilbrgðiskerfinu, Segir hún þar frá reynslu sinni sem lögfræðingur sjúklinga.    Leyfi mér að sýna hér eitt dæmi um athugasemd við þann pistil, af því tel löngu kominn tíma á að horfst sé í augu við þetta graf-alvarlega mál:

  "Góður pistill hjá þér Dögg. Það hafa alltof margir lent í því hér að fá ranga sjúkdómsgreiningu og fleira. Það er ekki hlustað á sjúklinga hér, hér vantar algjörlega tengilið milli sjúklings og læknis eins og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Ef læknir finnur ekki hvað er að hrjá sjúklinginn sendir hann hann bara heim, dettur ekki í hug að benda honum áfram. Það vantar algjörlega einn svona Dr.House hingað til lands, lækni sem nennir að vinna vinnuna sína  vel og gefst ekki upp þótt svörin liggi ekki fyrir í fyrstu atrennu. Hef eigin reynslu af þessu heilbrigðiskerfi sem er langt frá því að vera "það besta í heimi". Veit ekki hver kom með þá vitlausu kenningu, sjálfsagt einhver læknir!          Anna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:58"

Hlédís, 2.2.2009 kl. 13:11

11 identicon

Frábært framtak og löngu tímabært að opinbera þessi mál. Það er magnað hvernig farið er með fólkið hérna, ef eitthvað kemur fyrir. ... Endalaust....

Svo er engu líkara en að samfélagsleg samúð "dettí út", ef einhver þarf á hjálp að halda. 

Jafnframt að margir þeir sem þurfa á hjálp að halda, fá ekki einu sinni að vita hver réttur þeirra er. Þessu lenti ég í einmitt, mér var sagt að gleyma því að reyna að sækja rétt minn, það yrði aldrei metið og ég hafði ekki hugmynd um að ég átti kost á ýmsu sem ég vissi ekki af að ég hefði rétt á ..

Anna Kr. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:03

12 Smámynd: Hlédís

Einnig er erfitt að sækja rétt sinn fárveikur - einkum þegar hæstu embættismenn í kerfinu og yfirmenn lækna neita að taka við erindum. Þetta hef ég reynt oftar en einu sinni - gafst loks upp fyrir tveim og hálfu ár að leita hjálpar lækna eða yfirmanna í heilbrigðismálum í mínum veikindum.

Hlédís, 2.2.2009 kl. 22:01

13 Smámynd: Hlédís

Nú barst vísupartur undir dulnefninu "Hjálmar":

"Eru þar flestir aumingar,

en illgjarnir þeir sem betur mega."

Ef til fulldjúpt í tekið árinni. Varla er á ferðinni illgirni.

Hlédís, 2.2.2009 kl. 22:06

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef farið í 7 smáskurðaðgerðir vegna gruns um sortuæxli sem er af banvænasta krabbameini sem til er. Þetta virðist vera fjölskyldusjúkdómur og margir dáið því þeir sinntu ekki einkennum.

Þegar ég var á Íslandi fór ég með sár til krabbalæknis sem ekki gréri, og er búin að stúdera einkenni sortuæxla sundur og saman. Hann sagði að ég þyrfti fúkkalyf því þetta væri ígerð. Ég tók næstu vél til Stockhólms, beint á Karólínska og var ekki sleppt út fyrr enn 2 blettir höfðu verið skornir í burtu.

Móðir mín lést vegna læknamistaka á Íslandi. Hún fékk lyf við þvagfærasýkingu sem ég gaf henni heima. Það kom automatiskt lyfseðill einu sinni í mánuði. Þetta lyf heitir Omnic 0.4 mg og átti bara að taka í 3 - 4 vikur mest. 'eg gaf henni þetta í rúmlega eitt ár og hún dó af lyfjaeitrun.

Það koma tímar þar sem ég ásaka sjálfan mig fyrir að ekki hafa skoðað á netinu hvaða lyf þetta var. Engin læknir sagði neitt. Mistök sagði læknirinn sem skrifaði þetta út á sjúkrahúsinu í Keflavík. Ég reyndi að fá fjárhagsaðstöð til að senda hana til Svíþjóðar þar sem hún var greinilega að deyja. Þeir hefðu getað bjargað henni með einhverju móteitri.

Svo kemur rúsínan í öllu saman. Það kom í ljós að þetta lyf er aldrei gefið konum, bara körlum. Landlæknir, Heilbrigðismálaráðuneyti og Saksóknari höfðu engan áhuga á að rannsaka þetta frekar.

Ég ætlaði að kæra sjálfan mig fyrir aðild af manndrápi af gáleysi. Lögreglumaður sagði að þeir myndu ekki skrifa neina svona skýrslu um þetta atvik.

Um þetta mál og framkomu eins læknis á Borgarspítala varð til þess að ég skrifaði mína fyrstu grein í MBL og þeir birtu hana. Þeir reyndu ekki einu sinni að bjarga henni.

Hún var keyrð heim aftur í sjúkrabíl dagin eftir að ég hafði kallað á næturlækni sem hringdi á sjúkrabíl, og borinn ínn á heimili hennar þar sem ég var búin að annast hana allan þennan tíma, 2 vikum áður enn hún dó.

Ég náði með svakalegum fautaskap að koma henni inn á Landakot, enn það var of seint. Og þar var enn eitt ruglið sem ég nenni ekki að fara inn á hér.

Flestir læknar sem kunna eitthvað flytja af landi brott vegna hrunins og óskipulags í heilbrigðiskerfinu. Ég treysti ENGUM íslenskum lækni fyrir mig og mínum líkama. ENGUM!

Fyrrverandi landlæknir var svo afburða ókurteis að ég var honum stórhættulegur í marga mánuði á eftir. Eiginlega er ég mjög ánægður núna að sitja ekki inni fyrir morð, svo mikill ofsi var í mér.

Hefði verið svolítið asnalegt, því ég var að vinna einu sinni í viku á Litla -Hrauni, eigandi regluleg samtöl við morðingja. Á þeim tíma var mér alveg sam hvort ég væri starfsmaður þar eða fangi.

Svo óstjórnleg reiði var í mér á þessum tíma. Þetta er alveg hrikalegt með þennan flugmann sem treysti læknum á Íslandi. Og svo er um marga fleiri sem treysta alveg blint á þetta handóníta heilbrygðiskerfi á Íslandi. Það kostar þá lífið. 

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 04:10

15 Smámynd: Hlédís

þakka þér mikilvægt innlegg, Óskar!  Það vekur srerkar til finningar og margar minningar - því miður. Viltu segja mér hvenær greinin kom í Mbl, svo ég geti nálgast hana?

Hlédís, 3.2.2009 kl. 09:18

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skal reyna, enn þú verður fljótari. Móðir mín hét Björg Ólína Júlíanna Eggertssdóttir og ég skrifaði greinina skömmu eftir þessar 2 skjúrabílaferðir og Deild 2 á Borgarspítala minnir mig að hún hafi verið komin á af gjörgæslu.

Ég er bara með GSM internettengingu hér í skóginum í Thailandi.  Það myndi taka óratíma að að leita enn aðstoðarmenn MBL er faktiskt mjög hjálplegir. Hún er skrifuð undir mínu nafni.

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 09:43

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

..læknirinn var ungur asni og bað ég hann um skilríki um að hann væri raunverulega læknir. Hann fór víst eitthvað í fýlu út í mig. Kona, læknir sagði að hún yrði að vera lengi á spítalanum, enn þegar hún var komun á þessa deild, þá réði þessi læknir öllu, þó ég vitnaði í konulæknirinn á bráðamóttökunni...þekki bara sænska heilbrigðiskerfið og það yrðu aldeilis læti ef svona mál kæmi upp í Svíþjóð.

Á Íslandi þeigja allir bara og svara ekki einu sinni bréfum. Ógeðslegt sýstem. Þekki samt gott fólk í heilbrigðiskerfinu, t.d. bara yngri systur mína sem vinnur í þessum geira. Mjög góð manneskja. Móðir mín var búin að vera tæp 5 ár á biðæista eftir hjúkrunarheimili.

Ég ætti eiginlega að fá próf sem sjúkraliði, því ég kann allt í ummönnun aldraðra. Faðir minn var fyrsti karlsjúkraliði á Íslandi og ég er stoltur af honum fyrir það. Það var mikið hlegið og gert grín að honum fyrir að vera "kelling" á þeim tíma.

Óskar Arnórsson, 3.2.2009 kl. 09:53

18 Smámynd: Hlédís

 Haraldur Davíðsson leggur þetta til umræðu um íslenskt heilbrigðiskerfi :  <http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/793196/> &#39;

"Heilbrigðiskefið ætti að vera nokkurskonar samnefnari fyrir samkennd þjóðar, og því er sorglegt að sjá markaðsöflin læsa klónum í heilsufarslega og félagslega afkomu samborgara vorra, einkavæðing, sparnaður samdráttur, uppsagnir, hagræðing....eru forsendur aðgerða í öllum geiranum, þetta er skammarlegt og vanhugsað.
Á Englandi var farið út í að hleypa markaðsöflunum inn í heilbrigðisgeirann, opinbera kerfið NHS þótti of þungt svo að það átti að spara og létta álagi af NHS með því að hleypa einkageiranum inn. Til að byrja með bauð einkageirinn betur, engir biðlistar, og oft nútímalegri þjónusta. En....svo skall á flótti úr NHS og allt í einu þurfti að draga enn meira saman í NHS, og biðlistar hrönnuðust upp í einkageiranum. Svo þegar fólk gafst upp, og vildi aftur nota NHS, var það hrunið. Og nú fæst ekki fólk til að vinna hjá NHS, og einkageirinn er dýr, of dýr fyrir marga.
Þetta hefur líka þýtt að aðstæður á sjúkrahúsum NHS eru slæmar, og þúsundir manna veikjast árlega af sjúkrahúsbakteríum, og gamla fólkið gleymist og veslast upp og er jafnvel að deyja úr næringarskorti.
Og ekki skánar það er út í samfélagið er komið, t.d. má nefna að frá október 2007- mars 2008 létust 24.000 eldri borgarar á Englandi úr kulda og vosbúð á heimilum sínum....
Nei það þarf að standa vörð um samkenndina, samábyrgðina, standa vörð um heilbrigðiskerfið, það sparar peninga þegar upp er staðið, að halda því góðu. Og markaðsöflin eiga ekkert erindi að heilsu fólks, afkoma okkar má ekki verða söluvara .
Haraldur Davíðsson, 3.2.2009 kl. 13:10 "

             -     -    -

Þarfur pistill hjá Haraldi!      Jafnsatt og það er að við eigum á að skipa fjölmennu, góðu, velviljuðu og velmenntuðu liði heilbrigðisstarfsfólks - er það staðreynd að KERFIÐ er að liðast sundur, fyrir margra hluta sakir.    Skipulags er þörf - og ég minni á betur skipulögð kerfi, t d í Svíþjóð - þó hafi enga ástæðu til að hrósa öllu þar.

Hlédís, 3.2.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband