Mannúðlegri gjaldþrot! Á að klappa?

Stór hluti yngra og miðaldra fólks hérlendis stendur eða liggur í verðtryggingar-kviksyndinu - mislangt sokkið. Kviksyndið er manngert. Þeir menn, karlar og konur, sem dregið geta fórnarlömbin upp boða nú - hvað?  Mannúðlegri gjaldþrot? -  Eigum við að fagna?      

Firring fólks með allt upp í milljóna króna mánaðarlaun er óhugnanleg - og það telur sig passa best í björgunargallana.


mbl.is Niðurfelling skulda eða ölmusa yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef á að fara bjóða ykkur eigin hús´til leigu ?  Farið þið þá Úr landi, og hver eignast  þá þessi hús?  Ef ekki mátti taka frysta og yfirtaka eignir útrásarvíkingana, af  hverju er þá hægt að ganga að eignum hins "vinnandi borgara?"   Spyr sá sem ekki veit.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:35

2 identicon

Heyr, heyr!

Verðtrygging er EKKI náttúrulögmál.

Hvers vegna er það svona mikið réttlætismál að fjármagnseigendur ávaxti aurinn sinn? Hvernig getur það verið mikilvægara en að fjölskyldur nái að halda heimilum sínum og verði ekki gjaldþrota? Hvað segja mæðurnar og feðurnir, afarnir og ömmurnar ... sem eiga fjármagnið ... er þeim alveg sama þó að börnin og barnabörnin lendi á götunni bara ef spariféð þeirra rýrnar ekki?

Líba Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: corvus corax

Hvers vegna er ekki stofnaður svona "kreppulánasjóður" eins og var gert snemma á 20. öldinni sem gerði bændum kleift að selja sjóðnum eignir sínar og kaupa þær svo aftur á sama verði þegar úr efnahagskerfinu rættist og hagur manna batnaði? Er ekkert hugmyndaflug eða söguþekking innan ríkisstjórnarinnar? Það er svo sem ekki við því að búast þegar Geiri gunga stjórnar Sollu svikara og Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum stjórnar þeim báðum.

corvus corax, 29.11.2008 kl. 10:58

4 identicon

Ég verð að byrja á því að segja að allir þeir sem standa frammi fyrir gjaldþroti og erfiðleikum eiga mína samúð. Hins vegar skil ég hreinlega ekki og hef ekki skilið lengi hvernig "margir" hafa lifað síðustu árin. Stór partur þjóðarinnar keyrir um á nýjum bílum, helst jeppum sem það á ekkert í. Í stað þess að kaupa litla íbúð í byrjun þá hafa margir krakkar keypt hæð í miðbænum serm fyrstu eign (er auðvitað að tala um lítinn hóp). Þegar ég kom úr skóla sá ég ekki fram á að geta keypt í Reykjavík og fluttist því út á land. Keypti hús á 14 milljónir og keyrði áfram á mínum gamla bil enda virkaði hann alveg ágætlega. Við hjónum getum samt ekki kallast lágtekjufólk og við lifum ekkiu hátt en ég get sagt að við höfum ekkert verið að drukna í peningum.

 Það sem ég vill segja hér er að alltof margir hafa verið að taka þátt í ruglinu og eru svo HISSA á því að það komi að skuldadögum. Búnir að spenna bogan svo hátt að það má ekkert koma fyrir. Auðvitað hlaut að koma að því að þetta myndi hrinja. Í hvert sinn sem ég hef komið til Reykjavíkur undanfarin ár hefur maður spurt sig hvernig er þetta hægt? Heil risahverfi komin, öll flottheitin og ég hef alltaf komist að því að þetta er ekki hægt eins og hefur komið á daginn.

Ég veit ekki hvað ríkisstjórnin á að gera en ég neita algjörlega að borga hærri skatta til að bjarga þeir sem hafa tekið þátt í vittleysinnu. (Veit auðvitað að ekki allir sem eru í þessari stöðu tóku þátt í henni)

Dísa (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: H G

Hér hefur verið að byggjast upp hátekjustétt á síðastliðnum árum og hún eyddi /eyðir sannarlega rækilega, innan lands sem utan. Fátækt fólk tók ekki þátt í þessu eyðslusukki. Meðaltekjufólk trúði  á "góðærið" og verðhækkanir fasteigna - skildi ekki hættuna af verðtryggðum lánum á okurvöxtum - þáði því stór lán og er nú í vanda.  

Stór hluti af "skuldum heimilanna" sem sífellt er klifað á sem dæmi um óráðsíu eru verðbóta-hækkanir - stafa sem sagt af verðtyggingunni. 

H G, 29.11.2008 kl. 11:38

6 identicon

Ef ég hef val á milli þess að borga hærri skatta til að hjálpa auðmönnum sleppa undan skuldbindingum sínum eða ef sama hækkun færi í að hjálpa skuldsettustu heimilum landsins þá er engin vafi hvort ég myndi velja, giskaðu Dísa. Ég get ekki hugsað mér ástandið í þjóðfélaginu ef fólki er hent í umvörpum út á götuna og það félagslega ástand sem það á eftir að leiða til. Fólk að týna mat upp úr ruslatunnum, glæpirnir og eiturlyfjaneyslan sem fylgir því og vændi. Því þrátt fyrir að fólk hafi verið að lifa um efni fram og sé að fara á hausin útaf því þá er félagslegi reikningurinn of hár til að leyfa það. Svo hættu að kenna bjánunum um, þeir nýttu sér bara gylliboð bankana. Og jafnvel treystu því að verðbólgumarkmiðum seðlabankans væri hægt að ná.

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:16

7 identicon

Svo er það líka bara þannig að ef fólk verður gjaldþrota og missir allt sitt þá er ég viss um stærsti hlutinn að því fólki flytur eða reynir að flytja úr landi. Alla vega veit ég að ég hef aldrei á ævinni hugsað um að flytja úr landi en ef ég færi í gjaldþrot og það af stórum hluta vegna nokkurra manna þá verð ég ekki lengi að segja bless við þetta land.

Gams (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:13

8 identicon

Já...en hvert ætlar fólk að flytja????Það er ekki bara kreppa á Íslandi. Það fer að verða ansi erfitt að fá vinnu erlendis líka enda hafa t.d. aldrei verið eins margir atvinnulausir í Bandaríkjunum, um 15% atvinnuleysi á spáni, Bretarnir eru að sjá svakalegar tölur o.s.frv.

 Já..ég veit ekki hvað á að gera. Eitt er allavegana nokkuð ljóst. Auka þarf fjármálafræðslu í skólum, það er bara eins og fólk hafi haldið að það þyrfti aldrei að borga lánin sín. Ég finn líka alveg fyrir verðbólgunni en ég vissi alveg hvað það er að hafa verðtryggð lán og fólk vissi alveg hvað erlend minntkörfulán eru. Þú græðir á þeim en þú getur líka tapað á þeim. 

Dísa (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:06

9 identicon

Dísa litla,,  þegar þú getur ekki fengið  íbúð á leigu ert með 1-3 börn, þá reynir þú örugglega að fjárfesta í íbúð  Þú þarft engar upplýsingar úr skólanum að þú þurfir þak yfir höfuðið.  Og þeir sem að þú telur að ekki hafi vitað hvernig  eða hvort þeir ættu að borga til baka.  Mér finnst þú gera lítið úr þjóðinni með þessum orðum.  Mundu það að sumir hafa alltaf átt peninga en ekki allir.

Og þetta að ekki finnist vinna erlendis, það er ekki satt.  Nóg er af vinnu í Noregi Kanada og víðar.  Það er bara að koma sér frá þessu "spillingaskeri" það  er eitt fyrir sig  bara afrek.  Þessi þjóð á ekki viðreisnarvon með þessi glæpahyski í farabroddi.  Þar á ég við seðlabankahyskið  með tölu  alþingi og ríkisstjórn.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:25

10 Smámynd: Hlédís

Þökk, sé þér JÞA!     Dísa, nafna mín, er stödd í þokunni, en mjög vel meinandi. Það er, sem betur fer, rétt, að fjárhagslegir flóttamenn frá Íslandi eiga margra  kosta völ.   Ísland hefur , hinsvegar, ekki ráð á að missa sitt fólk. Basta!

Hlédís, 29.11.2008 kl. 20:44

11 identicon

Þar er ég alveg sammála þér Hlé-guðm.  En hvað er til ráða þegar ráðamenn skuldsetja flleiri kynslóðir til að borga svona sukk sem hefur gengið undafarið, og virðist því miður ekkrt vera lát á?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband